Er hallarbylting Ögmundar um garð gengin ?

Staða VG er sérkennileg. Í fyrsta sinn frá stofnun þess flokks var gerð atlaga að formanni og forustu flokksins af hendi fáeinna þingmanna sem vildu aðrar aðferðir og önnur vinnubrögð en þau sem Steingrímur hafði viðhaft.

Fyrir þessari tilraun til hallarbyltingar voru þingmaðurinn og ráðherrann Ögmundur Jónasson og þingflokksformaðurinn Guðfríður Lilja. Með þeim voru í liði tveir til þrír þingmenn aðrir. Allir sem fylgjast með í pólitík sáu hvernig fór.

Mér sýnist að Ögmundur Jónasson eigi sér ekki mikið bakland með þessar tilraunir sínar. Það sást glögglega á hversu eldsnögg forustan var að skipta um ráðherra og áður en Ögmundur gat svo mikið sem blikkað auga var búið að skipta honum útaf og inná settur leikmaður sem styður forustu flokksins og mun ekki taka slíkar hliðarsveiflur sem sumir aðrir eru tílbúnir í í þingflokknum. Til málamynda var Guðfríði Lilju boðið starfið en hún afþakkaði enda lá það auðvitað fyrir að helsti stuðningsmaður Ögmundar tæki ekki því boði, klókt hjá formanninum.

Ögmundur átti sínar sælu stundir fyrstu klukkustundirnar eftir atburðina, drottningarviðtal í Mogga Davíðs Oddssonar, Kastljóssviðtal og fleira.

En hallarbyltingartilraun innan VG verður ekki fyrirgefin. Steingrímur J Sigfússon mun ekki gleyma þessu upphlaupi Ögmundar og að hann skyldi gera þetta meðan hann var erlendis minnir á þegar Jón Baldvin og fleiri tóku þáverandi formann Alþýðuflokksins af meðan hann var staddur hjá Sameinuðu þjóðunum.

Niðurstaðan gæti orðið að Ögmundur Jónasson verði settur til hliðar í VG. Baklandi virðist skorta fyrir hugmyndum hans og þeirra sem honum fylgja. Þetta er svipuð staða og Hjörleifur Guttormsson lenti í í Alþýðubandalaginu á sínum tíma. Auk þess er Ögmundur að láta af embætti sem formaður BSRB en það hefur verið hans helsta bakland og stuðningur í stjórnmálum að gegna því embætti.

Framtíð og möguleikar Ögmundar og hugmyndafræði hans og fleiri mun skýrast á næstu dögum. Ætlar VG að ástunda ábyrg stjórnmál og árangursmiðuð í vanda okka,r eða ætla þeir að halda áfram að ástunda stjórnarandstöðumálflutning í ríkisstjórn.

Það mun því ráðast á næstunni hvort Ögmundur og Guðfríður Lilja eru á útleið úr pólitík eða hvort formaðurinn og forusta flokksins ræður för. Steingrímur mun aldrei framar treysta Ögmundi til áhrifa innan VG. Hann hefur sýnt að foringjahollnusta hans er ekki til staðar og það líður Steingrímur J Sigfússon ekki.


mbl.is Er að senda VG skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

(Mjög fjölmennur flokksfundur Vinstri Grænna sem fram fór í Kópavogi í dag, samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra tæki aftur sæti í ríkisstjórninni. Þetta þýðir að enn meiri pressa er nú á flokksforystunni að taka tillit til sjónarmiða Ögmundar Jónassonar í vinstri grænum.)

Úr DV.is áðan... mér sýnist að VG sé að klofna og Ögmundur stefni að því að hjóla í forustuna... það er að verða svipað ástand innan VG og var innan Borgarahreyfingarinnar...

Maður spyr sig... er VG í standi til að leysa gríðarleg vandamál þjóðarinnar ??

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi ályktun vg hér í Kópavogi í kjördæmi Guðfríðar Lilja og Ögmundar er ansi ath.verð og varla hefur þessi fundur verið tilviljun eða ályktunin komið troðfullum sal mikið á óvart -

Óðinn Þórisson, 10.10.2009 kl. 16:59

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi fundur er boðaður af Guðríði Lilju og Ögmundi sem ætla að taka slaginn við forustu flokksins... því miður virðist sem VG hafi ekki það sem þarf til .... pólítk er erfið og enn erfiðari þegar takast þarf á við stór vandamál. Þá kemur fyrst í ljós úr hverju fólk og flokkar eru gerðir.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2009 kl. 17:04

4 identicon

Ögmundur virðist hafa áhuga fyrir að komast í stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð og Bjarna Ben með Davíð nokkurn Oddsson sem svaramann enda hafa þeir hælt honum mikið fyrir stefnufestu og heiðarleik.

Spurningin er þá hvort hugur fylgi máli hjá Bjarna og Sigmundi með Icesave. Það er nefnilega ekki alveg víst og öllu líklegra að Ögmundur og Liljurnar séu ginningarfífl pabbadrengjanna.

Sverrir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband