Stórkostlegt skref.

Núverandi meirihluti á Akureyri, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur rauf áratuga kyrrstöðu í úrgangsmálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Því miður höfðu  mörg ár glatast meðan þessi mál voru í farvegi byggðasamlags. Sorpeyðingu Eyjarfjarðar bs. var slitið fljótlega eftir síðustu kosningar og stofnað hlutafélag í samvinnu fyrirtækja og sveitarfélaga á svæðinu. Jarðgerð er að hefjast og úrgangsmál á Akureyri eru komin í farveg með stóraukinni flokkun og nýtingu. Innan árs er von manna að jarðgerðin verði komin á fullan skrið og allur lífrænn úrgangur á svæðinu unnin í moltu.

Í framhaldi af þessu verður hægt að loka sorphaugunum á Glerárdal og þá getur endurreisn náttúru og landgæða hafist á því svæði af fullum krafti. Það mun hefjast að hluta í sumar með undirbúningi og landmótun á svæðum umhverfis haugana.

Nútíminn er kominn í Eyjafjörðin í þessum málaflokki og gaman að sjá afrakstur þeirrar vinnu sem lengi hefur staðið í mínun hópi innan Samfylkingarinnar á Akureyri.


mbl.is Jarðgerðarstöð reist í Eyjafjarðarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Loksins, loksins! Þetta er gott mál. Það að þakka Samfó þetta er að vísu frekar broslegt:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.5.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það geri ég hiklaust enda búinn að berjast fyrir þessu sjálfur frá 1998. Sat í stjórn Sorpeyðingar frá 1998-2002 og kynntu þér stefnuskrá okkar fyrir kosningarnar síðustu....

ertu öfnundsjúkur af því VG hafði ekki hugmyndaflug til að berjast fyrir þessum málum ?

 http://www.samak.is/?mod=sidur&mod2=view&id=36

Forgangsverkefni

Sorpmálin og lausn þeirra verður forgangsverkefni. Við lausn þeirra til framtíðar verður tekið mið af því besta og fullkomnasta sem til er hjá nágrannaþjóðum okkar. Strax eftir kosningar beiti bæjarstjórn Akureyrar sér fyrir stofnun starfshóps hagsmunaðila í samvinnu við sveitarfélögin sem aðild eiga að Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. og atvinnulífsins. Starfshópur þessi fái það verkefni að


  • stofna hlutafélag um sorpvinnslu við Eyjafjörð. Leitað verði til sveitarfélaga og atvinnulífs með aðkomu að hlutafélaginu

 

  •  skipuleggja og koma á flokkun sorps við heimili og fyrirtæki

 

  •  skilgreina sorpgjald sem tekur mið af gæðum flokkunar á hverjum stað
  •  setja upp skilastöðvar í hverfum bæjarins. og útbúa flokkunarsvæði fyrir sorp þar sem nýtanlegt sorp er skilið frá ónýtanlegu.

 

  • koma á laggirnar jarðgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang í samræmi við ítrustu kröfur

 

  •  sjá til þess að allt sorp til urðunar verði baggað
  •  sjá til þess að afgas fari ekki út í andrúmsloftið
  •  finna nýjan urðunarstað fyrir baggað sorp. Staðið verði öðruvísi og betur að urðun og frágangi en nú
  •  stöðin verði rekin sem hlutafélag og horft til arðsemi og nútímakrafna um umhverfismál.


Starfshópurinn taki þegar til stafa og skili fullmótaðri áætlun fyrir árslok 2006.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.5.2008 kl. 09:09

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Jón Ingi C.

Marga lesti hef ég en sem betur fer er öfundsíki ekki einn þeirra :)

Kristín Sigfúsdóttir hefur barist fyrir þessum málum af krafti auk margar annarra, og það veist þú kæri Jón Ingi C.

En þú er líka ágætur. Takk fyrir þetta og bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.5.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband