Skemmdarverkastarfssemi Sjálfstæðisflokksins.

 

Sjálfstæðisflokkurinn reynir allt til að vinna skemmdarverk á þingi. Þessi síðasta uppákoma sem líklega er hönnuð hjá Móra í Hádegismóum og hafði þann tilgang að tefja mál enn einu sinni og drepa á dreif.

Mér finnst svolítið dapurlegt að heyra Kristján Þór Júlíusson taka þátt í þessum hráskinnaleik, vitandi betur og mér fannst málflutingur hans dapurlegur.

Vonandi gefa alþingismenn okkur landsmönnum það í áramótagjöf að fara að vinna af ábyrgð með hagsmuni okkar allra að leiðarljósi og hætti að vinna á flokkslegum nótum.


mbl.is Guðbjarti misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við það sem ég hef séð af störfum Alþingis undanfarið

sé ég ekki betur en samfylkingin og vg

séu einfær um að skemma fyrir sér og þurfi ekki  aðstoð

Eða hver hélt upplýsingum leyndum og fl.fl

slík og þvílík eru vinnubrögðin

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:42

2 identicon

Þú telur vald og útsjónarsemi Davíðs ótrúlegt! Held að þið vinstri menn hafið miklu meiri trú á honum en Sjálfstæðismenn! :)Vona enn að Icesave verði fellt. Annars flagga ég í hálfa stöng og mun hvetja börnin mín sem eru í háskólanámi erlendis til að setjast þar að. Vinstri stjórn er að takast það sem erlendum skúrkum, dönskum yfirvöldum og óvinum landsins hefur ekki tekist í gegnum tíðina; að drepa niður baráttuvilja og þjóðerniskennd Íslendinga.

Soffía (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:49

3 identicon

LOL

Ertu að horfa á árs gamlar fréttir mar... Sjálfstæðisflokkurinn skemmdi í fyrra (og öll hin árin)

Nú eru SF þeir sem skemma  ! Hættu að horfa á  gamlar upptökur og sjáðu hvað "vinir" þínir eru að gera.

btg (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvort sem það er Davíð eða einhver annar sem hugsar upp ótrúlegar bullfléttur til að tefja mál alþingis þá verður það einmitt akkilesarhæll Sjálfstæðisflokksins að hafa Davíð sem aðalmálsvara sinn gagnvart almenningi. Bjarni Ben er því miður búinn að skrá sig af mælendaskrá fyrir land og þjóð um alla framtíð.  Hann er kannski fallegur í framan og hefur æft leikrænar stellingar til að sýnast flottur á myndum í ræðustól en innihaldið er ekkert og stendur ekki til að bæta það því gáfurnar eru ekki nógu miklar. Svo það er Davíð sem stýrir flokkinum. Kristján fyrrverandi bæjarstjóri hefði verið betri formaður en hann hefur ekki bakhjarla til þess. Svo enn er það Davíð sem stýrir flokknum.Ég vona að hann stýri honum sem lengst því á meðan getum við sem viljum halda flokknum sem lengst utan ríkisstjórnar andað léttar.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokkins muni greiða atkvæði í kvöld - það verður eins og öll vinna og aðkoma flokksins að þessu stóra máli - að ábyrgð og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Óðinn Þórisson, 30.12.2009 kl. 18:44

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta er nú bara sami Kristján Þór og þið sáuð ekki sólina fyrir þegar þið voruð að mynda Möllersmeirihlutann í bæjarstjórn Akureyrar. Nú ef ég man rétt starfar sá meirihluti enn og það með Kristján Þór innanborðs. Síðan Samfylkingin var stofnuð hefur hún staðið sig sérlega vel í að koma Sjálfsstæðisflokknum til valda, bæði í ríkis og sveitastjórn.

Víðir Benediktsson, 30.12.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband