Víðsýnir Bandaríkjamenn.

"Íhaldssamir bandarískir foreldrar mótmæla fyrirhugaðri ræðu Obama Bandaríkjaforseta í skóla í Virginíu á þriðjudaginn. Ræðan verður send beint um netið og geta nemendur í öllum skólum Bandaríkjanna hlustað á forsetann sem hyggst ræða um mikilvægi menntunar"

Alveg frá því ég var barn hefur mér þótt heimóttarskapur og þröngsýni ákveðinna þjóðfélagshópa í Bandaríkjunum verið furðuleg.

Manni finnst keyra úr hófi þegar maður heyrir fréttir sem þessar. Maður gæti látið sér detta í hug miðaldaviðhorfið þegar Galíleó Galílei var látin afneita því að Jörðin væri hnöttótt....

Hvað skyldi valda þessari ótrúlegu þröngsýni og óupplýstu afstöðu sem maður sér svo oft hjá ákveðnum hópum Bandaríkjamanna sem maður mætti ætla að væru þokkalega upplýst og skynsöm þjóð. ?


mbl.is Foreldrar andvígir ræðu Obama í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í USA eru ótrúlega margir hvorki læsir né skrifandi, svokallaðir "stoneages"  vesalings fólkið hefur ekki efni á að borga einkaskólagjöldin, ekki heldur sjúkratryggingar, svo eru þarna ca. 14 milljónir eiturlyfjasjúklinga sem þurfa hörð efni á hverjum degi, fjöldi milljóna manna í viðbót sem eru í mariuana, alcoholi ofl. fara með alla sína peninga í þetta, síðan er sístækkandi hópur bæklaðra hermanna, sem fá litlar og engar bætu,  þetta eru ungir menn sem eiga sér enga von þarna, flestir háðir eiturlyfjum sem herinn heldur að þeim meðan hægt er að nota þá í Írak, Afganistan og ótrúlegustu stöðum um allan heim.     

Robert (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 01:22

2 identicon

Það er sorglegt hve víða fólk lokar eyrum og augum fyrir því sem mörgum öðrum finnst liggja í augum uppi. það voru t.d. ótrúlega fáir íslendingar sem töldu eitthvað athugavert við það að Ísland lýsti yfir stríði á hendur Írak fyrir nokkrum árum. Varðandi aths. Roberts vil ég segja að þar eru nefndar nokkrar af mörgum skuggahliðum bandarísks þjóðfélags. Ég á samt mjög erfitt með að sjá fyrir mér milljónir af mariuana neytendum eða illa leiknum eiturlyfjasjúklingum fylkjast á pólitíska fundi afturhaldsafla eða ómaka sig á einhvern hátt til stuðnings þeirrar pólitísku þröngsýni sem var tilefni skrifanna. Þeir betur stöddu úr þessum hópum eru almennt á móti "KERFINU" og hinir verr settu skipta sér ekki af þjóðfélagsumræðu. Ég legg til að við spyrjum okkur hvers vegna lýðræðisumræða og lýðræðisskilningur er jafn fátæklegur hér á landi og raun ber vitni. Erum við ekki svo vel menntuð og víðsýn þjóð'????????

Ólafur G. Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband