Það verður ekki persónukjör núna.

Auðvitað verður ekki persónukjör í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Málið er fallið á tíma og svona mál á ekki að keyra í gegn órædd og óunnin af prinsipástæðum. Flestir flokkar eru farnir að tilkynna hátt sinn næsta vor og það eitt sýnir að málið er ekki á dagskrá hjá þeim sem eiga að bera hitann og þungann af þeim verkum.

Síðan er bullandi ágreiningur um frumvarpsdrögin þannig að mér er til efs að nokkur meirihluti sér fyrir málin á þingi eins og það liggur fyrir.

Kannski er það svolítið feimnismál hjá þingmönnum að viðurkenna að þeim líst ekkert á frumvarpið og þá hugmynd að reka prófkjörsbaráttu inn í kjörklefann. Kannski eru menn hræddir um eigin rass í þannig umhverfi og feimnir við að viðurkenna það.

Ég man ekki eftir því að nokkrur þingmaður hafi lýst stuðningi við málið eins og það liggur fyrir...en má vera að það hafi farið framhjá mér.

Ég átta mig ekki á umræðum þingmanna um að þetta mál sé enn í vinnslu og svara því ekki afdráttarlaust að þetta er fallið á tíma..... sem allir aðrir sjá og vita.


mbl.is Er persónukjörið að falla á tíma í þinginu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hárrétt.  Ég er ekki á móti persónukjöri, því það er framtíðin að auka val kjósenda. Það verður samt að gera á vandaðan hátt og með víðtækri samstöðu.

Jón Halldór Guðmundsson, 30.11.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já. sitjandi þingmenn eru iðnir við að verja sín persónulegu hagsmunamál.  Persónukjör dregur úr öryggi þeirra til endurkjörs og röðunar á framboðslista. Hinn almenni kjósandi fengi alveg óbærilega ráðandi vald...

Í vor var því slegið upp að tíminn væri of naumur - frá þeim tíma verður ár liðið þegar "kosið" verður til sveitastjórna . Og enn er tíminn of naumur. Sennilega dugar eilífðin ekki til...Mjög margir ætla að sitja heima og kjósa ekki -verði óbreytt ástand og lýðræðið ekki aukið.  Fólk er að missa alla trú á þessu stjórnmálaliði- við sjáum sirkuslífið á Alþingi núna...

Sævar Helgason, 30.11.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband