23.9.2009 | 10:18
Út í óvissuna ?
"Í sumar var svo töluvert um að íslenskar fjölskyldur kæmu til að setjast að í Danmörku, en komust fljótt að því að það væri hægara sagt en gert. Sumt fólkið hafi ekki talað dönsku og jafnvel ekki ensku heldur. Í Danmörku er efnahagsástand ekki gott og atvinnuleysi töluvert. Íslendingarnir voru því væntanlega að keppa um störf við dönskumælandi fólk.
Þórir segist telja Noreg mun vænlegri kost en Danmörku núna, fyrir þá sem ætla að flytja utan. Fólk þarf aðeins að þreifa á veruleikanum áður en það reynir þetta, segir Þórir. Hann veit um fjölskyldu sem kom til Danmerkur en þurfti frá að hverfa og endaði í Noregi. Þrjár aðrar fjölskyldur sem hann þekki til hafi verið að reyna að koma sér fyrir en gengið erfiðlega. "
Svo segir í frétt um Íslendinga í Danmörku.
Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart og heilmiklar fréttir hafa verið af miklu atvinnuleysi í Danmörku og erfiðu efnahagsástandi. Mig minnir að um 200.000 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í Danmörku fyrr í sumar.
Noregur er það land sem sloppið hefur einna best út úr þessu kreppuástandi sem riðið hefur yfir. Ísland, Spánn, Lettland, Litháen, Rúmenía, Búlgaría og Írland hafa verið nefnd þau lönd sem verst hafa farið út úr kreppunni.
Noregur hefur auðvitað sérstöðu sem vellauðugt olíuríki en flest hinna sem ég nefndi hafa verið í fátækari hluta landa í Evrópu síðustu áratugi.
Sem betur fer hafa flestir sem hafa farið til útlanda í atvinnuskyni verið búnir að tryggja sig áður en af stað er farið. Þó heyrir maður um dæmi þar sem fólk heldur út í óvissuna og það er vissulega áhyggjuefni. Það er hræðilegt að vera í alvarlegum vanda í landi þar sem maður þekkir ekki til, mállaus að mestu og fá eða engin öryggisnet til að grípa, ef vandinn reynist mönnum ofviða.
Kannski var umræðan of einhliða þegar rætt var að tækifærin biðu í útlöndum... og gleymdist að ræða hina hliðina á þeim peningi ?
Það versta búið hjá Íslendingum í Danmörku" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.