Samkeppni um orku frá Þeistareykjum ?

Ánægjulegt er að sjá frétt sem birtist á mbl.is í morgun.

"Sveitarfélagið Þingeyjarsveit hefur ritað undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. um byggingu gagnavers á lóð í sveitarfélaginu. Þingeyjarsveit mun leggja til lóðina undir gagnaver eða eiga milligöngu um slík og Greenstone muni sjá um kynningu á möguleikum sveitarfélagsins í þessu efni, hönnun og væntanlega byggingu gagnavers, að því er segir í fréttatilkynningu. "

Það sem ég er að velta fyrir mér hvort þarna er að hluta til að koma í ljós þeir möguleikar sem eru að skapast á nýtingu orkunnar frá Þeistareykjum í fyllingu tímans. Ég veit ekki hvort er til nægileg orka í núverandi kerfi til að mæta þessari viðbót. Fróðlegt væri að heyra það.

Ef til vill verður afnám einokunaraðstöðu Alcoa að orkunni í Þingeyjarsýslum til þess að aðrir möguleikar spretti fram.... hver veit ?


mbl.is Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð frétt sem kannski getur leyst pattstöðuna um orkulindirnar í Þingeyjarsýslu.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað þessi 360.000 tonna álversdraumur á Húsavík er fjarlægur.

Því er skynsamlegra að líta á eitthvað smærra.

Hægt er að byrja á Bjarnarflagsvirkjun strax.

einsi (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gagnaver er gott og gilt, en hvað endast þau lengi??  Hvergi fleygir tækninni jafn hratt fram og í þeim geira.  Innan fárra ára gæti verið komin tækni sem gerir gagnaver óþörf a.m.k. að orkuþörfin verði einungis brot af því sem nú er.  Hvað eru þessi fyrirtæki til í að gera langa samninga um orkukaup? 

Viljayfirlýsng við Alcoa er búin að vera gild í nokkurn tíma.  Hvað voru mörg fyrirtæki sem föluðust eftir orku á þeim tíma?  Álver eru að gera samninga til tuga ára fram í tímann.

Með þessum orðum er ég ekki að tala gegn gagnaverum, bara að vekja athygli á þessu.  Öll störf á landsbyggðinni telja, - bæði stór og smá.


Benedikt V. Warén, 12.10.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband