Ögmundur styður ríkisstjórnina.

"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að Ögmundur Jónasson hefði með afsögn sinni úr embætti heilbrigðisráðherra verið að lýsa yfir vantrausti á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í Icesave-málinu."

Þorgerður ætti kannski að hlusta á það sem Ögmundur er að segja... hann styður ríkisstjórnina eftir sem áður þó hann ætli að koma sér úr eldlínu heilbrigðismálanna.

Að lýsa yfir stuðingi við ríkisstjórn í fjölmiðlum er því ekki vantraust heldur hentistefnutúlkun Þorgerðar sem veit greinilega betur en Ögmundur sjálfur...hvernig sem hún fer nú að því ??


mbl.is Er að lýsa yfir vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að vera 2 mínutna gamall í pólitík eða bara 2ja ára, hvernig getur afsögn ráðherra útaf forsætisráðherra verið eitthvað annað en vantraust???? Vaknaðu krakki.

Hákon (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég sé alveg mun á því að styðja við ríkisstjórnina í þessu tilviki og tala um vantraust, því jú hann treystir sér greinilega ekki til að vinna með ríkisstjórninni. Á sama tíma hinsvegar vill hann eflaust að ríkisstjórnin gangi vel og að hún haldi.

Fyrir mitt leyti dó þessi stjórn endenlega með afsögn Ögmundar.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 30.9.2009 kl. 12:56

3 Smámynd: Jón Þór Helgason

Hefur þér ekki dottið í hug að Ögmundur sé í raun að segja, Ríksistjórnin er að taka stefnu sem hann er ekki sáttur við.

 Afsögnin segir meira en stuðninsyfirlýsinginn.

Jón Þór Helgason, 30.9.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það hefur aldrei verið neitt líf í þessari stjórn! Steingrímur stakk mig í bakið eftir að ég gaf honum atkvæði mitt með því að taka 180gráður í ESB málum.

Ellert Júlíusson, 30.9.2009 kl. 12:57

5 identicon

Skoðum nú staðreyndir málsins:

1. Ögmundur hefur aldrei verið sáttur við Icesave-leiðina

2. Ögmundur er formlega formaður BSRB en á morgun verður kynntar harkalegar leiðir til niðurskurðar í heilbrigðis- og ríkiskerfinu. Þar mun formaður BSRB skamma heilbrigðisráðherra.

Ögmundur gerði það sem því miður gerist stundum. Hann henti sér um borð í brimskaflinn. Hafði ekki þor að sigla með.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:14

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Staða Ögmundar í þessari orrahríð í heilbrigðiskerfinu er erfið. Hann hefur sem formaður BSRB alla tíð staðið harður gegn slíkum hugmyndum og ég veit að þetta er honum lítt að skapi. Ég þykist vita að á honum standi öll spjót því hann þekkir persónulega alla helstu áhrifamenn í þessu kerfi sem formaður BSRB sem hann hefur verið í 20 ár. Hann á því alla mína samúð og ég undrast ekki að hann leiti sér útleiðar úr þessum farvegi... þó hann heiti kannski eitthvað annað í bili.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hákon....gæti verið að þú sjáir ekki það sem ég sé eftir áratuga veru í þessum leik

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband