Kemur ekki á óvart.

Það hefði komið á óvart ef Lilja Mósesdóttir hefið tekið sönsum. Því reiknaði svo sem engin með í ljósi sögunnar og hvernig hún vinnur.

Gallinn er bara sá að hún er bara á móti en hefur engar lausnir aðrar til að bjóða upp á.

Það er óábyrgt og er því aðeins pólitískskur poppulismi að vera á móti. Væri allt annað ef hún hefði boðið þjóðinni upp á aðrar hugmyndir og betri en svo hefur ekki verið.

Enda er ætlaði hún í framboð með hinni stefnuföstu og ábyrgu Borgarahreyfingu sem nú hefur brotnað upp í frumeindir sínar. En svo fór ekki og VG landaði þessum happafeng.


mbl.is Skuldir 434% af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sönsum? Þvílíkur hroki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.11.2009 kl. 13:39

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er bara skandall að vera ekki á sömu skoðun og Samfylkingin. Þetta lýðræði er bara vesen. Sovét til forna og Kína eru þjóðir sem kunnu að meðhöndla fólk sem gat ekki tekið "sönsum"

Víðir Benediktsson, 1.11.2009 kl. 14:31

3 identicon

Mér sýnist hún nú bara vera með góðan sans, og þorir að auki að standa á sinni meiningu. Fyrirmyndarkona.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi yfirlýsing Lilju í Silfrinu í dag um að hún styðji EKKI Icesave veltur upp spurningunni hvað GERIR t.d Ögmundur - hann eins og Lilja tengja EKKI stuðning sinn við ríkisstjórnina við Icesave ÞÓ svo að Jóhanna geri það.
Lilja á hrós skilað að þora að hafa sjálfstæða skoðun EKKI er hægt að segja það SAMA um þingmenn Samfylkingarinnar - ÞVÍ MIÐUR -

Óðinn Þórisson, 1.11.2009 kl. 15:46

5 identicon

Svo viljugt er Samfylkingarfólk og VG að drekkja heimilunum í skuldir vegna óstórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks síðustu tvo áratugi að manni blöskrar.   Ég eiginlega mæli með að allt Samfylkingarfólk, líka VG, verði því sérstaklega eyrnamerkt þeirri skattheimtu sem við nú stöndum frami fyrir vegna erlendra skuldasöfnunar "þjóðarinnar". 

Það er af völdum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar sem þetta ástand er á þjóðarbúskapnum.  Almenningur ber ekki ábyrgð á þeim kuldum sem nú á að skrifa þjóðina fyrir, einungis sínum persónulegu skuldum.  Þið, þetta stjórnmálapakk, getið bara drekkt ykkur og ykkar fjölskyldum í afleiðingum þess fjármálasukks sem þið hafið valdið samfélaginu.  Það var stjórnmálaklíkan, allt aftur til gömlu fjórflokkanna í samfélaginu, sem kóaði fjármálasukk útrásarinnar, ekki almenningur og almenningur ber því þar enga sök. 

Hættið að gera þjóðina samseka ykkar glæpaverkum, þið stjórnmálabullur.  Kjósendur ráða engu þegar á hólminn er komið.  Þið ráðskist með almenning, bruðlið með sameiginlega sjóði og reisið ykkur bautasteina á okkar kostnað.  Þegar við andmælum spillingarverkum ykkar, misnotkun á valdi og ógætilegri meðferð almannafjár, þá rís upp í ykkur hrokinn og við ráðum í raun engu um hvernig þið hagið ykkur þegar á hólminn er komið.  Hættið því að gera okkur samábyrg á afleiðingum óhæfuverka ykkar.  Almenningur ber hér enga ábyrgð, það eru stjórnmálaöflin sem hafa leitt þessa þjóð í ógöngur.  Fjármálasukk og stórtækar eignatilfærslur, í einkavinavæðingu síðustu ára, eru alfarið á ábyrð stjórnmálaflokkana frá ríki til bæjarfélaga.    Það þarf að draga fyrrum leiðtoga þjóarinnar til ábyrgðar í þessum málum, varpa þeim í dýpstu dýflissur, það er ekki nóg að þeir segist bera ábyrgð eða biðjist fyrirgefningar.    

Jón, vertu nú sá maður sem þú þykist vera, láttu hafa af þér ævistarfið, gera þig eignalausan svo greiða megi þessar erlendu skuldir.  Ekki draga það að axla ábyrgð.  Vertu samt ekki að draga aðra með þér niður í þeim efnum.   Þjóðin  hefur liðið nóg fyrir óhæfuverk stjórnmálaaflanna.  Lilja er meiri karakter en þú, ræfils tuskan þín. 

Hnefi (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:26

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 Yndislegt hvað þið Sjálfstæðis - Framsóknarmenn eruð hrifnir af Lilju Móses og fleirum sem þið hafið hingað til kalla Sossa eða öðrum slíkum nöfnum.... en mér finnst það skemmtilegt hvernig þið skallið og smaðrið fyrir fólki sem kannski gæti hentað flokkhagsmunum ykkar..

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa allir sjálfstæða skoðun á þessu máli og hún byggir á köldu mati á aðstæðum en ekki tilfinningaþrungnum uppákomum og athyglissýki

Jón Ingi Cæsarsson, 1.11.2009 kl. 17:06

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er eflaust rétt hjá þér að Samfylkingarmenn hafi sjálfsstæða skoðun í málinu, gallinn er bara sá að þeirri skoðun var úthlutað til þeirra af flokknum líkt og þegar Davíð Oddson var að úthluta skoðunum til sinna manna. Samfylking nútímans er bara copy paste af Sjálfsstæðisflokki Davíðs Oddssonar Þannig að þú getur bara sjálfur verið sá sjálfsstæðismaður sem þú uppnefnir aðra. Reyndar eru hrunaflokkarnir þrír SDB allt einn og sami Framsóknarflokkurinn.

Víðir Benediktsson, 1.11.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband