Kristján Þór tekur framsóknarhroka á það.

http://www.ruv.is/frett/heilbrigdisradherra-visar-gagnryni-a-bug

 Heilbrigðisstofnanir í þremur heilbrigðisumdæmum verða sameinaðar í haust. Sameiningarnar taka gildi fyrsta október og eftir þær verða þrjár heilbrigðisstofnanir, á Norðurlandi, Suðurlandi og á Vestfjörðum, í stað ellefu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, sagði í fréttum RÚV í gær að sameiningarnar væru ruddalegar og gagnrýndi Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir skort á samráði. Í sama streng tók Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kristján Þór gefur lítið fyrir þá gagnrýni. 

( ruv.is )

Heilbrigðisráðherra hefur farið sér hægt í það rúma ár sem ríkisstjórnin hefur starfað.

Hann hefur að vísu komið sjúkraflutningamálum í landinu í uppnám en það var án hávaða.

Nú virðist sem ráðherrann hafi farið í spor Framsóknar og tekið ákvarðanir á samráðs.

RUV orðaði það þannig að ráðherra gæfi lítið fyrir mótmæli sveitarstjórnarmanna.

Þetta minnir á aðferðir og afgreiðslu ráðherra framsóknarráðherra aftur og aftur.

KJÚL  er líklega dottinn í framsóknargírinn hvað þetta varðar.

Gefur lítið fyrir.... ( ríkið, það er ég, sagði einhver um árið ) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei þessu vant verð ég að vera ósammála þér núna, Jón Ingi. Ég held nefnilega að útfrá hagsmunum fólksins, sem þarf að njóta þjónustu heilbrigðisstofnananna, sé tryggara með þessu móti að íbúar á þessum svæðum fái þjónustu sérfræðinga án þess að þurfa að leggja á sig löng ferðalög til þess, sem og sé þeim fjármunum, sem til grunnþjónustunnar er varið, beint í þjónustuna sjálfa en ekki einhverja toppa og kontórista. Það er meira atriði að Jón og Gunna, sem veikjast og þurfa á aðstoð heilbrigðisstarfsfólks að halda fái hana þar og þegar þörfin krefur, en hvort einhverjir forstjórar og kontóristar fái launatékkana sína mánaðarlega.

E (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 18:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var enginn hroki í fyrrverandi ráðherra LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, sem gegndi þessu sama embætti????????

Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818185

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband