Vill lögleiða kannabis... skammarlegt.

"Nýr formaður SUS vill lögleiða kannabis og skattleggja neysluna. Hann er jafnframt meðlimur hóps sem vill eftirlit með því að Ríkisútvarpið sé hlutlaust.

Ólafur Örn Nielsson var í dag kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á átakaþingi á Ísafirði. En fyrir hvað stendur Ólafur Örn?  Hægt er að draga upp ákveðna mynd af honum með því að skoða heimasíðu hans á Facebook.  Þar kemur meðal annars fram að hann er dyggur stuðningsmaður Davíðs Oddssonar, nú ritstjóra Morgunblaðsins, en Ólafur Örn vinnur einmitt á Morgunblaðinu.  Hann skráir sig sem trúleysingja og styður að kannabis verði lögleitt og neyslan verði skattlögð."

Svo segir um nýkjörinn formann SUS á Pressan.is

Ég mun aldrei geta sætt mig við að einhverjir hafi þá afstöðu að vilja lögleiða fíkniefni. Slík afstaða er kjánleg og þegar grannt er skoðað hættuleg. Fólk sem vill taka þátt í stjórnmálum og ætlar sér framtíð á þeim vettvangi á að hafa skynsemi til að hafa ekki slíkar skoðanir. Ef til vill er þetta barnaskapur og á eftir að eldast af drengnum. Vonandi hafa flokksbræður hans og systur bein í nefinu til að fræða formanninn nýja um skaðsemi kannabisefna og hversu mörg líf ungmenna sú fíkn hefur lagt í rúst. Að hanns sé sérstakur sendiboði Davíðs og vinni undir hans stjórn á Mogganum er smámál miðað við skoðanir hans á eiturlyfjum.

Ég er ekki vanur að blogga um sama efnið tvisvar en þegar ég sá þettta á Pressunni gat ég ekki orða bundist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og nú bíð ég bara eftir Víði...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gísli minn, ég veit ekki mikið um kanabis en held að þetta sé bölvað eitur.

Víðir Benediktsson, 27.9.2009 kl. 23:01

3 identicon

Trúleysingjar, eru gjarnan kynvillingar, vegna boða biblíunnar um að þeir hljóti tortímingu, ásamt morðingjum, þjófum, hórum og hórkörlum.  Jesús er því þyrnir í þeirra augum, og hans boðorð.  Leiðtogar þessa vesalings fólks, heimta  svo aftur og aftur að þessi dómur almættisins, verði numinn brott úr biblíunni, en svo verður ekki, því guð vill burt fólk sem eyðir lífi.

Harðasti kjarni Dabba virðast vera kynvillingar, og svo þeir sem líka vilja græða og grilla, og þeim er sjánanlega alveg sama á hverju þeir græða, hví ekki fíkniefnum, þegar þeim er líka slétt sama um að hirða gjafasjóði langveikra ungbarna,fleira mætti tína til, Jesú sagði, þú skalt ekki stela, Hljómar þetta ekki eins og fimmaurabrandari úr safni Dabba?
Mér virðist þessi fulltrúi einmitt eiga samleið með náhirðinni.  " Megi þeir fljótt fara, þann veg sem þeim er ætlað að fara."

Robert (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband