Er húsfriðunarhugsjónin komin út í öfgar ?

Ég er mikill húsafriðunarsinni...þ.e. ef húsin eru merkileg og þokkalega heilleg. Ég er þó ekki einn þeirra sem vil stöðva tímann og reyna að endurheimta og endursmíða fortíðina. Miðborg Reykjavíkur er sannarlega í hrikalegri niðurníðslu og á stórum svæðum er ástandið til hreinnar skammar.

Reynt hefur verið að klína sök af þessu á eigendur og þeir ásakaðir um að láta húsin grotna niður viljandi. Það má vel vera að þetta sé rétt en hefðu þessir eigendur keypt þessi hús ef þeir ætluð sér ekki að endurvinna þessa reiti og byggja nýtt og nútímalegt. Örugglega ekki.

En ef þeir hefðu ekki haft þessar væntingar og ekki keypt... hvar væri þetta statt þá ? Varla hefði ástandið verið nokkuð skárra. Það vilja fáir eða engir leggja fjármuni í að gera upp söguna...og hafa af því tómt tap. Ekki er húsfriðunarsjóður til nokkurs gagns. Við hér á Akureyri vorum heppin... KEA ætlar að bjarga málum því hugsjónamenn virðar ráða þar för en ekki endilega menn með endalaus gróðasjónarmið. Það er gott að eiga milljarða sem má leika sér með.

En staðan er skelfileg í Reykjavík. Hugjónamenn með lopahúfur og fornar hugsjónir eru að ganga allt of langt í verndaræðinu. Það hefur leitt til þess að ásýnd miðborgar Reykjavíkur er niðurnýdd kofaásýnd og óorði hefur verið komið á húsafriðun. Laugavegshúsin verða sennilega seint til nokkurrar prýði enda veit ég ekki hver ætlar að greiða fyrir lagfæringar á þeim kofum.


mbl.is Kraumandi óánægja kaupmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill Jón.  tek undir þetta með þér.

Óskar Þorkelsson, 29.3.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818109

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband