Handónýt ríkisstjórn - meira að segja Styrmir sér það.

Ef ekki verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu í einu eða öðru formi um afstöðu Íslendinga til ESB munu ríkisstjórnarflokkarnir stórtapa í þingkosningunum 2017. Þetta er mat Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. 

________________

Meira að segja Styrmir Gunnarsson sér að þetta er ónýt ríkisstjórn.

Kosningaloforð svikin,  ákvarðanafælni,  aðeins talað, ekkert framkvæmt, sbr afnám gjaldeyrishafta.

Þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrá og ESB slegnar af þvert á loforð. 

Kjósendur fengu ekki það sem þeim var lofað. 

Nefndir á nefndir ofan, talað fram í tímann, ekkert um framkvæmdir.

Talað niður til fólks, samráðsleysi, óvönduð vinnubrögð, fyrirgreiðsla fyrir forréttindahópa, skattalækkanir auðmanna, milljarða gjafir til stórútgerða.

Styrmir þarf svo sem ekki að hafa ófreskigáfu til að sjá þetta.

Ekkert annað en gefin niðurstaða fyrir ónýta ríkisstjórn. 

Framsókn með rúmlega 10%, Sjálfstæðisflokkur í sögulegu lágmarki.

Helmingur þingmanna horfinn, er það ekki efni í stórtap 2017 eins og Styrmir talar um ? 


mbl.is Spáir ríkisstjórninni fylgishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það hlýtur að leggjast vel í þig. En ekki minnist ég þess að þú hafir fordæmt "vinstri stjórnina" þó hún hafi ekki komið miklu í verk á síðasta kjörtímabili, af því sem hún lofaði. s.s. Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, endurskoðun á stjórnarskrá og Inngöngu í ESB,

Hreinn Sigurðsson, 10.7.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held ekki að íslendingum sé ESB svo mikið hjartans mál.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2014 kl. 17:47

3 identicon

Lítið að marka hvað Styrmir segir og lítt athyglisvert vegna tengsla hans við Davíð Oddsson og hversu hann er honum undirgefinn.

Segir stundum eitthvað af viti, hver gerir það ekki, eins og t.d. núna, en heldur síðan áfram að taka upp hanskann fyrir fyrir klepto- og plutokrata skersins.

 

Hann minnist oft á stórmálin þrjú, aðild að EU, ný stjórnarskrá og breytt fiskveiðistjórnarkerfi, en gerir samt allt sem hann getur til að hindra framgang málanna.

 

„Ég er búinn að fylgjast með Íslandi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta."

 

Skelfileg játning, en of veikgeðja til að segja skilið við klíkuna, lifir líklega í sýndarveruleika.

 

Á vissan hátt tragísk persóna, því þetta er greindur maður.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 17:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er allt útlit fyrir að lagt verði fram frumvarp á haustþingi þess efnis að INNLIMUNARUMSÓKN LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR og VG verði afturkölluð (og það eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta frumvarp fari í gegnum þingið)...............

Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband