Eiga Hæstaréttardómarar að vera að þrefa opinberlega ?

Þetta er spurning sem maður spyr sig. Dómarar kveða upp dóma og þeir standa hvað sem á dynur nema þeim sé áfrýjað og önnur niðurstaða birtist. Það er ekki hægt að áfrýja hæstaréttardómum nema þá að leita til alþjóðadómsstóla í sumum málum. Það gera menn almennt ekki og því eru dómar Hæstaréttar endanlegir í flestum tilfellum.

Svo er það annað mál þegar dómurinn klofnar og myndast meiri og minnihluti. það gerist og er eðlilega skiljanlegt því dómar byggja á lögum sem hægt er að sveigja og beygja og skilja...hver á sinn hátt.

Það er líka eðlilegt að aðrir hafi skoðun á niðurstöðu dómara. Þannig er það nú bara. En mér finnst að dómarar Hæstaréttar eigi að þegja þegar málum er lokið. Þeir hafa birt niðurstöðu sína og hún er endanleg. Þeir eiga ekki að fara að rökræða við almenning um þá niðurstöðu. Það rýrir trúverðugleika manna þegar þeir leggjast í vörn fyrir niðurstöðu sinni. Þó svo menn hafi örlítið samviskubit þá er óþarfi að verja gjörðir sínar....bara standa keikur og taka því.


mbl.is Dómari svarar fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Eiríkur Tómasson er nú ekki beint það sem ég myndi kalla almenningur, hann er virtur prófessor í lagadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarforseti og nýtir dóma í kennslu, túlkun dóma, lagaákvæða og sér í lagi eru sératvæði tekin til greina ef þau eru óvenjuleg, væri þetta Jón Jónsson úti í bæ væri skrítið að Jón Steinar myndi verja sig en þar sem þetta er Eiríkur finnst mér þetta skijanlegt. Lögin eru túlkuð eftir skilningi hvers og eins þá smitast túlkun Eiríks að sjálfsögðu í lögin og því finnst mér rétt þegar hann opinberar sína skoðun og rökstyði niðurstöðu sína.

En það er að sjálfsögðu aðeins mín skoðun :D

Nosy (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:20

2 identicon

Er þá rétt að hæstaréttardómarar tjá sig bara um gagnrýni Eiríks Tómassonar eða einnig annara prófessora HÍ? Eða kannski að tjá sig um gagnrýni allra lagakennara, dósenta og lektora? Síðan getum við bætt kennurum HR, Bifröst og HA þarna inn.

Hæstaréttardómarar eiga bara ekki að vera að tjá sig við fjölmiðla.

Karma (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:51

3 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. Áhugaverðasta grein um lögfræðileg málefni í langan tíma.

Oddgeir Einarsson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband