Hjalteyri í byrjun nóvember.

Hjalteyri herring factory.

 

 

Veðurblíðan að undanförnu er yndisleg. Snjórinn sem féll í október er löngu farinn af láglendi og lítið eftir efst í fjöllum.

Kaldbakur er nánast auður og litirnir í sölnuðum gróðrinum á Hjalteyri er stórkostlegir... slær gylltum bjarma á sölnað grasið og skuggar sólar eru langir og ramma inn fegurðina á björtum nóvemberdegi.

 

Í dag fannst manni mikli frekar að það væri september...aðeins langir skuggar eftirmiðdagssólarinnar sýndu manni svo ekki verður um villst að það styttist í að sól fari að hækka á ný. Það var friðsælt á Hjalteyrinni í dag... sá ekki einn einasta mann á ferli og engir bílar trufluðu kyrrðina. Aðeins fáeinir sjórfuglar svifu um golunni. Reyndar sá ég einn skógarþröst sem skaust upp úr skurði og hvarf samstundis ofan í þann næsta. Kannski eru þrestirnir að taka sér vetrarsetu á Hjalteyrinni eins og hrossagaukurinn sem ég hitti í febrúar í vetur á Svalbarðseyrinni. Það er heita vatnið á báðum stöðum sem gefur góð skilyrði á völdum stöðum fyrir þá fugla sem vilja setjast að yfir veturinn.

Sunny day in novemberThe mountain Kaldbakur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818230

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband