Trúverðugleiki stjórnarandstöðunnar enginn.

Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa vaðið á súðum að undanförnu. Um Borgararhreyfinguna þarf ekki að ræða.

Trúverðugleiki þessara gömlu hrunflokka er enginn. Það er afar ánægjulegt að sjá fylgið aukast við stjórnarflokkana og ríkisstjórnina í þeim dansi sem Icesavemálið hefur verið.

En í sjálfu sér er það ekki undarlegt. Málflutningurinn hefur verið með ólíkindum, formaður Framsóknarflokksins heldur að hann sigri heiminn með því að kalla hátt og gera lítið úr andstæðingum sínum. Formaður Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn í heild hefur leikið sýndarstjórnmál að undanförnu og framkoma þeirra í Icesavemálinu þar sem farið var að flestum tillögum þeirra um fyrirvara við Icesave og þeir síðan hlaupast frá því sýndi hverskonar gúmmíflokkur þetta er.

Kjósendur sjá þetta líka og þess vegna eykst fylgið við stjórnarflokkana.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf var í stjórn þegar hrunið var og flokkast því sem hrunaflokkur.
Það er í sjálfu sér afstaða að sitja hjá - þá er hægt að réttlæta það með því að segja að málsmeðferð hafi ekki verið að skapi þess sem ákveður að sitja hjá - ég reyndar er ekki sáttur við afstöðu að sitja hjá - í stórum málum eins og Icesave og ESB voru bara 2 möguleikar já eða nei takkinn -
ég get því miður ekki hrósað stjórnarflokkunum - vanskil hafa aukist og það sem stjórnin hefur gert til að koma heimilunum til aðsstoðar er ekki að virka - því miður -
Fylgið við vg er sérstakt umhugsunarefni enda flokkurinn rúin trausti að mínu mati, hefur sett stefnu og hugsjónir sínar til hliðar fyrir völdin -
Þó svo að niðurstaða þessarar könnunar sýni enn einu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti stjórnmálaflokkurinn þá held ég að niðurstaðan sé vonbrygði fyrir flokkinn -  

Óðinn Þórisson, 2.9.2009 kl. 07:34

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er það trúverðugt við afstöðu samstarfsflokksins VG, þegar honum sé still þannig upp við vegg af Samfylkingunni, að Steingrímur J neyðist til þess sama gagnvart þingmönnum sínum??

Er ekki verið að brjóta landslög með þessu??  Eiga þingmenn, hvað í flokki sem þeir standa, að vinna eftir sannfæringu sinni?? 

Það duldist engum, að nokkrir þingmenn VG voru að greiða atkvæði gegn samvisku sinni og sannfæringu.

Mér finnst einnig sérkennileg færsla þín "... formaður Framsóknarflokksins heldur að hann sigri heiminn með því að kalla hátt og gera lítið úr andstæðingum sínum...". 

Ég segi nú bara, - maður líttu þér nær.

Benedikt V. Warén, 2.9.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... ekki svona ódýr. Hrunið á Íslandi varð svona hrikalegt vegna gjörninga og efnhagsstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 1995-2007. Það gerðist ekkert eftir þann tíma sem flokkast undir einkavæðingu, einkavinavæðingu, breytingu á starfssemi Seðlabanka ( afnám bindiskyldu td ) eða var hægt að gera til að stöðva þessi ósköp. Dómurinn lá fyrir það eina sem átti eftir að gerast var að fullnægja honum. Bankar á Íslandi voru tækninlega komir í þrot árið 2006. Þú getur reynt að breyta sögunni ef þú nennir en þetta upplýsist allt í nóvember þegar rannsóknarnefndin skilar af sér.

Benedikt...ef innhaldslaus köll formanns Framsóknarflokksins hafa farið framhjá þér ertu bara einn af fáum sem ekki sér það.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.9.2009 kl. 08:50

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er gaman að sjá hve pirraður þú ert Jón, á því að Samfylkingunni tókst ekki að gera girðingalykkju úr Framsóknarflokknum, eins og VG.  Það er þá einn a.m.k.  flokkur sem stendur af sér óveður Samfylkingarinnar um hraðferð inn í ESB. 

Það er einnig einkennilegt með þessa "innihaldslausu köll", að eitthvað mark var tekið á þeim í fyrirvörum vegna Icesave og jafnframt krafa margra Íslendinga til forseta um að neita að staðfesta lögin án þjóðaratkvæðagreiðslu.  Samfylkingin vill hins vegar ekki að þjóðin fái að segja sitt.  Það gæti skaðað málstaðinn um skjóta inngöngu í ESB.

Nöturlegt hjá vinnubrögð Samfylkingarinnar gagnvart samstarfsflokknum VG.  ESB aðild, sama hvað það kostar.

Benedikt V. Warén, 2.9.2009 kl. 09:49

5 identicon

Jon Ingi..

talandi um að reynd að breyta sögunni.

http://www.amx.is/fuglahvisl/9250/

samfylkingin er landráðsflokkur.

stefan (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:36

6 identicon

Lesa Benedikt. Framsókn hefur samþykkt að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Eru Siv, Birkir Jón og Guðm. Steingríms á hraðlestinni? (með okkur Jóni)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 17:58

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvar er skjaldborgin sem átti að slá um heimilin og hvar er velferðabrúin sem var boðuð í kosningabaráttunni? Eða voru þetta kannski bara viljayfirlýsingar?

Víðir Benediktsson, 2.9.2009 kl. 20:17

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gísli, - já þetta þríeyki er í klúbbnum ykkar.  Ég er ekki ánægður með það.

Benedikt V. Warén, 3.9.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband