Getum við þá hætt að ræða þessa Framsóknardellu ?

Nú þætti þjóðinni vænt um að Framsóknardrengirnir Höskuldur og Sigmundur hætti þessari vitleysu.

Hér liggur fyrir fyrirspurn og svar forsætisráðherra Íslands og Noregs. Vonand hætta þá Framsóknarþingmenn að draga okkur öll á asnaeyrunum. Þetta er eiginlega hætt að vera fyndið.

Svo veltir maður fyrir sér hæfni manna sem svona haga sér. Þingmennskan er greinilega ekki þeirra fag.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæpið er að framsóknarherferðinni ljúki þar sem annar virðist haldinn einhverri ofsóknaráráttu en hinn skynsemisskorti!

ingolfur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hæfnin=0

hilmar jónsson, 11.10.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

"Svo veltir maður fyrir sér hæfni manna sem svona haga sér." Þú mátt endilega útskýra þetta nánar.

Reynir Jóhannesson, 11.10.2009 kl. 17:46

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er ekki hætt að vera fyndið. Framsóknarbrandarinn vex og vex. Förumenn Framsóknar geta verið áfram í svona snatti í öðrum löndum. Ekkert er gagnið af þeim hér heima.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í svari Stoltenberg kemur fram að hann hafnar engum lánum til Íslands og setur engin skílyrði fyrir þeim.Hann vitnar í samkomulag sem gert var í nóvember en eins og allir eiga að vita er sú ríkisstjórn sem þá var ekki við stjórn landsins lengur og nú eru aðrir tímar og margt hefur skýrst síðan þá.En það kemur skýrt fram að Jóhanna er að reyna að leggja Stoltenberg orð í munn með því að segja að afstaða norsku ríkisstjórnarinnar sé kunn.Norski Miðflokkurinn er hluti af ríkisstjórn Noregs og Stoltenberg verður að reiða sig á hann.Samfylkingin og JóhannaSigurðardóttir er að ganga af landinu dauðu með brölti sínu og reynir nú allt til að pína það fram að Noregur veiti ekki lán til Íslands nema við göngum að skilyrðum gömlu nýlenduveldanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Hún ætti að vera í tukthúsi fyrir landráð.

Sigurgeir Jónsson, 11.10.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Í svari Stoltenberg kemur fram að hann hafnar engum lánum til Íslands og setur engin skílyrði fyrir þeim"

Einmitt.  Nákvæmlega.  Akkúrat það sem hann segir.

Hva - eru sumir bara heimskir eða ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.10.2009 kl. 17:59

7 identicon

Þetta er því miður allt annað en fyndið. Grafalvarlegt er þetta mál. Hérna er á grófan máta vegið að starfi og heiðri Jóhönnu, sem hafði auðvitað rétt fyrir sér í þessu máli, og það af starfandi og af þjóðinni kosnum þingmönnum.

Það versta við allt þetta er hversu auðvelt virðist vera að blekkja fólk. Fólk vill trúa! Alveg sama hvort það séu fyrirheit um gull og græna skóga eða eitthvað lán (eða lánalínu) frá öðru landi.

Ef ég væri Jóhanna myndi ég segja af mér og flytja strax í burtu frá þessu skrítna landi. Ekki gæti ég unnið og lifað undir þessum þrýstingi. Allt sem rétt er og satt, er dregið í efa. Og sakanir um landráð í ofanálag.

Við ættum að gefa Jóhönnu starfsfrið, og eins ættum við að hegna þessum framsóknarvitleysingjum sem misnota aðstöðu sína á þennan alvarlega hátt.

áhugasamur (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Árni Viðar Björgvinsson

Sigurgeir: Djöfull hlýtur þú að vera brjálæðislega heilaþveginn ef þú nærð að lesa þessa vitleysu þína út úr innihaldi bréfanna. AUÐVITAÐ er afstaða norsku ríkisstjórnarinnar nú þegar kunn... það vissu nefnilega allir að hún væri á þann veg sem nefnt er í bréfinu. Allir nema kannski Framsóknarskrípin tvö.. og þá þú sennilega.

Að ásaka forsætisráðherra um landráð er MJÖG alvarleg ásökun og þú ættir að hægja þig í slíkum upphrópunum. Jóhanna og Steingrímur hafa sjálf verið staðin að lygum og ég ber enga ást til þeirra frekar en annarra stjórnmálamanna (þingmenn allra flokka er eingöngu að hugsa um sinn eigin rass og setja hagsmuni þjóðarinnar í annað eða þriðja sætið) en mér þykir þú ganga full langt!

Árni Viðar Björgvinsson, 11.10.2009 kl. 18:32

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reynir... það ber vott um afar takmarkaða skynsemi að halda því fram að Jóhanna stjórni því sem forsætisráðherra Noregs segir, og það sýnir takmarkaða hæfni að halda því fram að eitthvað sé í þessari stöðu sem ekki hefur komið fram á bráðum heilu ári.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.10.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hvað er að því að athuga aðrar lánalínur en frá AGS. Getur verið að það sem í raun hangir á spýtunni hjá Jóhönnu sé að ef ekki verði tekið lán frá AGS þá sé Evrópusambandið fyrir bí.

Þorvaldur Guðmundsson, 11.10.2009 kl. 19:38

11 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er eins og að ólæsi og vanmáttur til að skilja staðreyndir sé hlutskipti sumra kjósenda sbr. innlegg (5) Sigurgeirs Jónssonar.

Stoltenberg tekur það skýrt fram að ekkert gerist fyrr en að Icesave er frágengið. Það er ekki hægt að hafa það skýrara. En áhangendur Sigmundar eru auðvitað í erfiðri stöðu, drengurinn búinn að spila rassin úr buxunum og þá þarf að reyna að hylja skömmina. Þorvaldur spyr hvaða sé að því að athuga aðrar lánalínur. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við það - það er bara búið að ganga úr skugga um að svona allt í pottinn búið: gangið frá Icesave og ræðum svo saman. Hvort ESB er inni í myndinni er ekki aðal málið. Menn verað brátt að hætta þessari þvælu og snúa sér að veruleikanum sem við búum við - Íslenskir fjármálamenn náðu að lána upphæð sem svarar næstum 2000 kr. á hvern jarðarbúa. Megnið af því fé er tapað fyrir bankana sem lánuðu. En almenningur ´+i þeim löndum sem Icesave var á fullan rétt og við hann verður að standa. Það er ekki hægt að þvæla þessu enn fram og aftur - tíminn sem var til stefnu er að renna út.

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.10.2009 kl. 19:59

12 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Menn ættu kannski að kíkja á Þetta:

InDefence ABC Nyheter í Noregi: "Íslenski forsætisráðherrann biður Jens Stoltenberg um að neita því að Noregur vilji veita Íslandi lán sem það nauðsynlega þarf á að halda. Lesið tölvupóstinn frá Jóhönnu til Jens. (...) Maður myndi hugsa sér að Í...slendingar... myndu taka við útréttri hönd eins ríkisstjórnaflokka Noregs. En nei, annað segir tölvupósturinn frá Jóhönnu."

http://www.abcnyheter.no/node/97373

Carl Jóhann Granz, 11.10.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband