Sirkus í boði stjórnarandstöðunnar.

Maður er að verða orðlaus. Þingmenn verða sér til skammar enn og aftur. Þjóðin horfir til Alþingis og hefur treyst því að þingmenn vilji og geti leyst þau vandamál sem blasa við.

En morguninn í morgun færir manni enn þá staðreynd að stjórnarandstaðan lítur á þingsalinn sem pólistískt sirkussvið þar sem slegnar eru keilur í drep. Hver er yfirtrúður í þessum sirkus á eftir að koma í ljós en tveir kandidatar koma sterklega til greina.

Það er ljóst að stjórnarflokkarnir verða að leysa þetta einir og ekkert að treysta á að stjórnarandstaðan aðstoði eða vinni með. Miklu frekar að þeir reyni að tefja mál og drepa á dreif.

Eftir málflutningi Lilju Mósesdóttur í morgun þá eru Vinstri grænir með lík í lestinni. Málflutingur hennar um að nú þurfi fólk að fara á göturnar og búa til þrýsting á stjórnvöld er eins og málflutningur þingamanna Hreyfingarinnar sem gengur út á grímulausan populisma enda eru þeir með allt á hælunum. Ótrúlegt ábyrgðarleysi hjá þingmanni þjóðarinnar sem vill láta taka sig alvarlega.

Kannski ætti umrædd Lilja að yfirgefa alvöru stjórnmálaflokk og fylkja sér í lið með götuþingmönnunum.


mbl.is Þung orð falla um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekkert leiðinlegt að hafa enga skoðun nema þá sem flokkurinn úthlutar þér?

Gulli (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

séð af hliðarlínunni þá held ég að aðal skemmtikraftarnir komi nú úr þínum röðum Jón - kanski að setja á þá stefgjöld

Jón Snæbjörnsson, 22.10.2009 kl. 12:27

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Vanstilling og vitleysisgangur  stjórnarandstöðunnar er þeim ólíkindum að  annaðs eins hefur varla sést  og heyrst á þingi  í  allri  sögu íslenska lýðveldisins.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.10.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Stjórnarandstaðan er eins og alki í afneitun. Hversu langt skyldi vera þar til þjóðin setur þá aftur yfir ríkið svo þeir komist á nýtt fyllerí?

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.10.2009 kl. 12:35

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er gott að geta gagnrýnt þá sem eru að reyna að bera hönd fyrir höfuð þjóðarinnar.  Þegar barnið hann Steingrímur segir að þetta sé flott hjá sér, þetta er nernilega ekki honum að kenna verður manni flökurt og veltir fyrir sér hvort þetta séu ekki landráð! 

Kjartan Sigurgeirsson, 22.10.2009 kl. 12:40

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það að enhverjir einn eða tveir sjái ekki í gegnum lýðskrum og bullandahátt Bjarna ig Höskuldar - það er bara mikið áhyggjuefni og í raun skýrir að hluta til af hverju svona er komið fyrir íslandi og raunin er.

Helv. góð framsaga og erindi hjá steingrími.  Og vel að merkja eins og hann bennti á, mál hans byggir óvart á skjalfestum gögnum og staðreyndum málsins.  Staðreyndum.

Famganga stjónarandstöðunnar væri einn stór brandar - þ.e. ef nefnd framganga væri ekki svona andsk. sorgleg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2009 kl. 13:02

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að það sé mikilvægt að þingmenn taki sér tíma til að fara yfir málið og ræða það.
Stjórnarandstaðan hefur sýnt að hún hefur stigið upp úr hefbundinni stjórnarandstöðu og sýnt ábyrgð og festu í sínum málflutningi.
En það sem skiptir máli er að Icesave málið er alfarið á ábyrgð ríkisstjórarflokkana - það er klárt mál. 
Stjórnarandstaðan reyndi eins og hún gat til að hjálpa ríkisstjórninni í sumar með því að setja inn fyrirvara við þann skelfilega samning sem Svavar skrifaði undir 5.júni EN nú liggur því miður fyrir að Icesave stjórnin gaf allt eftir í samningaviðræðum við Breta og Hollendinga

Óðinn Þórisson, 22.10.2009 kl. 17:47

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Icesave stjórnin... þú meinar ríkisstjórnir síðustu 18 ára, eða?

Stjórnarandstaðan er í blekkingaleik eins og alltaf og gengur bara ágætlega að ljúga að þjóðinni.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.10.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband