29.11.2009 | 09:19
Leikskóladeild Sjálfstæðisflokksins leikur sér fram á nótt.
Í litla leikhúsinum við Austurvöll leikur stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins sér að þolinmæði þjóðarinnar. Eins og kemur víða fram í bloggheimum er fólki farið að blöskra þessi fíflagangur sem á sér stað í þingsölum.
Maður eiginlega er orðin úrkula vonar að þetta fólk sem þarna starfar...sérstaklega ákveðinn hluti stjórnarandstöðunnar með helstu sökudólga efnhagshrunsins í broddi fylkingar, höndli heilbrigða skynsemi.
Þetta er sorglegur og bjánalegur leikur sem maður sér eiga sér stað í þingsölum. Meðan Róm brennur leikur leikskóladeild Sjálfstæðisflokksins sér að fjöreggi þjóðarinnar og tefur endurreisinina með öllum ráðum.
Líklega eru þeir komnir að barmi taugaáfalls í skelfingu sinni um hvaða úrreið þeir og flokkur þeirra muni fá í skýrslu rannsóknarnefndarinnar í febrúar... í það minnsta er þeim ekki sjálfrátt.
Deildu um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að verða úrkula vonar að stjórnarþingmenn mæti í vinnuna.
Óðinn Þórisson, 29.11.2009 kl. 11:00
Í hvaða aðstöðu ert þú, Jón Ingi, að tala fyrir hönd þjóðarinnar?
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.11.2009 kl. 11:19
Eitthvað held ég að þú sért að misskilja hugtakið "fjöregg þjóðarinnar" en sem betur fer er Jóhanna enn með á nótunum þegar rætt er um fjöreggið. Reyndar er þetta frá þeim tíma þegar Jóhanna var enn skynsöm og hafði vit á að hafa efasemdir en það er víst liðin tíð. http://www.althingi.is/johanna/pistlar/safn/000360.shtml
Víðir Benediktsson, 29.11.2009 kl. 11:49
Ekki stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn dagskrá þingsins. Deilurnar snúast um forgangsröð málefna. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Icesave málið víki og mikilvægari mál okkar komist að.
Icesave málið er í raun tæplega þingtækt - það ætti að vísa Icesave málinu í nýtt samningaferli með dagskrártillögu um að vísa málinu til Fjárlaganefndar með samþykkt um að hefja nýjar viðræður - og biðja Evu Joly að stjórna þeim viðræðum.
Eva Joly býr yfir sérþekkingu á við refsilögjöf í Evrópu og er því hæfasta manneskja sem við getum fengið - til að leiða samningaviðræður við Breta.
Eva Joly getur bent Bretum á - í slíkum viðræðum - hvaða refsilöggjöf þeir hafi brotið með beitingu hryðjuverkalaga á Íslensku þjóðina -í upphafi bankakreppu - og hvaða lög þeir séu að brjóta á okkur í alþjóðarétti með því að beita okkur kúgunum í neyðarstöðu.... reyna að kúga okkur til að láta þjóðþing okkar (Alþingi) samþykkja skuldbindingar sem við eigum ekki að samþykkja....
Ég skora á þig að ná um þetta þverpólitískri sátt - Icesave málið í þriðju viðræður um samning og leitað verði til Evu Joly til að leiða viðræðurnar
Kristinn Pétursson, 29.11.2009 kl. 12:09
Það sem er sorglegast við þetta icesave mál er að farið er í viðræður með skottið milli lappanna og undir þeim formerkjum að ekki megi styggja ESB - því við ætlum að sækja um aðild og það sé svo svakaleg tímapressa á aðildarumsókn...
Öll samningsstaða er því gefin upp á bátinn, í tvígang, þrátt fyrir að forsendur kröfunnar um að við eigum að borga þetta allt séu í besta falli hæpnar! Ótrúlegt!!!
Ég næ ekki upp í nef mér yfir þessum gengdarlausa pólitíska aumingjaskap sem hefur einkennt öll samskipti íslenskra stjórnvalda í garð erlendra stjórnvalda og stofnana (AGS) undanfarið ár. Út með allt þetta lið og inn með utanþingsstjórn.
Haraldur Rafn Ingvason, 29.11.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.