Innbærinn og tjörnin.

Innbærinn Manngerða tjörnin milli gömlu Fjörunnar og Drottningarbrautarinnar er að verða einn fallegasti staður á Akureyri. Það fjölgar með ári hverju gæsum sem velja að koma upp ungum sínum við tjörnina þó svo varpið sé í óshólmum Eyjafjarðarár.

Búið er að gera göngustíga að hluta á svæðinu og þeim fjölgar með ári hverju sem eiga sínar góðu stundir með stöng eða bara ganga þarna.

Gott dæmi um vel lukkaða manngerða náttúru. Á sínum tíma þegar Drottningarbrautin var lögð voru margir sem kölluðu hana skipulagsslys. Mér leist ekki vel á þegar lagður var vegur framan við gamla Innbæinn. En þetta er oft fylgifiskur þess sem gerist þegar íbúum fjölgar og umferð eykst...þá verður að gera hluti sem margir kalla slys á þeim tímapunkti.

Þegar horft er á þessa framkvæmd og niðurstöðu 30 árum síðar sjáum við flest að Drottningarbrautin og lega hennar var óhjákvæmileg. Hver vildi hafa alla þá umferð sem fer um Drottingarbrautina í dag inni í gamla Innbænum.

Það væri einfaldlega ekki hægt. ... Skipulag og framkvæmdir eru hugsaðar til lengri tíma og til framtíðar en ekki sem niðurstaða sem virkar bara fyrir þá sem staddir eru á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þau verður að hugsa til langrar framtíðar og með hagsmuni heildarinnar í farteskinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það væri nú ekki ónýtt að byggja nokkrar 7 hæða blokkir þarna, svona upp á framtíðina.

Víðir Benediktsson, 5.7.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er það þannig samkvæmt aðalskipulaginu okkar Víðir ?<&#39;&#39;...væri ráð að þú kynntir þér það áður en þú ferð að bulla einhverja vitleysu.  Mér sýnist að ekki veiti af samkvæmt því sem þú ert að tjá þig stundum

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svona til að flýta fyrir þér set ég inn linkinn á nýja aðalskipulagið okkar sem við erum nýlega búin að samþykkja.... og það sem meira er Víðir... það gildir til 2018..

 Ef þú hefur áhuga á að byggja blokkir í innbænum væri ráð hjá þér að fara að hugsa það strax... það er ekki víst að jafn mikil sátt ríki um það og var um suma reitanna sem fóru inn í aðdraganda aðalskipulagsins 2006. 

http://akureyri.is/skipulagsdeild/ymsargreinar/nr/8452

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2008 kl. 15:52

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er hægt að breyta skipulagi Jón. Það hefur áður verið gert. Ekki þar fyrir að mér sýnist litlu máli hvort sátt er um hlutina eður ei.  Það virðist meiru máli skipta hver er sáttur.

Víðir Benediktsson, 5.7.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt er það Víðir... það skipir máli þegar 97% er sátt... því er ekki að neita.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.7.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Svo mikið er víst að þú ert ekki að tala um 97% íbúa Holtahverfis. En það eru þeir sem eiga mestra hagsmuna að gæta, óþarfi að taka tillit til þess. Finnum bara nógu stóran hóp af fólki sem er ekkert að hugsa um þetta og þá er hægt að reikna "rétt" Skipulag í Holtahverfi hefur eflaust lítil áhrif á íbúa Naustahverfis eða Lundahverfis og þar með gerum við ráð fyrir að þeir séu sáttir og reiknum þetta upp í 97% Efast ekki um að þessi reikningur er réttur. Skil ekki í þér að taka ekki landið allt, þá fengist útkoman 99.999% Veit um einn íbúa í Holtahverfi sem er ekki á móti þessu.

Víðir Benediktsson, 5.7.2008 kl. 17:46

7 identicon

"það er ekki víst að jafn mikil sátt ríki um það og var um suma reitanna sem fóru inn í aðdraganda aðalskipulagsins 2006."

Jón Ingi: Áttu við Undirhlíðarreitinn í aðalskipulaginu sem þú ásamt restinni af umhverfisráðinu í aðdragand kosninga 2006 teiknaði blokkirnar inn í eftir á, þegar samstarfsflokkurinn þinn núverandi var búinn að lofa SS byggir byggingarlandinu?

Og hvaða sátt ertu að tala um?

Það er alveg sama hvað þú reynir að verja þennan gjörning Jón Ingi Cæsarsson, hann er óverjandi og ólýðandi. Og þessar ósmekklegu reikningskúnstir þínar bæta nú ekki mikið stöðu þína, svo mikið er víst. Ég þori að lofa því að stór hluti þess fólks sem kaus Samfylkinguna mun ekki treysta og trúa neinu sem þið reynið að telja því trú um fyrir næstu kosningar.

En Sjálfstæðiflokkurinn hlær, hann sá um sína og veit sem víst að honum mun ekki blæða fyrir það heldur ykkur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:53

8 identicon

Tja, það máttu eiga Jón Ingi að þú hlýtur að vera hörku húmoristi, ég kýs allavega að skilja réttlætingar þínar á síendurteknum skipulagsklúðrum í bænum okkar þannig.  Sáttin sem þú talar um felst í því að fólk nennir ekki orðið að tjá sig og mótmæla, því það veit að ekkert er hlustað á það.  Það lærðum við íbúar í Síðuhverfi þegar við mótmæltum byggingu blokkar á Síðutúni með því að skila inn nærri 900 undirskriftum....   og hvað gerðuð þið skipulagspostular?  Jú, breyttuð úr einni blokk í tvær og haldið því fram að nú séu allir sáttir!!!!    Þér hlýtur að detta þessi vitleysa í hug á meðan þú ert með hausinn á kafi í sandinum með hinum strútunum og heldur að enginn sjá til þín.

Bjössi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 20:21

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

&#132;Skipulag og framkvæmdir eru hugsaðar til lengri tíma og til framtíðar en ekki sem niðurstaða sem virkar bara fyrir þá sem staddir eru á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þau verður að hugsa til langrar framtíðar og með hagsmuni heildarinnar í farteskinu. &#147; af hverju hefur þú ekki vit á að halda þér saman Jón Ingi og skammast þín. Ertu ekki búinn að gera nóg af þér nú þegar. Afgreiðsla skipulagsnefndar sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi er trúlega toppurinn á snautlegum skipulagsmálaferli þínum. Að halda því fram að skipulagsmál séu í góðum farvegi á Akureyri er brandari - vondur brandari. Að tala um sátt í skipulagsmálum trúi að enginn skilji nema kannske brandarasmiðurinn Jón Ingi og meðhlægjendur hans.

Pálmi Gunnarsson, 8.7.2008 kl. 14:49

10 identicon

Hvernig var það aftur Jón Ingi: Fullyrtir þú ekki, sjálfur formaður skipulagsnefndar á Akureyri, á kynningarfundi, í bréfaskiptum við okkur íbúa og í greinargerð með deiliskipulagstillögunni að skuggavarp frá blokkunum til suðurs væri sama og ekkert og næði ekki til húsanna í Stórholti?????

http://anno.blog.is/blog/anno/entry/588441/ 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 818102

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband