Af minni lánaþörf og kjánahrolli.

Gott er ef ekki þarf að taka þau öll þau lán sem við eigum loforð fyrir. Slíkt mun draga stórlega úr áætluðum vaxtakosnaði samfélagsins og gera það mögulegt að sleppa með minni skattlagningu og minni niðurskurð.

Maður skyldi ætla að ekki verði tekin meiri lán en þörf ér fyrir. Þetta eru því með jákvæðari fréttum lengi.

En sumir eru að ferðast um á jólasveinasleðanum sínum og vildu mæta til þjóðarinnar með 2000 milljarða til að sáldra niður um skorsteina landsmanna.

Stekkjastaur og Stúfur skruppu til Noregs og ætluðu að ná í milljarða í gjafapappír frá Norska Framsóknarflokkum og nú veltist þjáð þjóð um í hlátri... það er gott að gleðjast á erfiðum tímum og vonandi mun það sem Sigmundur Davíð og félagar gera fá aukið skemmtanagildi.... það er óneitanlega ánægjulegra en niðurrifstal og hávaði... hafi þeir þakkir fyrir það.

Eins og einn viðmælandi sagði í Silfrinu áðan... það setur að manni  " KJÁNAHROLL " og það er ekki eins gott.


mbl.is Þarf ekki að taka öll lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband