11.10.2009 | 19:37
Væri ráð að hætta og kunna að skammast sín.
Ég er hissa. Höskuldur ætlar að halda áfram að rugla og bulla. Einhver hefði vit á að hætta og skammast sín.
Ég lagði það til við eldri og reyndari þingmenn og stuðningsmenn Framsóknar að koma böndum á þessa drengi sem eru þegar orðnir að athlægi og það sem verra er, ásaka saklaust fólk um landráð. Þá er þetta hætt að vera fyndið og orðið grafalvarlegt mál.
Mér sýndist Sigmundur Davíð formaður vera við sama heygarðshornið í sjónvarpsfréttum.
Mér sýnist því að þeir félagar skilji ekki að nú er nóg komið og þeir bara orðnir leiðinlegir. Það væri kannski möguleiki að biðja fjölmiðla að hlífa þjóðinni við þessari þreytandi dellu sem þeir félagar ástunda án uppihalds.
Það er búið að sýna fram á að þeir eru staddir úti í móa í niðdimmri þoku hugans.
Kallaði á neikvæð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna fekkst svikamylla Jóhönnu staðfest. Hún fer með staflausa stafi, þegar hún segir:
Enginn hefur haldið þessu fram, einungis því að Centerpartiet er fyrir sína hönd tilbúin að veita okkur stórt lán, eða lánalínu. Jóhanna leiðréttir sjálfa sig í nærstu setningu, þegar hún segir:
Síðan segir Jóhanna:
Þarna talar Jóhanna niður til Framsóknarmanna og Lundteigen, með því að tala um “útspil” (udspil). Með þessu orðalagi er augljóst að hún sér tilraunir Framsóknarmanna og Centerpartiet, sem politíska atlögu en ekki tilraun til að gagnast Íslendingum. Þetta eru skammarleg viðbrögð hjá Jóhönnu, sem hljóta að leiða til afsagnar hennar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 20:03
Ertu nokkuð með innantökur Loftur... það þarf frjóan huga til að finna þetta út... eigilega stórfyndið.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.10.2009 kl. 20:11
Tek undir þetta hjá Lofti, og undarlegur þykir mér pistill þinn, Jón Ingi: hann snertir hvergi á umræðuefninu, heldur er hann fullur af klisjum. Er þetta eina "útspilið" sem þið Samfómenn eigið eftir?
Jón Valur Jensson, 11.10.2009 kl. 20:12
Fyrir mína parta tel ég frumkvæði Höskuldar og co. lofsvert. Mér finnst hins vegar miður hve miklir flokkadrættir lita vinnubrögð stjórnvalda sem og afstöðu margra álitsgjafa á þessu máli. Betra væri ef fleiri leituðust við að finna mögulegar lausnir á vanda þjóðarinnar í stað þess að keppast við að verja þann nauðungarkost sem ábyrgð á Icesave er og láta að því liggja að engir aðrir kostir séu í stöðunni.
Sveinn Tryggvason, 11.10.2009 kl. 20:13
Hvaða bull er þetta Jón INgi. Þessir "drengir" eru að reyna sem er meira heldur en stjórnarráðið í heild sinni þar sem menn horfa hver á annan í ótta og verkkvíða. Ekkert gert heldur bara beðið eftir því að AGS knésetji þjóðina. Þá kemur til kastanna gamla góða smjórklípuaðferðin sem þú notar hér óspart.
Guðmundur St Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 20:52
Allt satt og rétt hjá Höskuldi.
Sigurgeir Jónsson, 11.10.2009 kl. 21:56
Það var ekki gáfulegt af Framsókn að taka með sér Landsbankann til Noregs í leit að láni. Þetta er oft kallað að ferðast með lík í lestinni.
Þetta er staðfesting á fávisku Framsóknarforkólfanna. Þvílíkt helvítis bull og rugl sem menn geta leyft sér á kostnað þjóðarinnar. Ætlar þetta engann enda að taka?
Framsóknarmenn komið ykkur inn í Alþingishúsið og klárið vinnunna ykkar þar og látið fagmenn um fjárskuldbindingu fyrir hönd þjóðarinnar. Það er komið nóg af "útrásarvíkingarugli".
Guðlaugur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 22:16
Margt er skrýtið við þessa Bjarmalandsför þessara Framsóknarþingmanna ,Höskuldar og Sigmundar Davíðs.
Afhverju eru þeir að fara í einhvern leiðangur til að taka lán fyrir ríkissjóð Ísland ? Eru þeir nokkuð annað en óbreyttir þingmenn á alþingi ?
Erum við ekki með Seðlabanka Íslands sem hefur það hlutverk að sinna svona málum ?
Gætu þeir þá alveg eins farið inní Forsætisráðuneytið og tekið þar til óspilltra málanna við stjórn landsins ?
Mér finnst þetta þvílíkir ruglukollar að Framsóknarflokkurinn eigi hiklaust að afneita þeim- þeir eru landi og þjóð til háborinnar skammar...
Sævar Helgason, 11.10.2009 kl. 22:21
Þeir Guðlaugur og Sævar eru greinilega ánægðir með frammistöðu Icesave-stjórnarinnar og verði þeim að góðu. Þegar alvöru menn eins og þeir piltar í Framsókn taka til við að leysa málin, þá sjá Guðlaugur og Sævar bara rautt og þeir sjá líklega ekki aðra liti en blóðlit Sossanna.
Meiri hluti þjóðarinnar hefur löngu séð, að Icesave-stjórnin er að þjóna öðrum hagsmunum en Íslendskum. Þessi síðasta uppákoma slær þó líklega við öllum axarsköftum Jóhönnu. Fyrst pantar hún neikvæð viðbrögð hjá Sossanum Stoltenberg og síðan reynir Hrannar að dylja ósómann með hraklegri þýðingu á beiðni Jóhönnu.
Eru Sossarnir ekki aumkunar-verður liðsafnaður ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 23:07
Voðalegir hálfivitar þessir framsóknarguttar og hafa gert sig að athlægi eins og framsóknar fjósamönnum er von og vísa. Mikið væri það gott ef eitthvað væri að marka það sem þeir segja, en það trúir enginn bullinu í þeim nema kannski helst þeir sjálfir. Það er ekki til heilalausara og hallærislegra lið en framsóknarfólk nema ef vera skildi Jón Valur.
Guðmundur Pétursson, 11.10.2009 kl. 23:30
Jú, heldur betur!
Jón Valur Jensson, 11.10.2009 kl. 23:32
Fréttin er komin út um allan heim. Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki að Ísland fái lánsfé á góðum kjörum. Þetta játaði hún í skeyti til ABC Nyheter: http://www.abcnyheter.no/node/97373
Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:
- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.
Þar höfum við viðhorf Jóhönnu til Íslendskrar þjóðar. Nú þarf ekki að deila lengur um málið.Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 23:40
Ég var að svara þarna (23.32) spurningu Lofts kl. 23.07, EKKI honum Guðmundi sem er þarna næstur á undan mér (var bara að taka eftir því núna, að hann skauzt þarna fram fyrir mig). Sa Guðmundur er ekki svaraverður og ætti að koma sér í stafsetningarlærdóm í stað þess að skrifa svona óvarlega.
Þetta eru verulega miklar fréttir sem Loftur flytur hér, úr ABC Nyheter.
Jón Valur Jensson, 12.10.2009 kl. 01:23
"Væri ráð að hætta og kunna að skammast sín."
Ég held að Jón Ingi ætti að taka þessa setningu sérstaklega til sín. Maðurinn er eins og ítalskur skriðdreki á flótta undan vinnubrögðum Samfylkingarinnar. Reynir af veikum mætti að gera alla tortryggilega, sem eru ekki innmúraðir inn í Samfylkinga-söfnuðinn.
Jóhanna og ráðuneyti hennar, hefur nú orðið uppvís að sögufölsun, sem ætti að vera JIC meira áhyggjuefni en hvað framsóknarflokkurinn er að bardúsa í Noregi. En það hentar ekki. JIC er í örvæntingu að beina athyglinni eitthvað annað, á meðan formaður Samfylkingarinnar og bóndasonurinn á Gunnarsstöðum eru á fullu í hjáverkunum.
Benedikt V. Warén, 12.10.2009 kl. 09:49
Þá er það komið á hreint. Ekkert lán nema samkv. IMF prógramminu og grunnskilyrði að Ísland standi við skuldbindingar sínar varðandi icesave.
Ef Íslan stendur við ofannefndar lagalegar skuldbindingar - þá lán og það samkv. IMF prógramminu.
Nú, eru óeirðarmenn hérna að tala um að taka 2000 - tvö þúsund - milljarða lán ofaná IMF lánapakkann ? Er ekki í lagi ??
Að sjálfsögðu er staðan ekkert þannig að slíkt sé í kortunum. Hverskonar rugl eru menn með hérna eiginlega.
Hættið nú að bulla. Plís !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.10.2009 kl. 10:57
Ómar Bjarki. Það er verið að tala um að opna lánalínur, - ekki verið að taka viðbótarlán.
Það er víst borin von, að páfagaukarnir í Samfylkingarinnar skilja það, að ..."óeirðarmenn hérna..." eru að vinna þau verk sem ætti að vera í forgangi og í höndum ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og Steingrímur joð eru því miður of upptekin í aukaverkunum, að þau sjá ekki hvað á að hafa forgang. Áherslur Jóhönnu erueinungis í eina átt, - ESB - , sama hvert litið er og sama hvað það kemur til með kostar þjóðina. Hikar ekki að fara á skjön við sannleikann, ef svo ber undir.
Svo er verið páfagaukagengið í Samfylkingunni að reyna að gera alla aðra vitræna vinnu tortryggilega.
Steingrímur joð hangir síðan aftan í og er búinn að svíkja kosningaloforð VG.
Þjóðarskútan hefur oft verið í höndum lélegra stjórnenda, en þessi áhöfn toppar alla vitleysu sem þjóðin hefur orðið vitni að.
Benedikt V. Warén, 12.10.2009 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.