Það var ekki mikið.

Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús.

"Fundin hafa verið tímabundin störf fyrir á fimmta tug Íslendinga í Manitoba í Kanada samkvæmt nýjum samningi sem stjórnvöld í fylkinu gerðu við íslensk stjórnvöld eftir efnahagshrunið. Ólíklegt er talið að Íslendingarnir geti hafið störf fyrr en á næsta ári. "

Að þetta skuli vera niðurstaða af samningi við ríki í risaríkinu Kanada er eiginlega broslega sorglegt. Að það skuli finnast fáein störf sem eru hér og þar í hinu og þessu sýnir ekki mikinn vilja til verka.

Og í þokkabót er svo þröng aðkoman að Kanada og erfitt að fá atvinnuleyfi að ég held að þetta verði lítið annað en frétt í blaði og muni engu máli skipta...því miður.


mbl.is Störf fyrir 43 fundin í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

inngangurinn segir þetta allt: Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús

Jón Snæbjörnsson, 16.9.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Menn skildu ekki gera lítið úr þessu.  Með því að fá 43 störf, er verið að framfleyta um 159 manns, en skv. meðaltali á Íslandi er 3.7 manns í hverri fjölskyldu. 

Mjór er mikils vísir.

Ég segi nú bara, - félagi líttu þér nær.  Hvað er verið að skapa mörg störf á Íslandi í dag??  Atvinnuleysið nú er 14.633 manns.

Það er ekki nóg að vita af Jóhönnu í vinnunni sinni.  Spurningin er, - er hún að gera þar eitthvað af viti??

Benedikt V. Warén, 16.9.2009 kl. 11:49

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Geri ekki lítið úr þessu...þetta eru bara vonbrigði...auk þess sem þetta verður í fyrsta lagi á næsta ári... kannski aldrei.... Kanadamenn munu allaf sitja fyrir samkvæmt vinnureglu þeirra og því munu menn aðeins fá illa launuð ... óvinsæl störf ef þá nokkur.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.9.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband