Að skemmta skrattanum.

Mér hefur alltaf runnið til rifja þegar "verkalýðsforingjar" fara að deila innbyrðis eða á hverja aðra. Það var þannig í gamla daga að verkalýðshreyfingin stóð saman gegn vinnuveitendum og geymdu sína persónulegu hagsmuni til hliðar. Þó kom fyrir að einhver smákóngurinn vildi verða stór og þá stundum blossuðu upp hatramar deilur sem rötuðu fyrir augu og eyru landsmanna.

Núna virðist vera að erfiðleikar í samfélaginu verið til þess að persónulegar deildur skeki ASÍ. Það er leitt að sjá og gerir ekkert annað en veikja samtökin og draga úr samtakamætti.

Deilur í verkalýðshreyfingunni hafa þann eiginleika að verða persónulegar umfram margar aðrar deilur.

Ég held að verkalýðsforingjar ættu að takast á inni í samtökunum og leysa mál þar en veikja ekki hreyfinguna með því að opinbera að menn eru ekki samstíga. Þeir mega ekki gleyma því að þeir eru þarna ekki í eigin nafni ( þó sumir haldi það að manni sýnist ) heldur sem fulltrúar vinnandi fólks í heimabyggð og heimafélagi.

Það er bara að skemmta skrattanum að opinbera veikleika hreyfingarinnar með að bera vandræðin á torg.


mbl.is Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Verkalýðsforystan var, er og verður alltaf ónýt á meðan foringjarnir sjá ekkert nema eigin hagsmuni og vegtyllur. Stjórn verkalýðshreyfingarinnar er svona eins og smækkuð mynd af gamla Sovétinu, foringjarnir og tryggustu varðhundar þeirra hafa ægivald og öll forréttindi þótt þeir keyri ekki á sérstökum akreinum og versli í sérstökum búðum sem aðeins eru ætlaðar þeim útvöldu. Sauðsvartur pöpullinn í hreyfingunni er einskis verður í huga foringjanna nema til að borga tíundina svo þeir geti svallað áfram.

corvus corax, 29.10.2009 kl. 08:03

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sorglegt að þeir sem eiga að verja hagsmuni þeirra sem minns hafa gera það ekki ég er sammála No1

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2009 kl. 08:22

3 identicon

Þegar fólk er farið að spyrja sig hvort það sé á fundi hjá samfylkingunni en eru þingfulltrúar ASÍ þá er forustan ekki að vinna að hagsmunum félagsmanna.En ég skil fullvel þína afstöðu í þessu máli,en verkafólk kemur úr öllum flokkum og eru ekki alltaf samála forustunni og það á fullan rétt á sér að hafa aðrar skoðanir en Samfylkingafólk.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 08:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Verkalýðsforingjar eru kosnir  .. þeir eru ekki ráðnir til starfa eða taka sér störf... það er engum nema fólkinu sjálfu að kenna er þeir eru kosnir aftur og aftur ef þeir eru svona vonlausir.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.10.2009 kl. 08:51

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get verið þér sammála Jón Ingi að best væri ef verkalýðshreyfingin væri laus við innbyrðis deilur.

En er öllu fórnandi fyrir fyrir friðinn? Það er himinn og haf á milli hagfræðingana í ASÍ  og hins almenna félagsmanns. Eftir að hagfræðingarnir ruddu sér braut innan ASÍ hefur það aðeins verið verkalýðnum fjötur um fót.

Það er verkalýðshreyfingunni til skammar og niðurlægingar að hafa valið mann eins og Gylfa Arnbjörnsson sér til forystu.

Það er okkur Samfylkingarfólki til minnkunnar að þessi verkalýðsliðleskja skuli koma úr okkar röðum. Í stað þess að kalla gagnrýnisraddir smákóngatilburði væri nær að sýna smá manndóm, standa upp og fjarlægja meinið í stað þess að verja það enda fátt um haldbærar varnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2009 kl. 09:28

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ASÍ eru samtök verkalýðsfélaga og vald formanns ASÍ eru ekki meiri en einstök félög leyfa því þar liggur hið raunverulega vald .. fengið beint frá grasrótinni. ASÍ er orðið sérfræðingastofnun almennu verkalýðshreyfingarinnar og mig eiginlega undrar að eins mikið sé í þá stofnun vitnað eins og raun ber vitni.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.10.2009 kl. 10:03

7 identicon

Mig rekur minni til að þetta eigi að vera eitthvað á þessa leið ! Sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér..Mér finnst að þeir sem vilja kalla sig forkólfa og vera kosnir af fólkinu eigi að haga sér þannig líka en ekki láta eins og smákrakkar í sandkassa !

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband