Flokkurinn hugsar um sína.

 Sérkennilega uppákoma átti sér stað á INN ... stöðinni hans Ingva Hrafns. Hann sem eigandi ritskoðar þátt af dagskrá af því bara. Bæjarstjórinn Ásgerður Halldórsdóttir vildi eða nennti ekki að mæta á stöðina hans Ingva þó þetta sé innmúruð flokkshestastöð. Segir kannski einhverja sögu um stöðina sem slíka.

"Jón Kristinn kvaðst hafa boðið tveimur frambjóðendum, Ásgerði Halldórsdóttur og Guðmundi Magnússyni, sem keppa um 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi á morgun að koma í þáttinn. Ásgerður afboðaði komu sína sakir anna og því mætti Guðmundur einn í þáttinn sem tekinn var upp í dag.

„Ég ákvað að halda mínu striki, tók upp þáttinn og hann var mjög góður. Ingvi Hrafn tók ákvörðun um að senda þáttinn ekki út fyrst Guðmundur var einn,“ sagði Jón Kristinn.  Hann segir að Ingvi Hrafn hafi gefið ástæðu fyrir ákvörðun sinni."

Svo mörg voru þau orð.

En svo þegar þátturinn er klár og á leiðinni í loftið vaknar bæjarstjórinn við vondan draum og lætur Ingva Hrafn stoppa málið. Að vísu mun Ingvi Hrafn neita slíkum fullyrðingum en ljóst að innmúraður Vallhallarfélagi, Ásgerður Halldórsdóttir hefur þræði til að kippa í og þeir liggja beina leið til eigandans sem tekur þáttinn af dagskrá. Stjórnandinn, Jón Kristinn er mjög ósáttur enda er þátturinn kominn á netið í heild sinni þannig að hinn nýji frambjóðandi, sem mátti vera að því að mæta fær sitt "moment" þrátt fyrir að Valhöll hafi reynt að spyrna við fótum.


mbl.is Þátturinn tekinn af dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ekki er sagan búin þar því Moggamenn birta frétt um þetta mál (sem flestum er sama um) og passa sig að linka á þáttinn á netinu.

Núna fær þessi þáttur miklu meira áhorf en ef hann hefði bara verið sýndur á ÍNN 

Karma (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Ingi Akureyringur, ertu til í að hjálpa mér með einn greiða ? við hér á Nesinu allavegana mín rúm 50 ár sem og mömmu, ömmu, afa, langömmu og langafa höfum komist hér af án mikils umtals / viltu fara vel með þetta ? þætti vænt um það

með bestu kveðju

Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 6.11.2009 kl. 21:24

3 Smámynd: TómasHa

Er þetta nú ekki villandi fyrirsögn? Er ekki Guðmundur einnig Sjálfstæðismaður og er verið að sjá um hann?

TómasHa, 6.11.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Benedikta E

Kæri Jón Ingi.

Nú hefur þér yfirsest !

Þér væri sko nær að skrifa um Samfylkingar borgarfulltrúana í Reykjavík - Dag B. Eggertsson - sem er í borgarráði en mætti ekki á fundi þar í þrjá mánuði mars - apríl - maí...............! Vegna annríkis við önnur hugðarefni - af eðlilegum ástæðum að hans eigin sögn.

Hann Dagur var líka í stjórn Faxaflóa hafna af 11 fundum sem haldnir hafa verið í stjórninni á árinu - hefur Dagur mætt á 4 - á hina 7 fundina hefur Björk Vilhelmsdóttir mætt fyrir hann - Dagur hefur ekki sagt sig frá launum þó hann sinni ekki starfinu - borgin greiðir honum launin og varamönnunum einnig.

Dagur er varaformaður Samfylkingarinnar - hann hefur verið að sinna sínum hugðarefnum - en sett borgarmálastarfið í afgangsstærð á fullum launum frá útsvarsgreiðendum borgarinnar........! 

Þarna færðu fullt að skrifa um.

Það er nú bara eins og að reka tunguna upp í vindinn að skrifa um sjálfstæðisfólkið á Seltjarnanesi og einhvern þátt eða ekki þátt hjá Yngva Hrafni!

Glætan - Jón Ingi þú sem ert vanur að skrifa um það sem bragð er af.

Benedikta E, 7.11.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Benedikta... ég er ekki að skrifa um fólkið á Seltjarnarnesi..það er bara með í þessu drama..ef þú skilur ekki ..þá skal ég upplýsa þig. Ég er að blogga um sjónvarpsstjórann sem ritskoðar efni og tekur af dagskrá af því það hentar honum..

Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2009 kl. 00:44

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá Ingva Hrafni og styð ég hana.

Óðinn Þórisson, 7.11.2009 kl. 10:16

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þá vitum við að Óðinn styður íthlutun og stjórn eiganda fjölmiðils til efnis og flutnings.... áhugavert.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.11.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband