Mun gera vanda enn dýpri.

Að fara í greiðsluverkfall er óðs manns æði. Afleiðingar þess munu eingöngu lenda á þeim sem það gera og fjölskyldum þeirra. Enginn samtök eiga að etja fólki út í óvætt forað... í nafni einhvers óskilgreinds málstaðar.

Vonandi munu sem fæstir láta glepjast að þessu villuljósi sem gerir ekki nema dýpka vanda þeirra sem þetta gera...

Þessi hugmynd er eiginlega stórfurðuleg og vandséð hverju hún ætti að breyta umfram það sem þegar er í skoðun og vinnslu innan banka og hjá stjórnvöldum.

Vafalaust munu einhverjir æpa á þetta blogg eins og svo vinsælt er þessa dagana en það mun engu breyta um aukinn vanda þeirra sem hætta að borga í nafni einhvers sem menn hafa kosið að kalla greiðsluverkfall og sumir telja jákvætt og nauðsynlegt. En þvílík rökleysa ef menn fást til að anda djúpt og skoða málið og sjá hverjir súpa af þessu seyðið og hverjir lenda í vandræðunum.


mbl.is Fara í greiðsluverkfall 1. okt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld; Jón Ingi !

O; nei. Ekki var nú ætlan mín, að verða stóryrtur, í þinn garð - fremur en gesta þinna annrra, hér á síðu.

Það; sem skiptir sköpum, í þessum málum er, að núverandi; svökölluð ríkis  stjórn, hefir ekkert gert, til bjargráða þeim, sem lofað var, á sínum tíma.

Niðurlægjandi ''greiðsluaðlögun'' , hver nefnd hefir verið - er; eins og óskilgreind hugmynd, einhvers eiturlyfja fíkils - innan raða ykkar stjórnar sinna; hvar þunglamalegu og gjör spilltu dómskerfi landsmanna er ætlað, að skipa einhvers konar Skugga; yfir hverja fjölskyldu - hver; vomar yfir einföldustu innkaupum mjólkur líters, þennan daginn - brauðmetis, hinn daginn, hvar ferlið er teygt og togað - mánuðunum saman.

Og; oftsinnis, er árangurinn verri - en þá; af stað var farið.

Lítil gagnsemi þar; Eyfirðingur góður. 

Enda; virtist fara um Gylfa karlinn (Magnússon), í fréttum kvöldsins, því; yrði þátttakan drjúg, í verkfalli þessu, kynnu að verða örlagarík skipti, á þjóðfélags aðstæðum hér - reyndar; löngu tímabær, hvar, núverandi valda stétt yrði hrakin frá verðskuldað (meðlimir; B - D - S og V lista, allra).

Löngu; tímabær aðgerð, Jón Ingi !

Með ágætum kveðjum; að þessu sinni, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband