4.10.2009 | 13:34
Kim il Ögmundur..?
Það er gríðarlegur missir að Ögmundi Jónassyni í ríkisstjórn Íslands," sagði Guðfríður Lilja. Ég hef stutt þessa ríkisstjórn af fúsum og frjálsum vilja og geri enn. Ríkisstjórnin veikist hins vegar gríðarlega sem vinstristjórn... Það sem ég held að ríkisstjórnin ætti að gera núna er að endurskoða allt sem hún hefur gert og bjóða Ögmundi Jónassyni aftur að borðinu fyrir Ísland."
Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórn af fúsum og frálsum vilja því hann var ekki tilbúinn að vinna eftir stjórnarsáttmálanum. Eðlileg niðurstaða af ráðherra sem ekki var tilbúinn að takast á við málin af einurð. Það lýsti sér vel í skemmtilegu atriði hjá Spaugstofunni í gærkvöldi. Hann er maður að meiri að taka þá ákvörðun...
En svo kemur þingmaður úr andspyrnuliði VG og vill fá Ögmund í ríkisstjórn á ný... og það á líklega að þýða það að semja á nýjan stjórnarsáttmála um skoðanir og verklöngun Ögmundar... það er auðvitað ekki þannig sem ríkisstjórnir eru myndaðar.
En ég vorkenni Steingrími. Hann er ekki öfundsverður að reyna að tjónka við þingmenn sem eru jafn órtúlega veruleikafyrrtir og Gufríður Lilja virðist vera. Það fór eiginlega um mann hrollur að heyra hana falla fram og tilbiðja Ögmund Jónasson. Það er skýr klofiningur í VG og maður er orðinn nokkuð hugsi hversu lengi Steingrími tekst að halda flokknum stjórnhæfum með þessu lagi.
Kim il Ögmundur er kannski næsti formaður VG en það fer ekki framhjá neinum valdabarátta hans og Steingríms... sama hvað skósveinn og dýrkandi Ömma segir í Silfrinu.
Samþykktu Icesave blindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ég vorkenni Steingrími. Hann er ekki öfundsverður að reyna að tjónka við þingmenn sem eru jafn órtúlega veruleikafyrrtir og Gufríður Lilja virðist vera.
Getur verið að hann hafi hreinlega komið sér í þessa stöðu sjálfur?
Er hann ekki búinn að svíkja hvert einasta kosninga loforð, brjóta á bak allar stefnur flokksins og hreinlega ljúga frama í land og þjóð!
Í mínum bókum þá gefur þetta enga ástæðu til að vorkenna manni fyrir "erfitt" verkefni, nær væri að vorkenna honum fyrir skítlegt eðli hans.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 13:51
Vorkun mín er vegna þess að erfitt verkefni er gert enn erfiðara af því " samherjar " manns standa ekki með manni...
Guðfríður Lilja að vísu skuldar Ögmdundi stuðning..hann leyfði henni að taka fyrsta sætið í Kraganum en fór sálfur í baráttusætið.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 14:03
Vorkun mín er vegna þess að erfitt verkefni er gert enn erfiðara af því " samherjar " manns standa ekki með manni...
Það er ekki hægt að ætlast til þess að samherjarnir fylgi Steingrími blint þegar hann er búinn að svíkja þá í öllu.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 14:11
jæja..Halldór..ber mér að skilja þessi innskot þín að það sé klofningur í VG þó G Lilja segði annað ?? Þá fer nú að styttast í að flokkurinn virki ekki lengur eins og fór fyrir Borgarahreyfingunni.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 14:17
Þessir flokkar(vg og sf) hafa aldrei virkað saman, og koma aldrei til með að gera það, stefnur flokkanna eru svo mismunandi.
Steingrímur er að reyna að breyta VG til að þóknast SF til þess eins að missa ekki nýfengið vald, skítt með stefnuna bara að vera með valdið, maðurinn er meira að segja búinn að viðurkenna þetta í fjölmiðlum (verður allt gert til að halda vinstristjórn við völd og halda sjálfstæðisflokknum frá).
Þessi valdagræðgi segir allt sem segja þarf um manninn.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 14:40
Aldrei... það er nú fyrst núna að reyna á það.. Mér sýnist vandinn ekki mestur milli flokka heldur fylkinga í VG.
Steingrímur er raunsær og veit hvað hann þarf að gera... og það þarf hugrekki til að gera það sem þarf stundum... og það hefur Guðfríður Lilja ekki... og því miður alls ekki Ögmundur sem hvorki gat né vildi takast á við gríðarleg verkefni í heilbrigðiskerfinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 14:49
Steingrímur er raunsær og veit hvað hann þarf að gera
Mér sýnist vandinn ekki mestur milli flokka heldur fylkinga í VG
Þessar umsagnir eru eflaust til þess komnar að hann gerir allt sem honum er sagt að gera úr búðum samfylkingarinnar.
Ögmundur sem hvorki gat né vildi takast á við gríðarleg verkefni í heilbrigðiskerfinu.
Það má vel vera að hann hafi ekki viljað taka á þessum verkefnum, þar sem hann var ósammála þeim eða hvort það var eitthvað annað.
og það þarf hugrekki til að gera það sem þarf stundum
Einmitt og það sem þarf að gera er að koma þessari ríkisstjórn frá og þá sérstaklega samfylkingunni, þar sem hún er marg búin að sýna það að hún(ríkisstjórnin) hvorki getur né vill taka á þeim vandamálum sem eru að hrjá landið.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 15:03
Og koma Sjálfstæðisflokkum að svo hann geti haldið áfram að taka þjóðina í .......
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 16:22
" Ekki tjáningarfrelsi við ríkisstjórnarborðið "
" Brottrækur úr ríkisstjórn "
" hlekkjað alþingi "
Guðfríður Lilja Silfur Egils
Vg er kolfin enda þessi stjórnmálaflokkur löngu búin henda hugsjónum sínum og stefnu fyrir völd - það er engin spurning -
Hermundur spáði því á útvarpi Sögu í viknunni að stjórnin myndi falla fyrir jól -
Óðinn Þórisson, 4.10.2009 kl. 17:35
Og koma Sjálfstæðisflokkum að svo hann geti haldið áfram að taka þjóðina í .......
Nei, aðalega að losna við samfylkinguna, hvað sem tekur við getur ekki verið verra.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 17:59
Hvar hefur þú verið Halldór
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 18:40
"Steingrímur er að reyna að breyta VG til að þóknast SF til þess eins að missa ekki nýfengið vald, skítt með stefnuna bara að vera með valdið, maðurinn er meira að segja búinn að viðurkenna þetta í fjölmiðlum (verður allt gert til að halda vinstristjórn við völd og halda sjálfstæðisflokknum frá)."
Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?
Verk ríkisstjórnarinnar hingað til eru í algeru samræmi við stjórnarsáttmálann sem báðir flokkar gengust undir í vor.
Pétur Maack Þorsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 18:48
Verk ríkisstjórnarinnar hingað til eru í algeru samræmi við stjórnarsáttmálann sem báðir flokkar gengust undir í vor.
Það má vel vera, en þessi stjórnarsáttmáli er ekki í samræmi við kosningaloforð eða stefnu VG.
Hvernig var það, ekkert esb, ekkert ags og ekkert icesave. Og hvernig er staðan í þessum málum núna?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 19:16
Halldór..ertu svona grænn. Flokkar ganga til kosinga með kosningaloforð. Síðan er mynduð samsteypustjórn og gerður stjórnarsáttmáli.. sem flokkar skrifa undir.
Það er ekki þannig að flokkar geti staðið við kosningaloforð sín óbreytt heldur er stjórnarsáttmáli samkomulag flokkanna. Ef menn vilja ekki svoleiðis.. þá skrifa þeir ekki undir slíkan samning og eru alltaf í minnihluta eins og Kvennalistinn vildi hafa það allt sitt líf.
Ef til vill er það staðan sem kjósendur VG vilja hafa flokkinn... aldrei í ríkisstjórn og bíða þess að fá hreinan meirihluta á þingi og þurfa ekki að semja um neitt..en það gæti orðið bið á því.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 19:22
Halldór..ertu svona grænn.
Alls ekki, ég er bara að styðja það sem ég sagði.
Ég er að halda því fram að Steingrímur hafi svikið öll sín loforð og stefnu VG og að hann gerði það í valdagræðgi.
Skiptir engu máli hvað stendur í stjórnarsáttmálanum, hann lofaði allt öðru en hann er að vinna í, er það ekki að svíkja loforð og stefnu flokksins?
Gerir það ekki þennan mann að hræsnara og lygara þar sem hann brýtur loforð og er nákvæmlega eins og það lið sem hann er búinn að vera setja útá í stjórnar andstöðunni?
Ég tók það hvergi fram að hann hafi farið framhjá stjórnarsáttmálanum, það er eitthvað sem þú og Pétur bjugguð til upp úr þurru.
Það er ekki þannig að flokkar geti staðið við kosningaloforð sín óbreytt heldur er stjórnarsáttmáli samkomulag flokkanna. Ef menn vilja ekki svoleiðis.. þá skrifa þeir ekki undir slíkan samning
Hér kemurðu akkúrat á það sem ég er að tala um, Steingrímur ásamt VG hafa ekki staðið við sín kosningaloforð, og það var skrifað undir slíkan samning ekki út af það fékkst sameiginleg stefna, heldur til að komast til valda... hann sagði það sjálfur ("hvað sem er gert til að halda vinstri stjórn við völd")!!!!
Hér eru nokkrir punktar sem ég setti fram....
Er hann ekki búinn að svíkja hvert einasta kosninga loforð, brjóta á bak allar stefnur flokksins og hreinlega ljúga frama í land og þjóð!
Steingrímur er að reyna að breyta VG til að þóknast SF til þess eins að missa ekki nýfengið vald, skítt með stefnuna bara að vera með valdið, maðurinn er meira að segja búinn að viðurkenna þetta í fjölmiðlum (verður allt gert til að halda vinstristjórn við völd og halda sjálfstæðisflokknum frá).
Þessi valdagræðgi segir allt sem segja þarf um manninn.
Hvorki þú né Pétur hafið sett fram nokkuð til að afsanna þetta!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.