Ekki fleiri LÁN segir formaður Framsóknar, eða???

Sigmundur Davíð toppaði sjálfan sig í Silfri Egils áðan. Hann segir að ríkisstjórnin sé á villigötum með öllum þessum lántökum og eigi ekki að halda áfram á þessari braut. Vandamál Íslands sé skuldavandi en ekki annað.

Til upprifjunar er þetta sami Sigmundur Davíð og kom með Höskuldi þinmanni Framsóknar í NA kjördæmi og lýsti því yfir að norski Framsóknarflokkurinn vildi og gæti lánað okkur 2000 þúsund milljarða. Vildi að gengið yrði í það með hraði.

Nú... fjórum dögum seinna segir þessi sami Sigmundur Davíð...titlaður formaður Framsóknar að við eigum ekki að taka fleiri lán... nóg sé komið og þetta sé að drepa Íslenska þjóð.

Á miðvikudaginn vildi Sigmundur Davíð 2000 milljarða strax til láns hjá Noregi... í dag..lánin eru allt að drepa og á ekki að taka þá...

Hvernig í veröldinni á maður að skilja ruglið og bullið í formanni Framsóknarflokkins sem man ekki milli daga hvað hann sagði síðast...

Spurningin sem eftir stendur... ?? hvað vill formaður Framsóknarflokksins... og hver er eiginlega stefna þess flokks önnur en senda þennan mann með samhengislausar upphrópanir og poppulisma til þjóðar sem á í vanda... Þetta er hrikalega ábyrgðarlaust og ég held að Framsóknarflokkurinn ætti að hugsa sinn gang.

Að vísu virðist hann uppskera flóttafylgið frá Borgarahreyfingunni í síðustu könnun Capacent og það er kannski það sem formaðurinn er að spá.


mbl.is Búið að staðfesta pólska lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er bara framsóknarmennskan í hnotskurn Jón Ingi

Haraldur Bjarnason, 4.10.2009 kl. 13:57

2 identicon

Held að hann hafi verið að meina að norskt lán kæmi í staðinn fyrir lánið frá AGS...

Kjartan (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 14:04

3 identicon

Þessi maður er algjör vitleysingur og á þingi er aðeins einn verri en hann, það er falska og illa gefna kvikindið hann Höskuldur.

Óskar (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hann sagði það skýrt að hann vildi ekki sjá fleiri lán.. það fór ekki á milli mála... þó svo ég efist stórlega um að hann skilji sjálfan sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins talar íslenskur stjórnmálamaður af viti um skuldavanda ríkisins. Ekki fleiri lán, takk fyrir! Það sem við þurfum að gera núna er að borga af okkar skuldum til að minnka þær, en ekki að auka skuldirnar með meiri lántöku. Hagvöxtur getur aldrei orðið á Íslandi ef allur okkar afgangur fer í vaxtagreiðslur til erlendra aðila. Varðandi norsku "kanínuna" þá held ég að það útspil hafi verið tilraun til þess að benda fólki á að það eru til fleiri möguleikar en harkaleg gjaldþrotameðferð á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frekar en að um raunhæfa tillögu hafi verið að ræða. Burt með handrukkarana, út með IMF!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2009 kl. 16:59

6 identicon

Steingrímur og Jóhanna eru á fullu að taka lán sem borga þarf afborganir og vexti af. Hugmynd Sigmundar og Höskuldar var að tryggja lánalínu frá Noregi, sem ekki þyrfti að nýta, nema nauðsyn krefði og hefði því lítinn sem engan kostnað í för með sér ef hún yrði ekki nýtt. Þessi lánalína gæti jafnvel gert okkur kleyft að losa okkur undan oki AGS, en áætlun þeirra gengur beinlínis út á gríðarlega skuldsetningu með tilheyrandi kostnaði.

Ef þú skilur ekki muninn á þessu tvennu ætti þú kannski að ræða við þjónustufulltrúann í bankanum þínum. Hann getur kannski útskýrt þetta fyrir þér.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það sem er ljón á veginum í allri fyrirgreiðslu er Icesave og þá sérstaklega hollenska Icesave sem stofnað var til eftir að Samfylkingin tók við bankamálaráðuneytinu og Fjármálaeftirlitinu. Eitthvað sem fulltrúar Samfó virðast alltaf hafa gleymt þegar Icsave ber á góma.

Víðir Benediktsson, 4.10.2009 kl. 18:36

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...ekki falsa.. Hollenska Icesave var hannað og skipulagt 2006 og hefur margoft komið fram.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 18:42

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hér er engin fölsun Jón. Hollenska icesave fór ekki í gang fyrr en Samfó var komin í stjórn. Það er staðreynd, getur verið erfitt að kyngja því en staðreynd samt. Það er rétt að Samfó átti ekki hugmyndina en fannst hún góð og lét málið rúlla.

Víðir Benediktsson, 4.10.2009 kl. 20:11

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Icesave was an online savings brand owned and operated by Landsbanki from 2006–2008. It offered savings accounts only to personal savers. It operated in two countries – the United Kingdom (since October 2006) and the Netherlands (since May 2008). However, Landsbanki's 2007 annual report stated there were intentions to roll the brand out to additional territories throughout 2008 and 2009.

Víðir... ég veit ekki hvort þú ert að gera þér upp fáfræði eða hvað. Icesaveheimildir lágu fyrir fyrri hluta árs 2006 og það veistu... eða veistu það kannski ekki ?? Það tafðist að vísu að þeir byrjuði í Hollandi sem er kannski ágætt því þar hafði þetta ekki náð eins miklum upphæðum og í Bretlandi. En leyfin voru afgreidd og lágu fyrir.

Icesave varð til á árunum 2005-6 og starfssemin hófst í Bretlandi 2006 og Hollandi fyrrihluta árs 2008. Bankastarfssemi er undir eftirlit bankaeftirlits og Seðlabanka en ekki stjórnmálaflokka eins og þú virðist endalaust halda. Þar hafði bankinn aflað tilskilinna leyfa löngu áður en í sjálfu sér er þessi starfssemi í fáu frábrugðin annarri bankastarfssemi og enginn hefur haldið því fram að hún hafi verið ólögleg. Það sem fer úrskeiðis er að Landsbankinn fór á hausinn og gat ekki skilað þessum fjármunum til baka þegar bankinn féll.

Viðskiptaráðherra axlaði síðan ábyrgð á sínum hluta málsins og sagði af sér en aðrir sátu sem fastast. Fram hefur komið margoft líka að hann fékk ekki að vita af því hver staðan var vegna þess að fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstöðumaður Fjármálaeftirlits leyndu upplýsingum.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.10.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband