Að ljúka málum og koma hjólunum af stað.

Nú er vonandi komið að því að hægt verði að ljúka Icesavemálinu og með því koma hjólum af stað á ný. Þrátt fyrir að allir viti að lausn Icesavemálsins sé lykillinn að áframhaldandi uppbyggingu þá hamast menn gegn ríkisstjórninni og nú fara pennar Sjálfstæðisflokksins hamförum á Moggablogginu. Mykjudreifari Valhallar snýst sem aldrei fyrr.

Ríkisstjórnarflokkarnir komu ágætlega út úr síðustu skoðanakönnun og það sýnir að stuðningsmenn þeirra flokka treysta þeim til að leiða mál til lykta. Icesave er ekki afkvæmi þessarar ríkisstjórnar heldur ljótur draugur frá valdatíma Sjálfstæðisflokksins og hann þarf að kveða niður. Það er vonandi að gerast núna. Bloggarar Sjálfstæðisflokksins láta eins og Jóhanna og Steingrímur hafi stofnað til þessara skuldbindinga persónulega.... dómgreindarleysið hefur tekið öll völd því þeir finna og vita að þeir eru að tapa málunum og framtíðin er bjartari handan Icesave og það vilja þeir ekki að komi í ljós. Ég skil því mæta vel pólitíkina að reyna að þvæla þessum málum í óleysanlegum hnúti sem lengst.

Það hentar flokkspólitískum andstæðingum ríkisstjórnarinnar og hefur ekkert með að gera þjóðarhag.

Þegar Icesvave er að baki blasir við enn stærra úrlausnarefni sem fæstir hafa rætt af viti og það er gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar.... þar fáum við trúlega að horfa á enn stærri tölur og enn ljótari atburðarás.

 Það er því lífsnauðsyn fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast til valda á ný til að geta stungið undir stól þeim málum sem lúra handan hornsins og gera Icesave að smámáli.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ósköp geta "hreintrúaðir" Landráðafylkingarmenn verið einfaldir.

Jóhann Elíasson, 18.10.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ósköp getur Jóhann Elíasson verið orðljótur og rökfastur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

vantaði gæsalappirnar: „rökfastur“

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2009 kl. 12:03

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Enn og aftur reynir þú þá sögufölsun að Samfó hafi ekki verið til staðar þegar stofnað var til Icesve. Minni þig á enn einu sinni að hollenska Icesave er skilgetið afkvæmi Samfylkingarinnar.

Víðir Benediktsson, 18.10.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón, í morgun sagði Lilja Mósesdóttir í þætti Sigurjóns M. Egilssonar Sprengisandi að aðkoma Sjálfstæðisflokksins í sumar varðandi Icesave " hefði verið aðdáunarverð og sýnt hugrekki með að stíga upp úr hjólum hefðbundinnar stjórnarandstöðu "

Við erum sammála um það Jón að það er algert lykilatriði að koma hjólum atvinnulýfsins aftur af stað en hvað finnst þér þá um að margir vilja meina að stjórnin standi hreinlega í vegi fyrir og bregði fæti fyrir þær framkvæmdir - gagnaver - Helguvík - skurðstofur -

Reyknesingar segja að stjórnin stoppi hver verkefnið á fætur öðru hjá þeim -

Jón Steindór framkvæmdastjóri SI sagði í þætti Ingvar Hrafns Hrafnaþingi á föstudag að stöðugleikasáttmálinn væri í algjöru uppnámi þar sem ríkisstjórnin hefur ekki staðið við sinn hluta af samningunum -

Hvað finnst Jón um vinnubrögð Svandísar Svavarsdóttur og styður þú hana ?

Óðinn Þórisson, 18.10.2009 kl. 13:40

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að ljúga að öðrum er ljótur vani.En að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani.Samfylkingin ætti að huga að þessum málshætti þegar hún er að reyna að ljúga því að þjóðinni og sjálfri sér að Icesave skuldin verði frá þegar búið sé að skrifa undir að við eigum ekki að byrja að borga fyrr en 2016, og þurfum þá kanski ekki að borga neitt.Þau landráðaskötuhjúin sem standa að þeim gjörningi sem þau eru nú að skrifa undir, verða þá komin á góð eftirlaun en börn þeirra verða að borga fyrir gjörðir þeirra.

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2009 kl. 14:11

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... þetta er að verða þreytt hjá þér... Óðinn... aðkoma Sjálfstæðisflokksins var til fyrirmyndar þar til þeir ákváðu að sitja hjá og styðja ekki eigin smíð og vinnu... þá fannst mér glansinn fara af flokknum og hann varð " lítill kall "

Sigurgeir.. hvað viltu í staðinn ?... og ekkert fjandans Framsóknarbull ... takk takk.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... ég hef ekki fengið neina staðfestingu á að gjörningur Svandísar tefji mál svo það skipti máli... en hef meiri áhyggjur af því sem fræðimenn eru að segja að það sé ekki til virkjanleg orka á þessu svæði til að uppfylla þær þarfir sem menn eru að tala um þarna.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.10.2009 kl. 14:30

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Björgvin G. Sigursson var bankamálaráðherra þegar stofnað var hollenska Icesaveog Jón "krati" Sigurðsson var formaður Fjármálaeftirlitsins. Björgvin átti á þessum tíma varla orð til að lýsa hrifningu sinni á íslenska fjármálakerfinu og kallaði efasemdarfólk öfundarseggi. Þetta er allt til Jón minn og auðvelt að sjá. Samfó er bara í sömu súpunni og hinir Framsóknarflokkarnir.

Víðir Benediktsson, 18.10.2009 kl. 15:28

10 identicon

Þetta er hverju orði sannara hjá Víði. Flokkur sem er enn að burðast með BGS í fremstu víglínu getur ekki "tekið á hruninu", hann er ekki með hreina samvisku og velur þann kostinn að velta samviskubitinu á komandi kynslóðir.

ragnar (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband