Risaskref í átt til endurreisnar.

"Vonast er til þess að hægt verði að útskýra aðgerðir stjórnvalda við skuldavanda heimilanna í smáatriðum í þessari viku. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að hnýta þurfi lausa enda í samstarfi við bankana, en það ætti að klárast í dag eða á morgun.

Skuldarar í landinu sem stríða nú við þungar afborganir eigi að finna fyrir áhrifum aðgerðanna frá og með 1. nóvember en einhver hluti þeirra komist ekki í gagnið fyrr en 1. desember í síðasta lagi."

Stór áfangi í aðgerðum til endurreisnar efnahags heimilanna er að líta dagsins ljós þessa dagana. Það er gleðilegt og mjög jákvætt innlegg í þá miklu erfiðleika sem land og þjóð eiga við að glíma.

Mér finnst merkilegt að sjá sumar bloggara halda áfram að hamast í foráttumyrkri hugans frekar en reyna að sjá ljósglætu og fagnar hverjum áfanga ... stórum sem smáum. Hugarfarið er ef til vill hluti af þeim vanda sem við er að glíma en þó má sjá batamerki með hverri aðgerð sem lítur dagsins ljós.

Ég ætla mér að vera bjartsýnn á þær aðgerðir sem framundan eru og það munar um þær upphæðir sem þessi aðgerð ein skilar ákaflega mörgum. Þó eru enn um 20% skuldara sem þurfa enn frekari aðgerðir til björgunar að sögn félagsmálaráðherra. Sá hópur er ekki að gleymast þó nú verði kynntar hinar almennu aðgerðir.


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er tákn um betri tíð! Tuttugu mínútur og enginn tuðari hérna!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Tuttugu mínútur er ekki mikið miðað við að fólk er búið að bíða í heilt ár eða fimm hundruð tuttgu og fimm þúsund og sex hundruð mínútur. Svona bjálfar væru ekki nothæfir til sjós.

Víðir Benediktsson, 29.9.2009 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessar hugmyndir sem kynntar hafa verið um léttari greiðslubyrði heimilanna eru mjög lofandi.

Jón Halldór Guðmundsson, 30.9.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband