Hótanir Seðlabankastjóra.

Hót­an­ir í aðdrag­anda kjara­samn­inga verða ekki til þess að auðvelda þá,“ seg­ir Drífa Snæ­dal, formaður Alþýðusam­bands Íslands. Seðlabanka­stjóri sagði í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag að bank­inn myndi bregðast við ef kom­andi kjara­samn­ing­ar reyn­ist óraun­hæf­ir og kyndi und­ir verðbólgu.

Allir vita að samningar í vetur verða erfiðir og allir þurfa að leggjast á einn til að ná friðsamlegri lausn.

 

Friðsamleg er kannski ekki raunhæft eftir að elítan hefur skammtað sér milljónir í launahækkanir og fyrirtækin græða sem aldrei fyrr.

 

Enn einu sinni er kallað eftir að almennt launafólk axli ábyrgð og taki á sig afleiðingar efnahagsmistaka stjórnvalda. Verðbólga komin í hæstu hæðir og enn á uppleið. Vaxtahækkanir Seðlabanka bæta síðan olíu á eldinn og afkoma heimilanna versnar hratt.

 

Og þá mætir Seðlabankastjóri sem þagað hefur þunnu hljóði meðan elítan tekur sér milljónatugi í launahækkanir og fyrirtækin sem það geta moka inn gróða og þar eru bankarnir fremstir í flokki og fitna sem púkinn á fjósbitanum á kostnað almennings.

 

Og á fjósbitanum situr síðan Seðlabankastjóri og hótar verkalýðshreyfingunni og almennu launafólki.

 

Einhvernveginn finnst manni vitlaust gefið í þessu þjóðfélagi.

 

 


Hollvinasamtök eldri hverfa á Akureyri.

000 2021 5.10. haustsol-0158Eins og flestir vita hafa verið deilur um uppbyggingu í gömlu hverfunum okkar. Það tókst með grasrótarstarfi að hrinda stórkallalegum og ómarkvissum hugmyndum um háhýsi á litlum reit á Tanganum.

 

Íbúakosning var knúin fram og þau áform kolféllu. Nú er sama uppi á teningnum í Innbænum. Sami verktaki hefur enn og aftur óásættanlegar hugmyndir um hvernig skuli vinna. En hugmyndir um mörg stór háhýsi ofan í rótgróinni byggð eru af sama toga og á Oddeyri, falla enganvegin að þeirri byggð sem fyrir er og stangast illa á við Byggingalistastefnu bæjarins. 

 

En eins undarlegt og það er þá eru margir kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn og Skipulagsráði skotnir í þessum vondu áformum. Nú er á sama hátt reynt að afstýra þessu slysi eins og tókst á Tanganum.

 

Hópur áhugamanna um verndun eldri hverfa hittist í vikunni og ræddu þessi mál. Auðvitað verður ekkert lát á ásókn í lóðir á viðkvæmum svæðum og því töldu fundarmenn á einsýnt að stofna til formlegra samtaka um verndun gamalla hverfa.

 

Hollvinasamtök eldri hverfa er vinnuheiti á stofnun hóps sem ætlað verður að vekja athygli á menningarverðmætum sem fólgin eru í koma í veg fyrir að bæjaryfirvöld stökkvi án gagnrýni á verktakahugmyndir sem taka ekkert tillit til menningar og sögu. Torfusamtökin í Reykjavík á síðustu öld eru að hluta fyrirmynd hvað varðar hugmyndafræðina.

 

Starfshópur var valin á fundinum og honum falið að undirbúa formlega stofnun samtaka um verndun eldri hverfa, semja tillögu að lögum og verkáætlun. Horft er til þess að stofnfundur verði fljótlega og hann auglýstur og Akureyringum boðið að gerast stofnfélagar.

 

Markmiðið er að sem flestir sameini krafta sína og verði upplýsandi og veiti kjörnum fulltrúum og öðrum verðugt aðhald í framtíðinni.

 

 

Eins og við þekkjum af umræðunni síðustu mánuði þá er brýnt að bindast samtökum um þessi málefni því ekki skortir á galnar hugmyndir sem eyðileggja ásýnd og sögu Akureyrar.

 

Ég tók sæti í þessum undirbúningshópi enda hefur mér hreinlega blöskrað virðingaleysi sumra kjörinna fulltrúa fyrir menningarverðmætum og ásýnd Akureyrar.

 

Von er á tíðindum af þessu máli fljótlega.


Ríkisstjórnin sem hvarf.

2022 týndurÞau undur og stórmerki gerðust fyrir páskana að heil ríkisstjórn, 12 ráðherrar, hurfu eins og jörðin hefði gleypt þá.

 

Fjölmiðlar hófu mikla leit sem bar engan árangur. Ætlun fjölmiðlanna var að fá upplýsingar um sölu Sjálfstæðisflokksins á hlutabréfum Íslandsbanka til ættingja og vildarvina flokksins.

 

Einnig langaði fjörmiðla að heyra í formanni Framsóknarflokksins vegna ummæla um þá svörtu. En hvorki náðist í flokksformennina tvo né formann þriðja flokksins sem var horfinn líka.

 

Forsætis hafi ekki skandalíserað eins og hinir tveir en kannski vissi hún hvar hinir tveir héldu sig.

 

En sú leit bar engan árangur frekar en leit að fleiri ráðherrum td varaformanni Framsóknarflokksins sem viðhafði ógætilegt orðalag varðandi bankasöluna góðu.

 

Eftir nokkra leit varð fjölmiðlum ljóst að öll ríkisstjórnin var horfin eins og jörðin hefði gleypt hana. Sama hvað leitað var, hvergi sá tangur né tetur af ráðherrunum 12 í meira en viku, þrátt fyrir að þjóðfélagið logaði.

 

Í dag brá svo við að forsætisráðherra kom í leitirnar en lítið var á því að græða. Hún taldi enga ástæðu til upphlaups þó Bjarni hefið selt ættingum og vinum Íslandsbanka. Það væri bara í góðu lagi enda væri stofunun undir stjórn Bjarna að skoða málið.

 

Enn er ríkisstjórnin ekki komin í leitirnar og í dag var ríkisstjórnarfundi aflýst og því ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki komið í leitirnar.

 

Væntanlega upplýsist þetta þegar ráðherrarnir mega vera að því að mæta í vinnuna, kannski í næstu viku ?


Framboðin í vor - lítil pæling án mikillar ábyrgðar.

 20211224-IMG_0196Nú hafa öll framboð til bæjarstjórnar á Akureyri birt lista sína.

 

Margt áhugavert má sjá þegar rýnt er í listana. Fyrst má nefna að aðeins tveir oddvitar frá síðustu kosningum halda sætum sínum. Þeir sem hætta gerðu það af frjálsum vilja enda oddvitahasar ekki algengur í Akureyrskri pólítík.

 

Einu tíðindin utan hefðbundinnar baráttu nýliða um laus sæti var að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tapaði fyrir nýliða og hafnaði í þriðja sæti sem hann tók. Það verður mikil endurnýjum í bæjarstjórninni sama hvernig fer.

 

Hvað L- listann varðaði bökkuðu bæjarfulltrúar síðasta kjörtímabils og gáfu eftir tvö efstu sæti til nýliða í pólitík. Þar má þó greina ættartengsl við gamla refi og slíka þar innanborðs. Innan raða L- listans má greina harða hægri menn þó þeir hafi ef til vill fært sig fjær átakalínunum í þetta sinn.

 

VG var með prófkjör sem fór átakalaust fram og virðist ekki hafa neina eftirmála. Þar eru margir nýjir innanborðs.

 

Lengi vel leit út fyrir að oddviti Miðflokksins hætti, en hann reyndist síðan hætta við að hætta. Áhugaverð eru tengsl Miðflokksins við Sjálfstæðisflokkinn, þar eru oddvitinn og frambjóðandi í þriðja sæti sagðir vera tryggir Sjálfstæðismenn í áranna rás. Sumir hafa frekar haldið að þarna væru frekar Framsóknarmenn í fýlu en Sjálfstæðismennirnir eru meira áberandi þó sjá megi rótgróna Frammara inn á milli.Sagt er að frambjóðandi í þriðja sæti hafi móðgast þegar fulltrúi sem hann studdi tapaði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nýverið. Hvort það er rétt skal ósagt látið en sagan gengur í bænum. Ekki skal ég fullyrða neitt um það en nokkrir hafa haft þetta á orði við pistilhöfund. Maki hframbjóðandas í þriðja er síðan á L-listanum þannig að þar gæti orðið gaman í kosningabaráttunni.

 

Flokkur fólksins birtist kjósendum á Akureyri í fyrsta sinn. Þar eru innanborðs nokkrir þekktir frambjóðendur. Sumir hafa víða komið við og sumir ef til vill rekist verr í hópi, en æskilegt er samkvæmt hefðinni. Ekki veit ég það , en þó vekur fulltrúinn í heiðurssætinu sérstaka athygli.

 

Samfylkingin stillti upp. Þar er sami oddviti og síðustu fjögur árin. Athygli vekur að mjög mikil nýliðun er í efri hluta listans en neðar er mikil reynsla samankomin og þar má greina marga fyrrum bæjarfulltrúa og vana nefndamenn í neðri sætum. Ekki vafi að á þeim lista er mikil reynsla og þekking samankomin.

 

 

Framsókn er með nýtt fólki á sínum lista hvað varðar efstu sætin. Þeir eru nokkuð óþekkt stærð. Vafalaust hafa vonir þeirra staðið til að Miðflokkurinn hætti en svo var ekki. Þeir eiga því enn við þessa sömu klofningsgrýlu að glíma eins og síðast.

 

Kattalistinn er síðan frumlegasta framboðið þetta árið og óþekkt stærð. Margir velta því fyrir sér hversu mikil alvara er að baki en það á eftir að koma í ljós og í raun fróðlegt að fylgjst með því hvað þar gersist á þeim bænum.

 

En það styttist í kosningar og væntanlega byrjar kosningabaráttan af fullum krafti eftir páskana.

 

Kosningabarátta á Akureyri hefur ekki það orð á sér að vera fjörug og skemmtileg en vonandi breytist það. Fróðlegt að sjá hvaða mál það verða sem brenna mest á kjósendum herrans árið 2022.

 

Frambjóðendur skulda kjósendum skemmtilega og málefnalega kosningabaráttu 2022.


Ríkisstjórn Katrínar með allt á hælunum.

Þess var krafist að sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka yrði rift og að stjórn Bankasýslunnar myndi víkja.2022 bb kj si Eins og yfirskrift mótmælanna ber með sér kröfðust mótmælendur þess að Bjarni Benedtiksson fjármálaráðherra færi úr embætti.

(visir.is)

 

Ríkisstjórnin er í vanda. Vinstri grænir eru í vanda, fjármálaráðherra er rúinn trausti og formaður Framsóknarflokksins lék illa af sér um daginn.

 

Síðan allt þetta gekk á hafa ráðherrar stjórnarflokkanna að mestu horfið og formenn flokkanna alveg.

 

Þeir eru hlaupnir í felur í þeirri veiku von að allt þetta vesen verði horfið þegar þeir birtast á ný.

 

Í dag var fjölmennur fundur á Austurvelli þar sem krafist var afsagnar fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin segði af sér og sala Íslandsbanka yrði dregin til baka.

 

Sannarlega hefur ríkisstjórn íhaldsflokkanna ekki séð það svartara frá 2017. Það gekk þokkalega liðið kjörtímabil og naut þar stjórninn nokkurrar friðhelgi vegna covid. Nú er covid ekki í brennipunkti og þá fer allt í skrúfuna.

 

Formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa gert upp á bak og varaformaður Framsóknar stendur þeim ekki langt að baki, slíkar eru viteysurnar sem hún hefur gert.

 

Nú eru landsmenn búnir að fá nóg og vandséð að ríkisstjórnin nái að endurheimta horfið traust, slíkir eru afleikirnir.

Bankasalan er alveg á pari við einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinna. Vildarvinir og ættingjum hleypt fremst í röðina og þeir grætt milljónatugi á kostnað landsmanna.

 

Nú er nóg komið að mati íslendinga.

 

Ef VG hefur snefil að skynsemi og réttlæti þá slíta þeir þessu samstarfi.   

En líklega er það borin von að svo fari, stólarnir eru formanninum dýrmætir.


Málið dautt ?

20220407-IMG_0288Minjastofnun fellst ekki á að húsið númer 8 við Tónatröð á Akureyri verði fjarlægt. Húsið er aldursfriðað einlyft timburhús með kjallara og risi, byggt á árunum 1905 og 1906. Vegna fyrirhugaðrar byggingar fjölbýlishúsa við Tónatröð vilja skipulagsyfirvöld færa húsið á lóð í neðsta hluta Lækjargils, Lækjargötu 8. „Minjastofnun fellst ekki á beiðni um að húsið verði fjarlægt, hvort sem um ræðir niðurrif eða flutning ...“ segir í svari stofnunarinnar við erindi skipulagsfulltrúa bæjarins.

 

Nú spyrja flestir, er málið dautt. Öll skynsemi segir JÁ.

 

Það hefur komið fram í flestum umsögnum að þetta sé ekki skynsamlegt, þyngst vegur sú staðeynd að þeir innviðir sem fyrir eru á svæðinu ráða ekki við þessa miklu breytingu. Þar með eru öll rök á þann veg að verið sé að nýta þá innviði sem fyrir eru eru markleysa. Þarna þarf að byggja upp flesta innviði. Fráveita, rafveita, hitaveita, gatnakerfið og fleira þarf að byggja upp frá grunni. Skipulagsyfirvöld loka augum fyrir þeirri staðreynd.

 

Sömu skipulagsyfirvöld loka augum fyrir þeirri áhættu að byggja í bröttu landi í setlögum sem eru lítið sem ekkert rannsökuð alla leið.  Mætti kannski kalla það ráðslag áhættustjórnun.

 

Og nú kemur skoðun frá Minjavernd. Ætla ekki að kafa djúpt í þá álitsgerð í þessu bloggi en skora á alla að lesa hana hér á akureyri.net.

 

Eftir allt þetta ætti öllum að vera ljóst að það er óðsmannsæði að ætla að byggja háhýsi á þessum stað af ýmsum ástæðum. Minjastofnun segir og það liggur í orðunum. Þessi áætlun er skemmdarverk á ásýnd og eyðilegging  menningarverðmæta.

 

Þegar það bætist við ætti það að ná til bæjarfulltrúa að þetta gengur ekki.

 

Málið er dautt og ætti að gefa um það yfirlýsingu á næsta fundi Skipulagsráðs og ef ekki þar eiga bæjarfulltrúar að taka af skarið og blása þetta af.

 

Málið er dautt.


Er formaður skipulagsráðs búinn að gleyma spurningum kjósanda ?

20220129-IMG_0186Samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 24. febrúar síðastliðnum er nú búið að fela skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við breytingu á gildandi aðalskipulagi til samræmis við fyrirhugaðar framkvæmdir SS Byggis við Tónatröð. Margar áleitnar spurningar hafa vaknað í tengslum við afgreiðsluferlið sem ég tel mikilvægt að fá svör við áður en haldið er af stað í þá vegferð að kollvarpa forsendum og markmiðum aðalskipulags til að koma til móts við óskir verktakans. Þeim spurningum er hér með beint til formanns skipulagsráðs, Þórhalls Jónssonar og vænti ég þess að fá við þeim efnisleg svör.

(Vikublaðið )

Þetta er slóð á grein sem Hildur Friðriksdóttir skrifaði á Vikublaðið. Í greininni eru 8 spurningar til formanns Skipulagsráðs sem allar fjalla um Spítalabrekkuna og áform SS verktaka um að byggja þar háhýsi í boði ráðsins.

 

Þessar spurningar eru skýrar og vel orðaðar og ætti ekki að vera vandamál fyrir formann Skipulagsráðs að svara þeim. Enda er það skylda hans að bregðast við erindum kjósenda enda situr hann í umboði þeirra.

 

Ekki veit ég hvort hann hefur gleymt þessu, vill ekki eða þorir ekki að svara eða eitthvað annað.

 

Vonandi er ástæðan gleymska og ég minni hann hér með á þessar spurningar sem settar voru fram á opinberum vettvangi 17. mars 2022.

 

Styttist í að liðinn sé mánuður og ekkert bólar á viðbrögðum. Það ætti ekki að taka nema klukkutíma að svara þessu efnislega og ég skora á hann að drífa í þessu.

 

Það er stutt í kosningar og væri fróðlegt að áframsenda þær á oddvita framboðanna sem eru í boði í vor.

 

Það væri áhugavert að gera og sjá.

 

Jæja Þórhallur, nú er ráð að girða sig í brók og svara Hildi.


Er Strandgata 17 söluvara ?

2022 strandgata 17Bókun Umhverfis og mannvirkjaráðs vakti athygli mína. Eins og flestir vita eru húsin nr. 17 og 27 vandamál við hina merku Strandgötu sem er líklega fjölfarnasta gata á Akureyri hvað verðar ferðamenn. Þarna eiga þúsundir leið um og þetta er sú leið sem ferðamenn af skemmtiferðaskipum fara um á leið til Miðbæjarins. Leiðin er vörðuð upplýsingaskiltum um sögu svæðisins og vekja mikla athygli. 

 

Húsið númer 27 hefur verið í óboðlegu ástandi árum saman en hafist var handa við endurbyggingu þess og það lofaði góðu en strandaði fyrir löngu.  Húsið nr. 17 sem er í eigu bæjarins hefur einnig verið lýti og viðhaldi og umhirðu stórlega ábótavant af hálfu bæjarins. Bæði eru þessi hús friðuð vegna aldurs og hluti af heild.

 

Það lofað því góðu að ákveðið var að endurbyggja húsið í upphaflegri mynd. Flestir reiknuðu með að bærinn kæmi að því máli með reisn og myndarskap því vandséð var að nokkkur einstaklingur hefði áhuga og getu til að endurbyggja hús sem stendur við þjóðveg 1, lóðarlaust og líklega alveg ónýtt þegar það verður skoðað innan við múrhúðina.

Hvaða söluverð hugsar ráðið að sé sanngjarnt ?

 

En svo kemur þessi furðubókun ráðsins þar sem gert er ráð fyrir að húsið verði selt og kaupanda gert að endurbyggja húsið á sinn kostnað. Það er vandséð að nokkur maður fáist til að leggja milljónatugi í að endurbyggja hús með þeim kvöðum sem því eiga að fylgja, auk þess sem húsið mun seint verða söluvara sem íbúðahús á þessum stað og auk þess er húsið svo agnarsmátt að það mun varla uppfylla nútímakröfur um íbúðarhúsnæði

 

Óneitanlega velur þessi bókun áhyggjum. Hætt við að hún muni framlengja ástandið við Strandgötu um ófyrirsjáanlega framtíð og þarna muni ekkert gerast frekar en í húsinu spölkorn neðar við Strandgötuna.

 

Það eru vonbrigði að sjá þessa bókun sem lýsir metnaðarleysi og uppgjöf. Þetta hús á Akureyarbær að endurbyggja og nýta síðan sem safnahús fyrir gesti og gangandi. Ég er hræddur um að þarna verði aldrei íbúðarhús í nútímakerkingu þess orðs.

 

Strandgatan er ásamt Innbænum merkasta ferðamannasvæði Akureyrar ásamt því að vera ómetanlegur menningarafur  bæjarins. Þar þarf að vera boðlegt ástand til framtíðar.

 

Bókun ráðsins.

Strandgata 17 - framtíð hússins

 

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2022 varðandi framtíð Strandgötu 17. Það er álit umhverfis- og mannvirkjaráðs að nú sé best að auglýsa húsið til sölu með þeim fyrirvörum að rífa skuli þá hluta hússins sem leyfið nær til og innan ákveðins tímaramma. Einnig með fyrirvara um að húsið verði gert upp í samræmi við umsögn Minjastofnunar og um þær breytingar á lóð sem fyrirhugaðar eru vegna göngustígs við vesturhlið hússins. Þá munu fylgja sölunni þær tillögur sem þegar hafa verið unnar svo nýr eigandi hússins geti hafist handa og endurgert húsið. Það er mat umhverfis- og mannvirkjaráðs að það sé ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið fari í þá uppbyggingu á húsinu sem nauðsynleg er og farsælast sé að fela einkaaðilum að fara í þá vinnu.

 

2022 teikn


Þekkja bæjarfulltrúar og nefndamenn samþykktir Akureyrarbæjar ?

 

 

20211224-IMG_0226 Fyrir 21 ári samþykkti bæjarstjórn Akureyrar merka og ítarlega stefnu, Byggingalistastefnu Akureyrar.

 

Eins og flestir þekkja þá hefur margoft verið vísað til þeirrar stefnu þegar stórkallaleg áform Skipulagsráðs í Spítalabrekkunni koma til tals. Skipulagsráð og bæjarstjórn hafa ákveðið að halda áfram að vinna í aðalskipulaginu þrátt fyrir að flest hafi sagt þeim hingað til að sú vegferð er ekki skynsamleg.

 

Grunnskilyrði í þéttingu byggðar er að þar nýtist þeir innviðir sem fyrir eru við þá viðbót og uppbyggingu. Nú þegar hefur það komið fram að ekkert af þeim innviðum sem fyrir eru við Spítalabrekkunna duga til að ráða við það gríðarlega byggingamagn sem áformað er að reisa. Áformin munu verða bæjarfélaginu óhagkvæm og munu kosta skattgreiðendur gríðarlega fjármuni. Verktakinn ætlar síðan að hverfa frá þessu með fulla vasa fjár og skilja bæjarbúa eftir með kostnaðinn.

 

En þetta er aðeins hluti af því skemmdarverki sem fyrirhugað er á bæjarmyndinni. Það er sem bæjarfulltrúar og nefndamenn hafi aldrei heyrt af stefnu þeirri sem ég nefni í upphafi. Verkin fram að þessu benda til þess að ekkert eigi að fara eftir samþykktum bæjarins og vaða í villu og svíma með hagsmuni eins verktaka að leiðrarljósi.

 

Hér er slóðin á Byggingalistastefnuna ef einhver hefur áhuga að kynna sér hana. Mikið og metnarfullt plagg sem mér sýnist að lítið hafi verið gert með. Bæjarfulltrúar virðast allavegana telja þetta verðlausa möppustefnu sem þurfi ekki að fara eftir.

 

Byggingalistastefnan 

 

Hér eru nokkrir punktar í þessari rúmlega tuttugu ára stefnu sem bæjarstjórn samþykkti á sínum tíma.

_______________________________________

Markmið Akureyrarbæjar sem byggingarlistarstefnan byggist á, er að nýbyggingar og breytingar á eldri byggð á Akureyri skuli geta talist góð byggingarlist sem virðir og bætir bæjarmyndina (Aðalskipulag Akureyrar 1998 ? 2018). Í byggingarlistarstefnu bæjarins felist:

• Yfirlýsing um gæði bygginga bæjarins hvort sem er nýbygginga og endurbóta eldri húsa. Í henni skal m.a. kveðið á um það hvernig staðið skuli að hönnun, undirbúningi, byggingu, viðhaldi og rekstri húseigna bæjarins og annarra bygginga á Akureyri með það að markmiði að talist geti góð byggingarlist.

• Fræðsluvettvangur fyrir almenning og fyrirtæki.

• Árleg byggingarlistarverðlaun menningarmálanefndar.

• Jafnframt verði stefnt að því að haustið 2000 haldi Akureyrarbær ráðstefnu undir yfirskriftinni Byggingarlistarstefna ríkis og sveitarfélaga og er gert ráð fyrir slíku ráðstefnuhaldi í fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og byggingarnefndar.

 

Bæjarmynd Akureyrar Bæjarmynd Akureyrar hefur nokkra sérstöðu meðal bæja á landsbyggðinni. Gömlu hverfin eru stærri og heillegri en almennt gerist utan Reykjavíkur og 2-3 hæða hús með háu risi í brekku eru sérkennandi andlit bæjarins. Miðbærinn er vel afmarkaður og skilur sig frá öðrum bæjarhlutum sökum þéttleika, hæðar húsa og húsagerða. Þessi einkenni ásamt reisulegum húsum við Strandgötu, þéttri smáhúsabyggð á Oddeyri, gömlu timburhúsabyggðinni í Innbænum og steinsteypuhúsum frá fyrri hluta 20. aldar á neðri brekkunni gefa bænum skýr sérkenni.

Timburhús með turnum og útsöguðu skrauti eru hluti af byggingararfi Akureyrar og finna má sérstök byggingarefni og frágang þeirra s.s. steinskífur og steinblikk. Verndun byggingararfsins getur verið með margbreytilegum hætti. Til langs tíma var áherslan á verndun einstakra húsa sem þóttu markverð sökum menningarsögulegs eða listræns mikilvægis. Í seinni tíð hefur áhersla aukist á verndun húsasamstæðna, götumynda og yfirbragðs heilla hverfa. Þannig fá hús sem ekki þykja markverð ein og sér varðveislugildi sem hluti af heild. Því er oft gerður greinarmunur á húsvernd annars vegar og hverfisvernd hins vegar.

Vernda skal og bæta svæði eða hverfi sem hafa sérkennandi yfirbragð og eru mikilvægur hluti af bæjarmyndinni.

• Vernda skal og bæta þær byggingar sem taldar eru hafa byggingarlistrænt eða menningarsögulegt gildi. Varðveislugildi bygginga frá fyrri hluta og miðbiki þessarar aldar skal gefa aukinn gaum við afgreiðslu erinda um breytingar á byggðinni. Tryggt verði að hvert tímabil byggingarsögunnar eigi sér fulltrúa í bæjarmyndinni.

______________________________

 

Fara má á slóðina hér að ofan og fá stefnuna í heild sinni. Væri upplýsandi fyrir þá sem nú eru í þann mund að brjóta hana.

 

En alltaf má vona að bæjaryfirvöld átti sig á mistökunum og hætti við, annars gera bæjarbúar auðvitað ráð fyrir að jafn umdeildar skipulagsbreytingar fari í íbúakosningu eins og gert var á Oddeyrinni í fyrra.


Framsóknarflokkarnir á Íslandi og þöggunin.

2022 euRaymond Johansen, formaður borgarráðs Oslóar, segir tímabært að Norðmenn hefji samtal um inngöngu í Evrópusambandið. Samstarfsmaður hans í Verkmannaflokknum, þingmaðurinn Kari Henriksen tekur undir það viðhorf.

(ruv.is)

 

Þegar formaður Samfylkingarinnar stóð upp og ræddi að ný þyrfti að hefja samtal að nýju um inngöngu Íslands í ESG urðu fulltrúar Framsóknarflokkanna á Íslandi óðir og uppvægir. Fáránlegt að ræða þessi mál, hvað þá greiða atkvæði um að leyfa þjóðinni að ákveða slíkt að þeirra mati. Þeirra ær og kýr eru þöggun og hafna því að þjóðin hafi aðkomu. Þeir vilja hafa þessa í þingflokksherbergjum Framsóknarflokkanna þriggja í ríkisstjórn.

 

Nú er Noregur farinn að hreyfa þessum málum að nýju og nokkur samhljómur með þeim og Samfylkingunni á Íslandi. Allir hugsandi menn vilja ræða þessi mál og skoða frá öllum hliðum en ekki Framsóknarflokkarnir þrír. Þar gildir að þegja og halda málinu frá þjóðinni.

 

Það verður orðið einmanalegt þegar Ísland verður eitt eftir utan ESB. Þar verðum við líklega í ljúfum félagsskap Hvít Rússa, Rússa og ef til vill fáeinna enn.

 

Þá er afturhaldið í Framsóknarflokkunum þremur komið heim.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband