Að mynda ríkisstjórn um Ögmund Jónasson.

Ég er um það bil að hætta að botna í VG - fólki. Nú er krafan að ríkisstjórn Íslands snúist um persónulegar skoðanir Ögmundar Jónassonar og vinni samkvæmt hans forskrift.  Þeir sem svona láta eru úr öllu jarðsambandi og átta sig ekki á samhengi hlutanna.

Í ríkisstjórn eru 12 ráðherrar og að baki henni standa tveir stjórnmálaflokkar. Nú eiga viðmið ríkisstjórnar Íslands að snúast um það hvort Ögmundur Jónasson er með innantökur eða ekki. Ef að þetta er sú sýn sem þessi hópur hefur á stjórn landsins og þann vanda sem við er að glíma er maður hættur að skilja.

Auðvitað hætti Ögmundur af því framundan er hrikalegur niðurskurður í heilbrigðismálum. Hann getur alveg sagt okkur að þetta sé vegna Icesave eða af því hann færi ekki bílastæðið sem hann vildi við stjórnarráðið.... það sem nefnt er skiptir ekki máli.

Það sem skiptir máli er að Ögmundur vildi ekki vera í liðinu nema hann fengi að ráða leiksskipulaginu og svo langaði hann til að losna úr heilbrigðismálunum en þar voru félagar hans og skjólstæðingar sem tengsl eiga í gegnum verkalýðshreyfinguna farnir að sauma verulega að honum en þangað sækir hann mikið af fylgi sínu.

Ég held að hann ætti bara að segja það og líka það að hann er feginn að vera laus af heilbrigðiskróknum.


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forkólfar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru búnir að hæla kallinum upp í hástert fyrir stefnufestu og heiðarleik. Ástsæll ritstjóri Moorgunblaðsins tók við hann drottningarviðtal til að lyfta aðeins betur undir hann.

Af þessum meðbyr er Ögmundur búinn að finna út að myndast hafi þjóðarvilji um að hafna Icesavesamningnum og er farinn að líta á sig sem frelsara þjóðarinnar undan því oki. Þá sé hann sérstakur vörslumaður lýðræðislegra vinnubragða.

Hætt er við að hann og Liljurnar eigi eftir að vakna upp við vondan draum!

Sverrir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:45

2 identicon

Er ekki kominn tími til að fá viti bornar manneskjur til að stjórna þjó vorri?

axel (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:50

3 identicon

Þjóð vorri.

axel (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Yrði Ögmundur ekki bestur sem forsætisráðherra og Jóhanna sem félagsmálaráðherra?

Sigurður Þórðarson, 11.10.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband