Ísland og flokkshagsmunirnir.

 

Formenn hrunflokkana eru samir við sig. Þeir leita allra ráða til að tefja mál á Alþingi og leggja stein í götu allra mála sem hreinsunardeildin eftir þá er að reyna að koma fram.

Enn einu sinni reyna þeir með tilliástæðum að tefja umræðu um Icesave og leggja ofurkapp á að tefja og eyðileggja þessa mikilvægu afgreiðslu.

Á meðan horfa þjóðir heims á skrípaleikinn á Alþingi og við þeim blasir hjörð sem ræður ekki við það verkefni sem henni var falið..

Reisa Ísland úr rústum frjálshyggju, fyrirgreiðslu og pólitískrar spillingar þeirra flokka sem harðast berjast gegn endurreisninni.

Þar sjá þjóðir heims hjörð þingmanna sem ráfa um eins og höfuðsóttarrokkur og vita hvorki í þennan heim né annan.... grátleg samkoma.


mbl.is Leynd sem verður að skýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Grátlegasta samkunda þjóðarinnar er Samfylkingin.  Þú talar um hreinsunardeild og póltitíska spillingu. Líttu þér nær. Skoðaðu hvernig þinn eigin flokkur hagar sér. Og gleymdu því ekki að SF er einn hrunflokkanna. Hver var bankamálaráherra sem svaf allan tímann útí móa þega allt var að hrynja? Hver er nú orðinn formaður bankaráðs Íslandsbanka? Hvað er Ingvi Örn Kristinsson að vesenast í félagsmálaráðuneytinu? Hvað skyldu þeir hafa í laun Hrannar B. og Einar Karl sem snúningadrengir Jóhönnu? Ég gæti haldið áfram í allan dag. Sf hefur raðað gæðingum sínum á jötuna og brotið stjórnsýslulögin nánast á hverjum einast degi í marga mánuði. Það kallast einfaldlega spilling á góðri íslensku.

Sigurður Sveinsson, 30.12.2009 kl. 07:27

2 identicon

Ekkert svar frá Jóni ?

.... er það komið frá Jóhönnu ? :)

Aron Ólafsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 07:52

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður.. Samfylkingin velur ekki menn í bankaráð einabanka..sem auk þess eru í eigu útlendinga að meirihluta.. það veistu og það er ljót að reyna að skrökva í fólk.

Samfylkingin var við völd í 15 mánuði fyrir hrun.. þetta hrun var búið til á valdatíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem stóð samfleytt í 12 ár. Þetta hrun var fyrirséð þegar árið 2005 eins og allir sérfræðingar hafa lýst og þú virðist ekki skilja eða vita..enda að verja hrunflokkana.

Allir vita líka nema þú að bankamálaráðherrann var sá eini sem axlaði ábyrgð og sagði af sér þó nú sé upplýst að hann vissi ekki hvað DO og Haarde voru að bralla... þú ert lítill kall að reyna að koma sök á aðra... sorglegur.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.12.2009 kl. 07:58

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þegar sumir menn verða rökþrota kalla þeir andstæðinga sína litla kalla og sorglega. Það lít ég á sem hrós til mín frá þér.Auk þess rekst hvað á annað í málflutningi þínum eins og fyrri daginn. Ef hrunið var fyrir séð árið 2005 ætti SF að hafa notað tímann eftir að hún myndaði stjórn með íhaldinu 2007. Hvað var formaður ykkar, Ingibjörg Sólrún að gera allan tímann? Á árinu 2008 mátti hún alls ekki vera að neinu nema að spreða hundruðum milljóna út í loftið vegna fáfengilegrar tilraunar til að komast í Öryggisráð SÞ. Dvaldi við pönnukökubakstur í USA í stað þess að taka til hendinni hér heima. Björgvin Sigurðsson hefur aldrei axlað ábyrgð á einu eða neinu. Póltitískt trikk hans korteri fyrir kosningar gekk einfaldlega í lýðinn sem kaus hann hér í suðurkjördæmi. Hann ber þó mikla ábyrgð á hruninu hér í fyrra eins og allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar SF. Svo vona ég að þú sofir vel næstu nætur þó litlir sorglegir kallar séu að hrekkja þig og flokkinn þinn.

Sigurður Sveinsson, 30.12.2009 kl. 08:37

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Jón Ingi

Það er án tilgangs að reyna að ræða málin við suma sem tjá sig opinberlega líkt og Sigurður Sv. Moldviðri skal ríkja og ábyrgðarlaust bull yfirgnæfir alla umræðu. Sigurður notar aðdróttunarstílinn - hvað er þessi að að gera þarna og hvað hefur þessi í laun??

Eina góða afleiðingin af svona afstöðu er vellíðan Sigurðar sjálfs. Hann telur sig sjá andskotann í Samfylkingunni og honum líður betur og betur eftir því sem hann telur sig sjá fleiri dæmi sem „sanna“ hugarórana.

Hann er sorglegt dæmi en ekki það eina sem við höfum um þessa tegund bloggara.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.12.2009 kl. 08:39

6 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Jón Ingi ekki eru þetta nú mjög haldbær rök hjá þér.

Þú ættir að vita vel að það er skilanefndin sem tilnefnir allavega nokkra einstaklinga í bankaráðið. Er þá nokkuð skrýtið að hann velji sem stjórnarformann þann eðal krata sem skipaði hann sjálfan í skilanefnd þegar Hr. Jón Sigurðsson var yfir FME?

Magnað hvað reynt er að gera sífellt lítið úr Samfylkingunni í ríkisstjórn, nánast reynt að segja að hún hafi aldrei verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki.

Bankamálaráðherrann Björgvin G. Sigurðarson axlaði enga ábyrgð og haldandi því fram að hann hafi gert svo er fáránlegt.
Það eina sem maðurinn gerði var að slá upp ryki og sagði af sér EFTIR að hann gerði sér grein fyrir að stjórnin var hvort eð er fallin. Hverskonar öxlun á ábyrgð er það eiginlega?

Carl Jóhann Granz, 30.12.2009 kl. 08:48

7 identicon

Jón og Hjálmtýr, las hvorugur ykkar fréttina sem bloggið er hengt við.  Samfylkingarembættismaður hélt upplýsingum viljandi frá Samfylkingarráðherra, hefur síðan neitað að koma fyrir viðskiptanefnd. Þessar upplýsingar komu frá lögmannsstofu ríkistjórnarinnar, ekki keypt af stjórnarandstöðunni.  Er trú ykkar svo blind að þið sjáið ekkert athugavert við þetta, ef svo er þá er varla hæg að áfellast stuðningsmenn svokallaðra hrunaflokka fyrir sína blindni.

Það sem mér finnst hvað ömurlegast er að vanhæfni, flokkapot, sérspilling og annar subbuskapur sem viðgekkst fyrir hrun og fjöldamótmæli í boði Framsóknar og Sjálfstæðis er enn til staðar, óbreyttur og það eina sem heyrist frá stjórnvöldum er að tæknilega sé þetta og hitt ekki á þeirra starfssviði.  Það hefur ekkert breyst.  Ég minni á Björgólf og gagnaverið, fyrri ríkistjórn var gagnrýnd fyrir að selja honum banka út á krít.  Máltækið sem virðis best eiga við er, "Fool me once, shame on you, fool me twice, shame on me!"  Núverandi ríkistjórn virðist sérhæfa sig í að yrkïngu seinniparta og kvarti um fyrri parta.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818206

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband