Þingmenn... farið nú að klára málin.

 

"Skilanefndin segir að gera megi ráð fyrir að tæplega 90% fáist upp í forgangskröfur í bú gamla Landsbankans. "

Fram að þessu hafa menn reikað með að 75-90% fáist upp í kröfur vegna Icesave í gegnum sölu á eignasafni Landsbankans. Það mun leiða til þess að kröfur þær sem falla í Ísland eru rúmlega 70 milljarðar. Ef svo er virðist sem Icesave sé ekki það alvarlegasta sem blasir við eftir hrunið mikla.

Til dæmis er tap Seðlabankans þrisvar til fjórum sinnum þessi upphæð og ekkert hefur verið rædd að gagni. Það er afleiðing óstjórnar bankans og mistök í aðdraganda bankahrunsins. Að sú staðreynd hefur legið í þagnargildi sýnir ef til vill hvað við erum ótrúlega háð því að fjölmiðlar og stjórnmálamenn fjalli um öll þau mál sem skipta máli. Einhvernveginn hefur ekkert komist að nema Icesave sem gæti þegar upp er staðið verið 5-10% þess vanda sem við stöndum frammi fyrir..

Hvað veldur þessari einhæfu og óupplýstu umræðu... maður stundum spyr sig og fær engin svör.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Jón Ingi. Er það ekki augljóst hvað veldur þessari einhæfu og óupplýstu umræðu?

Kolbrún Hilmars, 12.10.2009 kl. 19:29

2 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Skilanefndin er búin að plata ónýtar eignir inn á ríkissjóð á yfirverði og svo á að nota það yfirverð til að ljúga að þjóðinni að 90% fáist upp í forgangskröfur.

Ég skal trúa þessu þegar búið er að selja eignir upp í 90% af Icesave. Spurðu Breta hvort þeir sætti sig ekki við að taka þessar eignir og 70 milljarða eingreiðslu upp í skuldina og sjáðu hvað þeir verða fljótir að segja "nei takk!"

Sigurður E. Vilhelmsson, 12.10.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er bara flugeldahagfræði að hætti ársins 2007! Íslenska ríkið er sagt "þurfa" að leggja NBI til "aðeins" 140 milljarða í hlutafé gegn 80% eignarhlut. Hinsvegar fylgir neðanmáls að NBI mun leggja inn í þrotabú gamla Landsbankans 260 milljarða króna gengistryggt skuldabréf (með tilheyrandi gengisáhættu) sem verður greitt af á 10 árum. Hlutur ríkisins í nýja bankanum er 80% og samsvarandi hlutall af skuldinni við gamla bankann eru 208 milljarðar sem verða teknir af rekstri NBI næsta áratuginn. Ríkið er því alls ekki að kaupa innlenda reksturinn af þrotabúi gamla Landsbankans á 140 milljarða eins og skilja má af fréttinni. Réttara væri að segja að ríkið sé að yfirtaka innlendan rekstur Landsbankans fyrir 140 + 208 = 348 milljarða og fela mismuninn eða tæp 60% af yfirtökuverðinu með skuldsetningu hins nýja félags NBI hf. Ef þetta er forsmekkurin að hinu "nýja" hagkerfi Íslands þá líkist það skuggalega mikið hinu gamla, eini munurinn er að nú er búið að þjóðnýta braskið.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það hefur kannski farið fram hjá varmönnum í bæjarstjórn að icesave reikningarnir voru á ábyrgð einkabanka.

Magnús Sigurðsson, 12.10.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hefur þá farið framhjá Magnúsi að þessir einkabankar höfðu öll leyfi til rekstrar samkvæmt samþykktum um EES.

Þar af leiðandi reknir á ábyrgð stjórnvalda hverju sinni ... Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.. og ábyrgðir þeirra bundnir í samþykktum um slíkan rekstur... ef þetta væri svona voða einfalt eins og þú segir... hvað er þá málið 

Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður.. þú ættir að bjóða þessum heimsku sérfræðingum aðstoð þína... þú veist greinilega betur og hefur væntanlega innstæðu til þess

Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 JudgeEr ekki rétt að setja dómarinn í málið og láta á reyna hvað hann segir áður en við hellum ósómanum yfir blessuð börnin. 





Magnús Sigurðsson, 13.10.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband