Réttur borgaranna að mótmæla...en !

Auðvitað er það réttur borgaranna að mótmæla óréttlæti og koma skoðunum sínum á framfæri. Það er eðlilegt og sjálfsagt að slíkt sér gert. Ég skil vel reiði og gremju bílstjóra sem eru að sligast undan kostnaði við rekstur bíla sinna. Það á svo sem ekkert sérstaklega við atvinnubílstjóra á stórum bílum, það á við alla.

En svo er það hvernig menn mótmæla og hvaða árangri þeir ætla að ná. Í þessu tilfelli voru þessar aðgerðir vanhugsaðar og ollu meiri gremju en samúð þeirra sem í lentu.

Of fá það svo upplýst að verið var að teppa helstu tengibraut höfuðborgarsvæðið og slökkvilið og sjúkralið ekki látið vita er stórkostlega ámælisvert. Hótun um að gera þetta aftur og yfirgefa bíla er enn alverlegra mál.

Það er ekkert sem réttlætir að aðhafast nokkuð sem getur stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu..... en það var óneitanlega gert með þessum vanhugsuðu aðgerðum. Sennilega tapaði hópurinn frekar samúð en vann hana.


mbl.is Lokun vegarins háalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé hér á blogginu að menn hneykslast á þessari aðgerð. Ættum við Íslendingar yfirhöfuð að vera að mótmæla? Ef þessi mótmæli teljast harkalega hvað þá með mótmæli í Danmörku eða Frakklandi? Þar hella menn dýraúrgangi á götur og þinghús.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða hvaða.. það var akkurat ekkert athugavert við þessar aðgerðir og vonandi verða þær sem víðtækastar í framtíðinni.  Það er alveg greinilegt að það er ennþá líf í þessari þjóð sem er orðin hálflömuð viljalaus og hefur látið yfirvöld vaða yfir sig alltof lengi..

Óskar Þorkelsson, 27.3.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef ykkur finnst í góðu lagi að snarblokkera einu leið sjúkra og slökkviðliðs í eftir byggðir Reykjavíkur... þá er það ykkar skoðun...en ekki mín... Gísli og Óskar. Það veit ég sem gamall björgunarsveitarmaður að maður gerir ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.3.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi leið er blokkuð alla daga milli 730 og 9.00 og svo aftur milli 1550 og 1730 vegna mikillar umferðar sem fer hænufet á 3 akreinum.  Reykjavík hefur verið svelt í umferðarmálum svo landsbyggðin fái sín göng í gegnum holt og hæðir.. ein blokkering í viðbót skiptir ekki nokkru máli og svo á slökkviliðið hjáleið sem er í gegnum neðrabreiðholt og árbæ ásamt því að aka móti umferð upp ártúnsbrekku.. einnig er hægt að aka í gegnum bryggjuhverfið upp í grafarvog.. og svo er slökkvistöð í holtinu fyrir ofan þessi mótmæli svo hvar var hættan Jón ?

Óskar Þorkelsson, 27.3.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Skaz

Jamm finnst að það mætti færa þessi mótmæli á Austurvöll þar sem að ráðamenn sjá hana með berum augum í stað sjónvarpsfrétta. Flautandi trukkar við Alþingishúsið er besta leiðinn, ráðamenn eru kannski blindir á mótmæli þar en þeir heyra nú flestir mjög vel ennþá...

Skaz, 27.3.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Finnst þér á þessar hremmingar bætandi sem þú telur upp ??

Jón Ingi Cæsarsson, 27.3.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þær athugsemdir um mótmæli á Austurvelli á fyrirfram auglýstum tíma ...eru sterkar og þannig aðgerðir styð ég heilshugar

Jón Ingi Cæsarsson, 27.3.2008 kl. 21:56

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

með illu skal illt út reka. 

Óskar Þorkelsson, 27.3.2008 kl. 22:01

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að taka lögin í sínar hendur er grafalvarlegt mál. Þetta eru hrien lögbrot sjá alm. hegningarlög: 168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr.[flugrán], þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.

Og:

176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.

Er þetta ekki alveg skýrt? Skyldu mótmælendur vilja axla þá ábyrgð á slysi sem hugsanlega hefði verið sennileg afleiðing af þessu ólögmæta athæfi? Eða að koma í veg fyrir að lögregla, brunabílar og sjúkrabílar hefðu komist leiðar sinnar? Þessi aðferð er vægast sagt mjög vanhugsuð.

Sjálfsagt er að hafa skoðanir og mótmæla. En það er ekki sama hvernig það er gert. Aðalatriðið er að ná árangri sem að er stefnt. Betra hefði verið að ná betur athygli ráðamanna með öðrum ráðum. Mælt er með að skrifa greinar og blogga, safna undirskriftum, mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið o.s.frv.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.3.2008 kl. 08:39

10 identicon

Það má skrifa langar greinar um aðferðafræði mótmæla. Eitt er klárt. Ekkert hreyfist án þess að lög bresti eða brotni í mótmælum. Þekktur athafnamaður kom einu sinn inn í landið með bjórkippu þrátt fyrir lög. Mývetningar sprengdu stíflu. Mér leiðist þegar lögum er veifað þó ég sé að eðlisfari löghlýðinn. Það má t.d. benda á í almennum verkföllum er klárlega "öryggi samgangna raskað."

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:25

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvar er verkalýðshreifingin '  Það heyrist ekki múkk í þessum dusilmennum varðandi þær hækkanir sem dynja á þjóðinni !   Hvar er stuðningurinn við Atvinnubílstjóra ?  Hvurslags ræflar eru í verkalýsðforystu ??

Afhverju heyrist ekkert í ráðamönnum þjóðarinnar varðandi þessi mál ?  Hvar í andskotanum er samgönguráðherra ??

Ég er orðinn svakalega leiður á þessum doða sem er í þessari þjóð sem kennir sig við víkinga og hetjur hafsins.. við erum orðin ræflar upp til hópa og þrælar bankakerfisins.

Afsakið orðalagið..

Óskar Þorkelsson, 28.3.2008 kl. 19:09

12 identicon

Það var mikið að einhverjir höfðu þor og kjark til að mótmæla þessum gengdarlausu hækkunum á eldsneyti og sköttum sem hafa verið sett á okkur sem vinna við akstur.

Allt tal um að þetta skapi stórhættu fyrir "einhverja" sem "hugsanlega" gætu lent í þeirri aðstöðu að komast ekki leiðar sinnar, er hræðsluáróður sem ekki á að taka mark á.

Við gætum líka sett dæmið þannig upp, að við að stöðva umferðina og hægja á henni, hafi "hugsanlega" og jafnvel "líklega" bjargast mannslíf, sem annars hefði farið förgörðum í ofsaakstri á tilteknum vegi er mótmælin fóru fram á!

Við lifum við handónýtt kerfi er varðar rétt fólks við að láta ekki ríkisvaldið trampa á sér, þökk sé þeim er þora að rísa upp úr aumingjaskapnum og vesaldómnum og láta verkin tala!

Vörubílastöðin ÞRÓTTUR ætti að skammast sín fyrir að sverja þessar aðgerðir af sér, þeir eins og alltaf láta aðra hafa fyrir hlutunum, sitja á sínum FEITA rassi á stöðinni og nöldra eins og gamlar kerlingar!

Er "Blýhólkurinn" ennþá í vinnu hjá ykkur? Nafnið segir allt sem segja þarf um þessa stöð!

Ævar (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband