Er Strandgata 17 söluvara ?

2022 strandgata 17Bókun Umhverfis og mannvirkjaráðs vakti athygli mína. Eins og flestir vita eru húsin nr. 17 og 27 vandamál við hina merku Strandgötu sem er líklega fjölfarnasta gata á Akureyri hvað verðar ferðamenn. Þarna eiga þúsundir leið um og þetta er sú leið sem ferðamenn af skemmtiferðaskipum fara um á leið til Miðbæjarins. Leiðin er vörðuð upplýsingaskiltum um sögu svæðisins og vekja mikla athygli. 

 

Húsið númer 27 hefur verið í óboðlegu ástandi árum saman en hafist var handa við endurbyggingu þess og það lofaði góðu en strandaði fyrir löngu.  Húsið nr. 17 sem er í eigu bæjarins hefur einnig verið lýti og viðhaldi og umhirðu stórlega ábótavant af hálfu bæjarins. Bæði eru þessi hús friðuð vegna aldurs og hluti af heild.

 

Það lofað því góðu að ákveðið var að endurbyggja húsið í upphaflegri mynd. Flestir reiknuðu með að bærinn kæmi að því máli með reisn og myndarskap því vandséð var að nokkkur einstaklingur hefði áhuga og getu til að endurbyggja hús sem stendur við þjóðveg 1, lóðarlaust og líklega alveg ónýtt þegar það verður skoðað innan við múrhúðina.

Hvaða söluverð hugsar ráðið að sé sanngjarnt ?

 

En svo kemur þessi furðubókun ráðsins þar sem gert er ráð fyrir að húsið verði selt og kaupanda gert að endurbyggja húsið á sinn kostnað. Það er vandséð að nokkur maður fáist til að leggja milljónatugi í að endurbyggja hús með þeim kvöðum sem því eiga að fylgja, auk þess sem húsið mun seint verða söluvara sem íbúðahús á þessum stað og auk þess er húsið svo agnarsmátt að það mun varla uppfylla nútímakröfur um íbúðarhúsnæði

 

Óneitanlega velur þessi bókun áhyggjum. Hætt við að hún muni framlengja ástandið við Strandgötu um ófyrirsjáanlega framtíð og þarna muni ekkert gerast frekar en í húsinu spölkorn neðar við Strandgötuna.

 

Það eru vonbrigði að sjá þessa bókun sem lýsir metnaðarleysi og uppgjöf. Þetta hús á Akureyarbær að endurbyggja og nýta síðan sem safnahús fyrir gesti og gangandi. Ég er hræddur um að þarna verði aldrei íbúðarhús í nútímakerkingu þess orðs.

 

Strandgatan er ásamt Innbænum merkasta ferðamannasvæði Akureyrar ásamt því að vera ómetanlegur menningarafur  bæjarins. Þar þarf að vera boðlegt ástand til framtíðar.

 

Bókun ráðsins.

Strandgata 17 - framtíð hússins

 

Lagt fram minnisblað dagsett 24. mars 2022 varðandi framtíð Strandgötu 17. Það er álit umhverfis- og mannvirkjaráðs að nú sé best að auglýsa húsið til sölu með þeim fyrirvörum að rífa skuli þá hluta hússins sem leyfið nær til og innan ákveðins tímaramma. Einnig með fyrirvara um að húsið verði gert upp í samræmi við umsögn Minjastofnunar og um þær breytingar á lóð sem fyrirhugaðar eru vegna göngustígs við vesturhlið hússins. Þá munu fylgja sölunni þær tillögur sem þegar hafa verið unnar svo nýr eigandi hússins geti hafist handa og endurgert húsið. Það er mat umhverfis- og mannvirkjaráðs að það sé ekki hægt að réttlæta að sveitarfélagið fari í þá uppbyggingu á húsinu sem nauðsynleg er og farsælast sé að fela einkaaðilum að fara í þá vinnu.

 

2022 teikn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband