Vonandi fer að draga úr sleggjudómum.

Það sem hefur einkennt umræðuna hér frá bankahruni eru sleggjudómar, hræðsluáróður, tortryggni og hreinar rangfærslur.

Nú er rykið farið að setjast og fordómaminni umræða að hefjast. Að vísu sér maður að sumum bloggurum sem hafa vanið sig á að tortryggja allt sem sagt er og mála skrattann á vegginn í flestum málum líka ekki að umræðan sé að fara í yfirvegaðan, skynsamlegan farveg. Þeir halda áfram að reyna að draga niður anda og efni með neikvæðni, sleggjudómum og endalausum niðurrifsskrifum....

En þetta fer minnkandi og æ fleiri bloggarar eru tilbúnir að horfa á málin af meiri yfirvegun ef fram að þessu. Mörgum mun örugglega líka illa að einhver ábyrgur sem þekkir mál segir AGS sanngjarnan. Það er óþægilegt fyrir þá sem hæst hafa kallað og rifið niður sjálfa sig og aðra með neikvæðum skrifum og tortryggni.

Við Íslendingar hefðum gott af því að hafa trú á einhverju og ekki síst sjálfum okkur og dugnaði þjóðarinnar... það væri góð tilbreyting frá öllu uppgjafarrausinu síðustu mánuði.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband