17.10.2009 | 22:10
Framsókn mun hverfa á næstu árum... að mestu.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað Framsóknarflokkurinn er í dag. Þegar ég var að alast upp í stjórnmálum var Framsóknarflokkurinn allstaðar. Nánast alltaf í ríkisstjórnum, forsætisráðherrann var oftar en ekki Framsóknarmaður og þeir voru allsstaðar og allt um vefjandi. Árin 1971-1991 hafa gjarnan verið kallaður þeirra tími. Árin frá 1959 - 1971 voru þeir alltaf utan stjórnar.
Síðan kom smá hlé síðan hófst hækjutímabil Framsóknar sem stóð í 12 ár, frá 1995 - 2007. Á þeim tíma studdi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkinn við einkavinavæðingu þjóðfélagsins sem endaði með því að það kerfi hrundi til grunna með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á og aðrir eru að reyna að hreinsa upp þessar vikur og mánuði.
Hvað segir svo um Framsóknarflokkinn á netinu ?.
Framsóknarflokkurinn er íslenskur frjálslyndur félagshyggjuflokkur.[1] Hann var stofnaður 16. desember 1916 með samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Framsóknarflokkurinn var stofnaður í bændasamfélaginu og sótti því kjörfylgi sitt framan af til landsbyggðar og ungmennafélagshreyfingarinnar. Í seinni tíð hefur hann einnig sótt fylgi til menntafólks og miðjufólks og hefur lagt áherslu á að styrkja menntun og atvinnulíf.
Á heimasíðu flokksins er stefna Framsóknarflokksins útlistuð. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
Svo mörg voru þau orð.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég vissi ekki betur þá kæmi þeim sem les skrif þín Jón ekki annað til hugar en þú sætir á tröppum ráðhússins í R.vík við skrif þín.Það er ótrúlegt að nokkur maður sem búsettur er á landsbyggðinni skuli hafa þá hugsjón að þeim útrásarvíkingum sem upprunnir eru í Borgartúninu í R.vík. og sett hafa landið á hausinn með dyggri hjálp Samfylkingarinnar skuli endanlega afhent öll völd í landinu.Og þessar mínúturnar er Samfykingin að bauka við að ganga endanlega frá sjálfsvirðinu þjóðarinnar með því að leggast kylliflöt eins og hundur fyrir framan ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Hræðsla Samfylkingarinnar við Framsóknarflokkinn er eðlileg.Framsóknarflokkurinn var og er enn eini íslenski flokkurinn sem hægt er að kalla íslenskan jafnaðarflokk.Samfylkingin er söfnuður ráðleysingja sem safnað var saman kringum tjörnina í R.vík. og er ekkert annað en aumlegt útibú frá evrópskum krataflokkum sem vilja skattpína íslendinga og komast yfir auðlindir landsins.XB ekki ESB.
Sigurgeir Jónsson, 17.10.2009 kl. 22:41
Þú ert eitthvað að ruglast í ríminu Sigurgeir..en hvað um það.
Jón Ingi Cæsarsson, 17.10.2009 kl. 22:43
Má sem sagt skilja þennan pistil þannig að þeir sem ekki eru á sömu skoðun og Samfylkingin eigi ekki að þiggja fé úr ríkissjóði?
Víðir Benediktsson, 17.10.2009 kl. 22:47
Orðin hækja og kvíga í stjórnmálum kom fyrst fram á tímum viðreisnarstjórnarinnar sem svo kallaði sig,þótt um enga viðreisn væri að ræða heldur var það mokveiði á síld sem bjargaði landinu.Þá var Alþýðuflokkurinn gamli sem er hryggjarstykki Samfylkingarinnar,hækja íhaldsins og formaður Alþýðuflokksins var kallaður kvígan.Á þeim tíma og hingað til hefur engum dottið í hug að evróps kratabrenglun væri nothæf við að stjórna landinu og er það að sannast þessa dagana.
Sigurgeir Jónsson, 17.10.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.