Einokunarrisar stjórna stjórnvöldum.

Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að nýjum raforkulögum getur varpað milljarðakostnaði vegna lagningar raflína í hendur sveitarfélaga. Ef flutningslínu er valinn annar staður eða önnur útfærsla en sú sem Landsnet telur réttasta er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar breytingar um kostnaðarmuninn leiði útfærslan til aukins kostnaðar.

 http://www.visir.is/sveitarfelog-greida-sjalf-fyrir-raflinur-i-jord/article/2014707119969

 

____________

Landsnet er í eigu ríkisins, einokunarfyrirtæki sem stofnað var út úr RARIK á sínum tíma. 

Þetta fyrirtæki hefur farið sínu fram og fæstir ná að verjast yfirgangi þess sem oft er í formi yfirtöku lands og réttinda.

Nú á enn frekar að styrkja stöðu stofnunarinnar með að varpa ábyrgð yfir á sveitarfélög sem vilja verja rétt sinn í umhverfismálum í takt við nútímann.

Landsnet hefur uppálagt ríkisstjórn að sjá til þess að þeir og ríkið beri ekki kostnað af nútímavæðingu í línumálum landsins.

Hugsun sem þessi veldur manni vonbrigðum, nútíma hugsun í umhverfismálum hefur ekki náð fótfestu á Íslandi.

En sama hvort verður, eru það ekki alltaf neytendur sem greiða fyrir útlagðan kostað í vöruverði, þessu tilfelli raforku ?

Þessi tillaga gerir ráð fyrir að stórnotendur ( álrisar og fleiri ) sleppi við þennan kostnað og honum velt yfir á íbúa sveitarfélaganna.

Er það heilbrigð hugsun ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband