22.10.2009 | 14:23
Afneitun og minnisglöp
" Höskuldur Þór kvaðst í ræðu sinni ósammála þeirri túlkun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að tengja mætti Icesave-málið við einkavæðingu banka."
Höskuldur er með, þrátt fyrir ungan aldur og nýliðaskírteini á þingi, haldinn gamla Framsóknarsyndróminu. Hann er með sömu minnisglöp og afneitunargen gömlu Framsóknarmannanna sem voru meðsekir í sukki og einkavæðingu Sjálfstæðisflokksins.
Hann afneitar þeirri augljósu staðreynd að hrun efnahagslífs á Íslandi megi rekja beint til einkavæðingar banka og einkavinavæðingar í framhaldi af því. S-hópurinn var skilgetið afkvæmi Framsóknarflokksins og Davíð Oddsson handvaldi Björgúlfana til athafna í Landsbanka.
Það er því nokkuð ljóst að minnisglöp og afneitun Framsóknarflokksins hafa gengið yfir landamærin og í nýja þingmenn sem höfðu tækifæri að búa til nýtt upphaf fyrir flokkinn.
Þess í stað falla þeir í þá gryfju að verja svínarí Framsóknarflokksins og glata tækifærinu sem kannski kemur aldrei aftur.
Það trúir enginn á nýtt upphaf þessa flokks þegar nýliðarnir verja fortíðina með oddi og egg.
![]() |
Ekki hagstæðari samningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf sami strigakjafturinn á þér Jón og engin eru rökin .... er ekki best þegar menn eru jafn rökþrota og upphrópanir þínar eru til vitnis um að menn sitji á strák sínum kynni sér málin og komu svo tvíefldir til leiks þegar þeir hafa eitthvað til málanna að leggja annað en skítkast og dylgjur ?
G. Valdimar Valdemarsson, 22.10.2009 kl. 14:54
Hvað er rangt þarna... ágæti félagi ??
Jón Ingi Cæsarsson, 22.10.2009 kl. 15:56
Hvorki þú eða Steingrímur J hafa fært fyrir því rök að kenna megi einkavæðingu íslensku bankanna um fall alþjóða fjármálamarkaða.
G. Valdimar Valdemarsson, 22.10.2009 kl. 16:05
Mér finnst það nú langsótt og léleg lumma að kenna þessum tveimur flokkum um athafnir eigenda bankanna. Ef ég sel þér bíl, þú keyrir hann fullur og slasar einhvern - ætlarðu þá að kenna mér um það? Þú hlytir að vera ábyrgur - jafnvel þó ég hefði selt þér bílinn á alltof lágu verði og aldrei fengið hann greiddan? Eða ættum við kannski að skella skuldinni á bílasalann?:)
Bjössi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.