Þennan mann verðlauna Sjálfstæðismenn.

Breska dagblaðið Guardian fjallar ítarlega um stöðu Íslands í tilefni þess að senn er liðið ár frá efnahagshruninu. Rifjuð eru upp orð Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem blaðið segir að hafi leitt til þess að sett voru hryðjuverkalög á Ísland.

Og nú á þessi maður að stýra stærsta prentfjölmiðli landsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið fyrir ritstjóra þar sem er ófær um að fjalla um þetta stærsta mál sögunnar.

Hverskonar bananalýðveldi er þetta hér  ?

Maður var svo sannarlega að vona að allir hefðu lært eitthvað á því sem hér gerðist.... en ekki Sjálfstæðisflokkurinn og menn mega vita á hverju er von nái þessi flokkur völdum á ný.

Bjarni Benediktsson sagði í fréttum í gær að Icesave væri vandamál ríkisstjórnarinnar. Þvílíkur dómgreindarbrestur.... eða allt að því heimska.. ljótt að segja það.

Icesave er vandamál sem þarf að leysa og er eins og klafi á þjóðinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að axla þá ábyrgð stjórnmálamanns að taka þátt í að bjarga þjóðinni... nei ekki aldeilis.. það eiga aðrir að gera.

Flokkurinn í fyrsta öðru og þriðja sæti og svo kemur kannski þjóðin. Bjarni er greinilega leppur sem Davíð Oddsson hefur valið til handavinnu fyrir sig í atlögu flokksins að landi og þjóð.


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Því í anskotanum ertu ávalt svona reiður Jón ?

Jón Snæbjörnsson, 28.9.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þú þarf að hofra á kaupsýslumannin sem var í Silfrinu í gær.... alvöru maður...

Kristinn Pétursson, 28.9.2009 kl. 08:37

3 identicon

Höldum þessu til haga:

1. Það er kominn tími til að hætta að láta alla þjóðfélagsumræðu snúast um Davíð Oddsson. Það að maðurinn fær sér vinnu á dagblaði ætti ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að halda uppi vitrænni umræðu fyrir froðufellandi þráhyggju, er það nokkuð? Þar fyrir utan þá var "Sjálfstæðisflokkurinn" ekki að ráða sér ritstjóra. Það var fólkið sem keypti blaðið á nauðungaruppboði. Sjálfstæðisflokkurinn, þ.e. þriðjungur þjóðarinnar, á ekki þetta blað og hefur ekki átt í marga áratugi. Annað er gömul og úrelt Moggagrýla. Vaknaðu!

2. Það verður ekkert hjá því komist að segja það eins og er: IceSlave firran _ER_ á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Það var hún sem einhliða ákvað að ganga að nær öllum kröfum Breta og Hollendinga, langt út fyrir alla skyldu okkar. Það var hún sem átti ekki einu sinni stuðning SINNA EIGIN ÞINGMANNA vísan þegar átti að fara að afgreiða þennan fáránlega klúðurslega samning og það er hún–ein og óstudd–sem sneri sér við og samþykkti ríkisábyrgð með fyrirvörum án þess að hafa gert minnstu tilraun til að kanna, hvað þá tryggja, að hægt væri að ná landi með slíka fyrirvara við Breta og Hollendinga. Svo loks þegar Indriði H. Þorláksson var sendur utan með fyrirvarana, FYRIR NÆSTUM ÞVÍ MÁNUÐI SÍÐAN, þá sögðu Bretar og Hollendingar þvert nei, en ríkisstjórnin reyndi að ÞAGGA MÁLIÐ NIÐUR og ljúga því að þjóðinni að það væri bara svona "blæbrigðamunur" á afstöðu Íslendinga og Breta/Hollendinga. Og hvað þýðir þetta allt? Jú, þetta IceSlave klúður er eingetið og skilgetið afkvæmi þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnar sem komst til vanda með því að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um alla hluti, þó að Samfylkingin hafi sjálf ekki aðeins verið í stjórn heldur með sjálft bankamálaráðuneytið undir sér. Nú er hins vegar ekki lengur hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um það sem verið er að klúðra og því getur ríkisstjórnin ekki klínt þessu endemis IceSlave KLÚÐRI á neinn annan heldur situr uppi með skömmina sjálf.

3. Reyndu að tala hreint út, maður. Nógu ertu orðljótur í garð manna sem eru núverandi og fyrrverandi formenn stærsta flokks þjóðarinnar. "Formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að axla þá ábyrgð stjórnmálamanns að taka þátt í að bjarga þjóðinni" þýðir á mannamáli "Sjálfstæðisflokkurinn á að bjarga hinni getulausu vinstri stjórn aftur, eftir að hafa skorið hana tvívegis niður úr snörunni nú þegar: Fyrst með því að bjarga ESB-umsókn Samfylkingarinnar og svo með því að leyfa hinum kúðurslega IceSlave-samningi Svavars Gestssonar og kumpána að troða sér í gegnum Alþingi með allra nauðsynlegustu plástrum." Hafðu manndóm í þér til að kalla hlutina réttu nafni, í stað þess að sveipa allt í frasakennt "rósa"mál flokksins þíns.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 08:40

4 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Jón Sesarsson

Árni Björn Guðjónsson, 28.9.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Frasarnir fljúga á báða bóga - þetta er einfalt, Icesave samningurinn er ógildur þar sem Uk og Holland vilja ekki viðurkenna fyrirvarana 100% , þeir geta sótt það sem til er í tryggingasjóð, restin lendir þá bara á þeim, og fari málið fyrir dómstóla er víst að svo muni dæmt skv reglum Evrópu Sambandsins.

Hættið þvi þessu rugli segið þeim að eiga þetta - rekum síðan AGS úr landi og  spyrjum Norðurlandaþjoðirnar hvort þær ætli að standa við það að vera í rassgatinu á AGS, ef svo þá slítum við einfaldlega stjórnmálasambandi við þær .

Steinar Immanúel Sörensson, 28.9.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi, leitin að Jóhönnu heldur áfram. Er hún hjá þér?

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2009 kl. 09:35

7 identicon

 Ef umræðan er um Icesafe þá skulum við bara fara með það fyrir dómstóla eins og margir telja rétt í stað þess að semja.

 En vita skulu menn út frá hverju verður dæmt, neyðarlögin koma þar við sögu.

Þar ábyrgjumst við að fullu innistæður í Íslenskum bönkum, en undanskiljum innistæðueigendur sem ekki hafa lögheimili á Íslandi.

Þessi gjörningur mismunar viðskiptavinum bankanna gróflega og brítur jafnræði það sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja.

Slíkur dómur mni þýða að fá dómsuppkvaðning féllu á rikissjíð c.a 1200 milljarðar í stað c.a 700 milljarða, hvar við fengum þá lán fyrir því veit ég ekki.væri hægt að fá frest á greiðslum veit ég ekki væru vextir 5.5 % 6% 7% 8% veit ég ekki. Vita þeir sem reyna að skorast undan ábyrgð hvað kemur í stað Iceslave eins og þeir kalla það.Svo mikið er nú víst að við höfum ekki réttlætinguna okkar megin ,það erum við sem erum að mismuna ekki Bretar og Hollendingar.

Kveðja Arthur

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:38

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður...ég hef áhyggjur af þér... vantar greinilega ný gleraugu og heyrartæki..

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2009 kl. 09:54

9 identicon

Ertu ekki að lesa eitthvað rangt út úr sögunni eða skipta staðreyndir engu máli þega áróðursmaskína Samfylkingarinnar á í hlut. Bretar settu svokölluð hryðjuverkalög á Íslendinga í október en Daviíð kom í kastljósið í nóvember og sagði almenning á Íslandi ekki bera ábyrgð á skuldum óreiðumanna.

Hryðjuverkalögin svokölluðu eru lög sem sett voru af Bretum á tíunda áratug síðustu aldar eftir að gerð hafði verið atlaga að fjármálakerfi Hong Kong. Þeir áttuðu sig á því að með því að lama fjármálakerfi landa þá gæti það haft alvarlegri afleiðingar en með vopnum, þetta er rangnefni að kalla þetta hryðjuverkalög sem vörn gegn árásum með vopnum. 

Góðborgari (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 09:55

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kolbeinn... þetta snýst ekki um að skera einn eða neinn niður úr snöru.. þetta snýrst um að koma þjóðinni á braut uppbyggingar en ekki flokkapólitík... þú ert greinilega innmúraður í Valhallarhópinn og ber að lesa þig með í farteskinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2009 kl. 09:57

11 identicon

Það er því miður engin spurning um það hvort íslenska ríkið sé ábyrgt eða ekki. Íslenska ríkið er 100% ábyrgt fyrir Icesave. Sparireikningar eru tryggðir. Punktur.

Ef Íslendingar segja: "við borgum ekki", þá jafngildir það gjaldþrotayfirlýsingu. Kröfuhafar koma þá og taka það sem þeir vilja.

Ef það er það sem fólk vill, gjöriði svo vel. Annars hætta þessu væli og kjaftæði, eins og kommúnistaanarkistar sem virða ekki kapítalismann og hans lögmál.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:08

12 identicon

Robert

Fyrir okkur sem höfum orðið að lifa við Dabba í umhverfinu mjööög lengi skiptir þetta engu máli, við höfum séð allan pakkann fyrir löngu,og tökum ekki mark á gripnum, því síður hræðumst við gerpið, virðing er heldur ekki til staðar, fyrir okkur er þetta dautt apparat.
Það er verra að bretar líta öðrum augum á málið, það gæti kostað enn meiri vandræði en við höfum enn séð undan apparatinu
Dabba, hingað til. Nú fullyrða þeir að orð úr munni Dabba hafi orðið til þess að þeir settu hryðjuverkalögin á Íslendinga, (reyndar grunaði okkur það,vitum það núna)
er þetta ekki sætt?
Bretar líta svo á að Íslenski hægri öfgaflokkurinn hafi gefið þeim puttann með því að ráða Dabba , ritstjóra á blað hægri öfganna, manninn sem startaði hryðjuverkalögonum að þeirra sögn. Ha ha ha ha 

Robert (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:52

13 identicon

Mér finnst alltaf jafnhlægilegt þegar ég sé sjálfstæðismenn reyna að kenna ríkisstjórninni um Icesave klúðrið.  Þetta mál er algjörlega í boði sjálfstæðisflokksins frá A-Ö og ríkisstjórnin er hér að reyna að taka til eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið.  Auðvitað verður það ekki gert aðfinnslulaust.  Landsbankinn var gefinn af sjálfstæðismanni, til sjálfstæðismanna og stjórnað af sjálfstæðismönnum síðan, sem í græðgi sinni fóru ránsferð um Evrópu.  Svo koma þessir vitringar nú hver af öðrum og kenna núverandi ríkisstjórn um ástandið!  Það er langt frá því að ég styðji allt sem þessi ríkisstjórn gerir en frá henni verður ekki  tekið að hún er að reyna að taka hér til eftir glæpsamlega stefnu og stjórnun sjálfstæðisflokksins.  Sá sem ber einna mesta ábyrgð á þeirri stefnu er nú orðinn ritstjóri blaðs sem var að fá afslátt af skuldum við ríkisbanka upp á 4 milljarða og þessvegna kemur almenningi þetta við því eins og venjulega er það almenningur sem situr uppi með tjónið.

Óskar (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 11:06

14 identicon

Tengt þessari frétt: Ætli Davíð ritstjóri ekki hafa fundið Davíð fyrrv. seðlabankastj. til að leita álits hans á fréttinni?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:34

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

En vita skulu menn út frá hverju verður dæmt, neyðarlögin koma þar við sögu.

Þar ábyrgjumst við að fullu innistæður í Íslenskum bönkum, en undanskiljum innistæðueigendur sem ekki hafa lögheimili á Íslandi.

Þessi gjörningur mismunar viðskiptavinum bankanna gróflega og brítur jafnræði það sem við höfum skuldbundið okkur til að fylgja.

Þessi gerningur er ekkert nýtt og er eitthvað sem Bretar ættu að kannast við sjálfir, þar sem þessi aðferð er komin úr þeirra herbúðum, man ekki hvar það var nákvæmlega þar sem þeir gerðu þetta sjálfir.

Voru þetta ekki innistæður í bankanum hér á Íslandi, þjóðerni hafði ekkert með það að gera hvort þú fékkst þitt tryggt hér það var staðsetning á reikningi.

Neyðarlögin vissulega flækja málið.

Það er því miður engin spurning um það hvort íslenska ríkið sé ábyrgt eða ekki. Íslenska ríkið er 100% ábyrgt fyrir Icesave. Sparireikningar eru tryggðir. Punktur.

EES regluverkið úr ESB segir akkúrat hið gagnstæða, ef íslenska ríkið er 100% ábyrgt hvers vegna er þá verið að fara fram á ríkisábyrgð í samningnum?

Mér finnst alltaf jafnhlægilegt þegar ég sé sjálfstæðismenn reyna að kenna ríkisstjórninni um Icesave klúðrið.

Núverandi ríkisábyrgð á Icesave (ef samningurinn verður samþykktur) er engum öðrum að kenna en núverandi ríkisstjórn.

 Það er langt frá því að ég styðji allt sem þessi ríkisstjórn gerir en frá henni verður ekki  tekið að hún er að reyna að taka hér til eftir glæpsamlega stefnu

Versta við það allt saman er að stefna þessara núverandi ríkisstjórnar virðist vera öllu heldur glæpsamlegri fyrir landann heldur en hjá fyrri stjórn(ekki það að ég sé að reyna verja gerðir þeirrar stjórnar).

 blaðs sem var að fá afslátt af skuldum við ríkisbanka upp á 4 milljarða og þessvegna kemur almenningi þetta við

Þessar afskriftir tengjast núverandi eigendum og ritstjórum lítið, þessar skuldir söfnuðust upp meðan blaðið var í eignarhaldi hjá fyrri eigendum og voru skuldir afskráðar hjá þeim.

Frekar en að hafa áhyggjur af því að opna lána línur til útlanda væri ekki nær að losa um þær hérna heima, með því að lækka vexti hjá bönkunum og gera lántöku hér fýsilega, meiri erlendar skuldir gera okkur ekkert gott til, það er víst til nægur aur í bönkunum en enginn heilvita maður tekur lán á þessum okur vöxtum og það þarf ekkert Icesave til að taka til þar, það þarf bara sparka AGS í burtu og henda þeirra meingölluðu stefnu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.9.2009 kl. 23:50

16 identicon

Makalaust afrek, Óskar, að skrifa þetta langa klausu þar sem næstum því allt er afflutt eða beinlínis logið:

- "Mér finnst alltaf jafnhlægilegt þegar ég sé sjálfstæðismenn reyna að kenna ríkisstjórninni um Icesave klúðrið."

Það þarf ekkert sjálfstæðismenn til að "kenna ríkisstjórninni um" IceSave klúður hennar. Það sér hver maður að sú fásinna ríkisstjórnarinnar, að taka almenna viljayfirlýsingu þar-síðustu ríkisstjórnar um að leita samkomulags á ákveðnum grunni og breyta því í hinn arfavitlausa samning sem guðfaðirinn Svavar Gestsson lét sér detta í hug að samþykkja, er ALFARIÐ á ábyrgð ÞESSARAR RÍKISSTJÓRNAR. Að SJÁLFSÖGÐU átti ekki að bukka sig í duftið fyrir þessum fáránlegu kröfum þegjandi og hljóðalaust, þó að augljóst sé hvað ræður þar ferð: Óslökkvandi ESB-þorsti Samfylkingarinnar, sem hefur meira að segja þaggað í Vg, sem fórnar nú öllu (man einhver eftir Ögmundi fyrrverandi heilbrigðisráðherra?) til að fá að vera baara aaðeins lengur í ríkisstjórn.

- "Þetta mál er algjörlega í boði sjálfstæðisflokksins frá A-Ö og ríkisstjórnin er hér að reyna að taka til eftir 18 ára efnahagslega kjarnorkuárás sjálfstæðisflokksins á landið."

Þvæla. Hver hefur stýrt hér banka- og viðskiptamálum síðustu tvo áratugina? Lengi framan af gömul framsóknarmaddama, en síðustu árin SAMFYLKINGIN. Fyrst með erfðaprinsinn Björgvin við stýrið en nú innvígða kratann Gylfa Magnússon. Með "kjarnorkuárás" þessa tímabils ert þú væntanlega að vísa til þess að á þessum árum hefur tekist að setja þetta þjóðfélag í hóp þeirra sem best standa í heiminum, ÞRÁTT FYRIR HRUN! Sín er nú hver "árásin". Fuss.

- "Landsbankinn var gefinn af sjálfstæðismanni, til sjálfstæðismanna og stjórnað af sjálfstæðismönnum síðan."

Þvæla. Landsbanki Íslands var seldur á opnum markaði og kjölfestuhlutur keyptur af hæstbjóðanda. Í því var engin gjöf fólgin. Það var enginn tilbúinn að greiða hærra verð en þeir sem þá keyptu.

- "Svo koma þessir vitringar nú hver af öðrum og kenna núverandi ríkisstjórn um ástandið!"

Hversu lengi eiga Samfylkingin og Vg að fá að fela sig á bak við það að ekkert sé hægt að gera því það hafi verið þar-síðasta ríkisstjórn sem öllu olli? Nei, fyrirgefðu, það er ekki EINU SINNI það sem þau segja! Neei, það var sko ANNAR HELMINGURINN af þar-síðustu ríkisstjórn sem öllu olli. Frá hruni er nú liðið eitt ár. Af því hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í ríkisstjórn í þrjá mánuði með Samfylkingu. Restin af árinu hefur farið í að fjölga ráðherrum, finna verkefni fyrir Einar Karl ímyndarstjóra, láta uppgjafa-pólitíkus klúðra gjörsamlega IceSave-málinu, halda áfram að ausa milljörðum í ríkisbáknhít ofan í Reykjavíkurhöfn, leggja á ráðin um geðveikar skattahækkanir án þess einu sinni að draga ríkisófreskjuna aftur niður í þá stærð sem hún var í hitteðfyrra, eyðileggja öll áform um uppbyggingu í gjaldeyrisskapandi iðnaði og skipta út óþægum ráðherra. Ætli ríkisstjórnin sé ekki einfær um að sýna landsmönnum að hún sé ófær um að eiga við ástandið?

- "Það er langt frá því að ég styðji allt sem þessi ríkisstjórn gerir en frá henni verður ekki tekið að hún er að reyna að taka hér til eftir glæpsamlega stefnu og stjórnun sjálfstæðisflokksins."

Enn er haldið áfram eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi setið einn við völd í 18 ár og ekkert hafi gerst á þeim tíma nema eymd. ÞVÆLA! ÞRÁTT fyrir hrunið eru lífskjör hér á svipuðum slóðum og árin 2003-2004. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í stjórn í á annan áratug samfellt og það uppgangsskeið skilaði því að ÞÓ að miðað sé við 2003-2004 þá erum við SAMT meðal allra auðugustu þjóða í heimi, með eitt sterkasta lífeyrissjóðskerfi, hæsta menntunarstig, besta heilbrigðisástand o.s.frv. o.s.frv. Í þokkabót leyfir þú þér að halda því að fram að stefna og stjórnun Sjálfstæðisflokkurinn sé "GLÆPSAMLEG"! Þetta er LYGI! Ég SKORA á þig að rökstyðja þennan sakaráburð með öðru en rakalausum þvættingi.

- "Sá sem ber einna mesta ábyrgð á þeirri stefnu er nú orðinn ritstjóri blaðs sem var að fá afslátt af skuldum við ríkisbanka upp á 4 milljarða"

Fleiri lygar. "Blaðið" fékk engan afslátt. Núverandi eigendur keytu það á nauðungaruppboði eftir að bankinn henti út fyrri eigendum og tók af þeim blaðið. Hefur sá sem mætir á nauðungaruppboð og kaupir þar marg-yfirveðsetta eign fengið "afslátt" ef hann kaupir eignina á réttu verði, en ekki fyrir þá fjárhæð sem bankinn leyfði fyrri eigendum að láta hvíla á henni? Auðvitað ekki!

- "og þessvegna kemur almenningi þetta við því eins og venjulega er það almenningur sem situr uppi með tjónið."

Svo slærðu botninn í þetta með enn einni þvælunni: Það eru hluthafar Glitnis, þar á meðal ég og kröfuhafar hans, flestir einhverjir 'nafnlausir, vondir útlendingar' eins og nú er í tísku að kalla þá, sem sitja uppi með tjónið af því að ekki var hægt að selja Moggann upp í skuldir. Eins gott að Óskar Magnússon og co. kom þó með þá peninga sem þeir gerðu. Annars hefði tjónið orðið enn meira. En takk samt fyrir hugulsemina.

Og prófaðu svo næst að skrifa einhvers staðar nær sannleikanum. Ég lofa því að þér á eftir að líða betur fyrir vikið.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband