Bærinn minn.. mikið hefur breyst.

Þegar ég var polli voru íbúar á Akureyri rúmlega 7.000. Efsta gata bæjarins var Mýrarvegur og norðan Glerár voru stök hús á stangli og húsaröð með Höfðahlíð og Lyngholti. Akureyri hafði eignast spilduna milli Glerár og Lónsár 1955. Það var mikill léttir fyrir þáverandi bæjaryfirvöld því það stóð bænum fyrir þrifum að geta ekki stækkað til norðurs. Hugsunin var ekki kominn upp á Efri Brekku þar sem byggð reis síðar.

Mér er mjög minnisstætt þegar verið var að byggja syðstu fjölbýlishúsin við Skarðshlíð á árunum um og eftir 1966. Það þótt mikill stórhugur þegar teikningar lágu fyrir að fjölbýlishúsunum norður með Skarðshlíðinni. Sú gata er enn sú fjölmennasta á Akureyri en hún var fullbyggð á næstu 10 árum eftir að syðstu húsin risu.

Nú eru íbúar hér í bæ komnir á átjánda þúsund og margir hér langdvölum þó ekki sé um formlega heimilisfestu að ræða. Hundruð nema eru hér stærstan hluta ársins og hér eru hátt í 300 orlofsíbúðir sem sjaldan eru tómar. Það lætur því nærri að íbúar og langtímagestir séu nærri 20.000. Þetta er mikil fjölgun á 40 árum eða um næstum 2/3 í plús.

En hver er staða okkar ef jafn hratt fjölgar á næstu árum eins og gert hefur undanfarin misseri ? Byggðin er að þokast á ótrúlegum hraða suður Naustahverfi og þar er pláss fyrir 6 - 8 þúsund íbúa. Þegar eru þeir að nálgast fysta þúsundið og öll þróun hraðari en gert var ráð fyrir. Miðað við hraða undanfarinna ára gæti land verið uppurið í Naustahverfi fyrir árið 2020. Hvað er þá til ráða ?

Við eigum eftir landspildu milli Síðuhverfis og Lónsár, við eigum landspildu með sjónum norðan Krossaness og við eigum nokkuð land ofan Giljahverfis sem er þó varla inni í myndinni því það liggur nokkuð hátt. Þó gæti hluti þess nýst ef menn vilja fara hærra en nú er.

Landspildur sem ég nefni hér að ofan eru ekki víðáttumiklar. Naustahverfi er minna en Glerárhverfi og sneiðar sem ég nefni eru ekki víðlendar. Ef til vill þarf að taka hluta af landi nyrstu undir atvinnustarfssemi, en þar er gert ráð fyrir íbúabyggð samkvæmt aðalskipulaginu.

Auk þess eigum við Akureyringar nokkra reiti þar sem áformað er að þétta byggð samkvæmt aðalskipulagi 2005 - 2018. Það gæti skilað einhverjum hundruð íbúða ef vel er staðið að.

Þegar þessu er velt upp og skoðað í samhengi er staða mála hér að við sjáum fyrir endan á landsvæðum innan bæjarmarka Akureyrar í mjög náinni framtíð. Það er umhugsunarefni. Við höfum ekki efni á að bruðla með land og verðum að nýta það sem við eigum sem best. Það mun standa okkur fyrir þrifum og vexti ef þetta leysist ekki á næstu árum.

En hvernig munu þessi mál leysast ? Þróun Eyjafjarðarsvæðisins  er hröð og fyrirhuguð þróun atvinnulífs lofar góðu. Það er því nauðsynlegt að horfa á svæðið hér við Eyjafjörð í heild sinni til framtíðar og ég veit það að þróun í átt til sameiningar sveitarfélaga mun halda áfram þó svo hafi komið tímabundið babb í bátinn við síðustu tilraun. En við Eyfirðingar vitum að ef hér á að þróast öflugt mótvægi við suðvesturhornið þurfa hlutir að breytast hér með afgerandi hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir það að hratt þrengist að byggingalandi innan bæjarmarka Akureyrar. Mín sýn er þó sú að vandi bæjarins sé og verði mun meiri í útvegun iðnaðalóða/athafnasvæða en lóða undir íbúðarhúsæði. Þróun byggðar á Oddeyri mun hefjast á allra næstu árum og draga úr eftirspurn í öðrum hverfum.

Lóðir undir atvinnu/iðnaðastarfsemi eru ekki lengur til staðar í bæjarlandinu, þar er átt við iðnað sem krefst aðskilnaðar frá annari starfsemi vegna umfans og eðlis. Lóðir sem úthlutað er í Nejahverfi eru fyrir léttan iðnað, í smærri einingum.Stórar lóðir eru ekki í boði utan þeirrar sem Kjarnafæði fær. Það þar að huga að þessu á næstu vikum og mánuðum.

Hallur Heimisson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818072

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband