Reynsluleysi eða kjánaskapur ?

"Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður norska Miðflokksins, hafi umboð formanns flokksins til að leggja til að norska ríkið veiti Íslendingum aðgang að allt að 2000 milljarða króna lánsfé.

Í fréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir Marianne Aasen, þingmanni Verkamannaflokksins, að aðeins væri um að ræða skoðanir Lundteigens og að lánafyrirgreiðsla til Íslands yrði að vera í tengslum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn"

Mér finnst ábyrgðarhluti að þingmenn gangi ljósum logum í fjölmiðlum og haldi fram einhverju sem ekki stenst. Það á ekki að búa til væntingar hjá fólki sem veit vart sitt rjúkandi ráð.

Ég kýs að túlka þetta gönuhlaup Höskuldar og Sigmundar sem barnaskap og reynsluleysi. Ég trúi ekki að þeir séu að þessu til að þyrla upp pólitísku moldviðri.

Þingmenn úr Norska Framsóknarflokkunum hafa örugglega ekki heimild til að ræða eða skuldbinda Noreg með þessum hætti enda þverneita aðrir en þeir þessum fullyrðingum. Það væri sannarlega Stórþingsmál að ákveða slíkt enda upphæðin stjarnfræðilega há... allt að 4 x Icesave.

Það er því góðlátleg bón mín að þingmenn Framsóknarflokksins hætti að bulla í þjóðinni og taki sig til og hjálpi til við að leysa vanda okkar.


mbl.is Með umboð formanns Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Formlega beiðni til noregs og fáum þetta mál útkljáð. Fram að því getur hvorki þú né ég eða nokkur annar staðhæft með eða gegn þessu máli.

Carl Jóhann Granz, 2.10.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að þetta var tekið strax af borðinu. Þessir menn eru algjörir jólasveinar Báðir tveir.

Brynjar Jóhannsson, 2.10.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Það hefur líka komið fram í fjölmiðlum frá ráðherrum í Noregi að engin "formleg beiðni" hefur komið.

Skiptir það virkilega máli eins og staðan okkar er í dag hverjir það eru sem benda á lausnir ?

Carl Jóhann Granz, 2.10.2009 kl. 18:48

4 identicon

Ég sé að ég verð að svara Carl hér líka:

Carl þú ert að láta þessa framsóknarrugludalla rugla þig í ríminu.  Norðmenn eru FYRIR LÖNGU BÚNIR AÐ SVARA ÞESSU OG EINHVER FORMLEG BEIÐNI Á ÞESSU STIGI MÁLSINS VÆRI BARA AÐHLÁTURSEFNI.  Þeir sem öllu ráða í ríkisstjórn Noregs SEGJA AÐ SLÍKT LÁN KOMI EKKI TIL GREINA ÁN TENGINGAR VIÐ AGS! 

Norðmenn sem og aðrir vita ósköp vel að við viljum ekki tengja lán við AGS.  Aðeins Færeyingar og Pólverjar hafa lánað okkur án þessara skilmála OG ÞEIR BÁÐU ALDREI UM NEINA FOKKING FORMLEGA BEIÐNI!  ÞESSIR TVEIR FRAMSÓKNARSTRUMPAR ERU BRANDARAR OG ÓTRÚLEGT AÐ EINHVER SKULI TRÚA ÞESSUM BJÁLFUM.

Óskar (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:05

5 identicon

Heh, ég hef engu við að bæta eftir pistil Óskars!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er allavega ljóst eftir þetta moldviðri að norski Verkamannaflokkurinn (systurflokkur Samfylkingar) ætlar ekki að gera okkur lífið léttara og er staðráðinn í því  að taka þátt í samsæri AGS og ESB gegn okkur.

Víðir Benediktsson, 2.10.2009 kl. 19:43

7 identicon

Hefðuð þið hlaupið og tjáð ykkur um að Ástþór Magnússon sé búinn að redda 2000 milljarða láni fyrir okkur frá vini sínum....Hver einn sem hefur búið í Noregi veit að Per Olaf Lundteigen er Ástþór Magnússon Noregs og hann hefur aldrei og mun aldrei geta reddað íslensku þjóðinni þetta lán. Höskuldur ætti að skammast sín að plata fólk svona og gefa okkur falskar væntingar.

Gilli (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 21:23

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er eitthvað meira að marka Marianne Aasen en Per Olaf Lundteigen?? 

Sérkennileg umræða hér, þar sem yfirvöld á Íslandi þurfa væntanlega að sækja um þetta lán, - ekki stjórnarandstaðan.  Ætti að vera þakkarvert ef einhver getur skoðað þau mál sem brenna á þjóðinni á meðan Samfylkingin og VG eru uppteknir í aukaverkum við að reyna komast inn í ESB, sem er algjörlega ótímabært við þessar aðstæður.

Verð hugsað til Gullna hliðsins, þar sem kerlingin (Stengrímur J) hendir Jóni bónda (Samfylkingunni) inn í gegnum Gullna hliðið (ESB) þó hann hafi ekki á neinn hátt verðskuldað það að komast þar inn. 

Sammerkt báðum þessum stöðum, sá sem einu sinni fer það inn. - á ekki afturkvæmt.

Benedikt V. Warén, 2.10.2009 kl. 21:35

9 Smámynd: Sigurjón

Höfum við eitthvað annað en orð téðrar Aasen fyrir því að þetta sé rugl í þeim?  Ef ekki, þá er það alveg þess virði að óska formlega eftir því og sjá þá hvort eitthvað sé að marka þingmanninn norzka.

Sigurjón, 3.10.2009 kl. 00:38

10 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þeir eru að þessu eingöngu til að þyrla upp pólitísku moldviðri!

Ingimundur Bergmann, 3.10.2009 kl. 02:44

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Framsóknarflokkurinn skiptir nákvæmlega engu máli - hvað hann leggur til eða leggur ekki til er aukaatriði - það er bara þannig
Ég hef miklar áhyggjur af ríkisstjórninni þar virðist vera algjört uppnám og kaos - einn ráðherrra segir af sér þar sem hann neitar að láta kúga sig og annar neitar að taka við ráðherraembætti - jóhanna treystir sér ekki til að fara með Icesave fyrir alþingi fyrr en hún hefur náð að þvinga/kúga stjórnarþingmenn til að kjósa eins og hún vill ( hún vill ekki að stjórnarþingmenn fái að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu ) - eitt gerir þó þessi ríkisstjórn vel hækka skatta og auka álögur á þjóðina - hversvegna er Svandísi ekki vikið úr ríkisstjórn en það vill SJS ekki þó að ákvörðun hennar muni fella stöðugleikasáttmálann - öllu er fórnað fyrir hina tæru vinstri stjórn - það er bara þannig -

Óðinn Þórisson, 3.10.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband