Skemmdaverkastarfssemi Sjálfstæðismanna.

Stjórnvöld standa nú frammi fyrir því risavaxna verkefni að koma böndum á ríkisreksturinn. Óhætt er að fullyrða að í annan tíma hefur verkefnið varla verið jafnerfitt.

Svona byrjar löng fréttaskýring sem ég hef hér linkað við. Það sem þar kemur fram ætti ekki að koma á óvart í ljósi umræðu og atburða síðustu mánuði. Risavaxið verkefni sem enginn Íslenskur stjórnmálamaður hefur tekist á við fyrr.

Nánast allt í umhverfinu er landinu mótdrægt og ekki hefur bætt stöðuna að stjórnvöld hafa til fjölda ára rekið ábyrgðarlausa efnahagsstefnu og eyðilagt margt af því sem hefði getað fleytt okkur yfir þá alþjóðlegu kreppu sem sprengdi íslensku efnahagssápukúluna.

Flestir landsmenn og fyrirtæki spiluðu með í sýndarveruleika stjórnvalda sem stóð óslitið frá því á síðustu öld og flestir trúðu því að við værum bestir, stærstir og mestir.

Síðustu vikur og mánuði hafa Sjálfstæðismenn farið hamförum gegn núverandi stjórnvöldum og hafa lagt á það gríðarlega áherslu að tala niður flest það sem ríkisstjórnin er að gera. Ég man ekki eftir einu einasta atriði sem er jákvætt eða tillögur. Bloggarar flokksins hamast og málflutingur þeirra er nánast fyndinn ... slík er vitleysan og rangfærslunar sem bornar eru á borð.

En þetta er það sem við mátti búast og kemur ekki á óvart. Hinn sjálfvirki mykudreifari Sjálfstæðisflokksins er hluti af valdakerfinu og fer að mala þegar þarf að vinna til baka töpuð völd. Það er staðreynd að Sjálfstæðisflokknum gengur ekki til umhyggja fyrir landi og þjóð þegar dreifarinn hamast... það gengur fyrst og fremst út að að endurheimta þau völd sem þeir misstu í vetur sem leið. 

Ef einhverjum datt í hug að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi ábyrgð og legðist á árar með stjórnvöldum þjóðinni til hjálpar þá hefur þeim hinum sama opinberast að völdin eru það sem skiptir máli þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. En það þýðir ekkert að gráta það...

svona er þetta bara og ekki við öðru að búast.


mbl.is Fréttaskýring: Risavaxið verkefni bíður stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er "pointið" með þessu bloggi hjá þér Jón ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 13:49

2 identicon

Þú fattar það, Ágúst ef þú lest fyrirsögnina.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:18

3 identicon

Eina "pointið" sem ég sé er að opinbera hvað þessi skítadreifari samspillingarinnar hefur lítið að gera í vinnutímanum sínum:)

Bjössi (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 18:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Veit ekki betur er stjórnarandstsaðan hafi unnið í allt sumar við að að bjarga hinum vonda IseSave samningi sem frv. þingmaður alþýðubandalagsins skrifaði undir - kallast það ekki samvinna og vilja hjálpa ?

annars yrði ég ánægður ef vinstrimenn næðu saman og myndu sameinast  - a.m.k eigið þið sameiginlegt áhugan á að hækka skatta og álögur á almenning og ást ykkar á Sjálfstæðisfólki er öllum kunn -  

Óðinn Þórisson, 23.9.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband