Samfylkingin í NA kjördæmi styður málstaðinn.

Flökkusaga hefur gengið að ríkisstjórnarflokkarnir styðji ekki atvinnuuppbyggingu í NA kjördæmi og var Bakki nefndur sérstaklega. Kristján Þór Júlíusson fór mikinn í fréttum í gær og taldi svo ekki vera. Hvað varðar Samfylkinguna í kjördæminu liggur neðanrituð ályktun frá kjördæmisþingi sem haldið var um síðustu helgi.  

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar haldið laugardaginn 19.september í Lundi Öxarfirði samþykkir eftirfarandi ályktun: Kjördæmisþing beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar og Alþingis að taka atvinnu- og samgöngumál í kjördæminu föstum tökum.  

Vaðlaheiðargöng eru forgangsverkefni í atvinnu-, samgöngu- og ferðamálum kjördæmisins. Afar mikilvægt er að það verkefni hefjist þegar á árinu 2010. Í tengslum við aukinn ferðamannastraum og uppbyggingu ferðamála þarf að hefja stækkun flugstöðvar á Akureyri ásamt því að stórauka markaðssetningu svæðisins á erlendum vettvangi.

 Atvinnuuppbygging á Bakka við Húsavík og orkuleit og orkuvinnsla á svæðinu mega undir engum kringumstæðum frestast og mikilvægt er að ríkisstjórnina bresti ekki stefnu-festu í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum og á öðrum stöðum í kjördæminu.

Þjóðvegur 1 er ekki fullunninn í kjördæminu og á honum eru enn nokkrar einbreiðar brýr með tilheyrandi slysahættu og er það algjörlega óviðunandi ástand.    Þá þess krafist að öryggi þeirra sem þurfa að fara yfir háa fjallvegi til að sækja vinnu og þjónustu sé tryggt með öflugu viðhaldi og þjónustu þessara vega.

 

Jafnframt vill fundurinn að mótuð verði margviss áætlun um jarðgangagerð í kjör-dæminu þar sem aldrei sé unnið að færri en einum jarðgöngum í ríkisframkvæmd.

Það er því ljóst að Kristján Þór var á villigötum með fullyrðingar sínar og ljóst að hann hafði ekki fylgst með fjölmiðlum því þar hafði þessi ályktun birst skömmu áður.      

mbl.is Góður fundur um Bakkaálver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

greinilegt er að þið skiptið þá sem sitja í Höfuðstaðnum í þessum flokki, engu máli.

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á landsfundi Samfylkingarinnar skömmu fyrir kosningar í vor var felld tillaga um það að sækjast eftir sem mestum undanþágum frá útblásturkvótum til þess að reisa álver.

Ómar Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þegar Fagra Ísland var inn hjá Samfylkingunni fór það aðeins eftir því hvar menn voru staddir á landinu hvernig þeir töluðu um álver á Bakka. Ekki þar fyrir að svona fagurgali eins og stendur í þessu plaggi er ekkert nýtt frá Samfylkingunni. Gallinn er bara sá að þetta kemst aldrei lengra en á prentið. Núna var Samfó að svæla burt þann eina sem hafði áhuga á olíuleit á Dreksvæðinu fyrir vesaldóm og ef marka má Kastljósið í kvöld er ríkisstjórnin að draga til baka fyrningarleiðina í sjávarútvegi sem var niðurnjörvuð í stjórnarsáttmálann en svona vinnubrögð eru steinhætt að koma manni á óvart.

Víðir Benediktsson, 23.9.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...ég legg til að þú kynnir þér Fagra Ísland áður en þú tjáir þig frekar... það er svo augljóst að þú hefur ekki græna glóru um hvað þar stendur.

Víðir viltu ekki kenna Samfylkingunni um gróðurhúsaáhrifin og bráðnun íss á norðurhjaranum ... og svo getum við alveg tekið á okkur fyrri heimstyrjöldina ef þig vantar að kenna einhverum um hana...  

Ómar... þessi ályktun gengur út að að drepa ekki uppbyggingu atvinnutækifæra og orkuöflunar á NA landi á dreif og áréttuð stefnufesta í þeim málum.. þá er Bakki sérstaklega tiltekinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.9.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón, ég er margbúinn að lesa þetta Fagra Ísland plagg. Ég er ekki að kenna Samfylkingunni um neitt nema það að gera ekki neitt. Henni verður ekki kennt um annað á meðan.

Víðir Benediktsson, 23.9.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er margt sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé á móti atvinnuuppbyggingu þarna. Stefna ríkisstjórnarinnar að halda áfram að gera ekki neitt&fresta vandanum er ekki góð.

Óðinn Þórisson, 24.9.2009 kl. 07:56

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...ef svo er skilur þú ekki innhald þess.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.9.2009 kl. 08:32

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vaðlaheiðagöngin má leggja í salt í bili, mikilvægari eru jarðgöng undir Hellisheiðina, milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs.  Þar þarf að rjúfa vetrareinangrun.  Það er líka styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar.  En þessi svæði eru ef til vill ekki í kjördæmi Hr. Möller, nema rétt korter fyrir kosningar. 

Flugstöðin á Akureyri má líka bíða, nóg er nú samt allt ruglið í kringum flugvöllinn á Akureyri og næsta verkefni sem þarf að ráðast í vegna flugsamgangna, er komið að flugstöðinni í Reykjavík undir þak.

Benedikt V. Warén, 24.9.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband