Ísland að losna úr einangun umheimsins ?

Á næstu vikum kemur í ljós hvort Ísland losnar úr úlfakreppu umheimsins og hjól fara að snúast á ný. Öllum ætti nú að vera orðið ljóst að hér á landi hefið ekkert gerst á næstu mánuðum eða jafnvel árum ef stjórnmálamenn á Íslandi hefðu ekki viðurkennt ábyrgð landins samkvæmt þeim skuldbindingum sem við höfum undirritað.

Mér finnst það fáránlegt skilningsleysi á stöðunni þegar verið er að úthrópa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Breta og Hollendinga.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að lána Íslandi risalán og setja skilyrði eins og lánadrottnar gera gjarnan og þúsundir borgara, sveitarfélaga og fyrirtækja voru hreinlega rænd af íslenskri bankastofnun. Aðrar þjóðir, td Norðurlöndin vinna samkvæmt sömu áætlun.

 Svo skæla sumir og reyna að skilgreina Ísland sem fórnarlamb ... en í raun komu Íslenskir fjármálamenn okkur í þessa stöðu og bara hreinræktuðum Íslendingum að kenna hvernig komið er.

Það eru ekki bara þessir þrír aðilar, eins og margir vilja halda, sem hafa haft þessa aðstöðu, heldur allur heimurinn og ég hef hvergi séð nokkra þjóð mæla því bót að Ísland afneiti ábyrgð sinni og neiti að taka á sig að greiða þriðjung þeirrar upphæðar sem óprúttnir glæframenn í skjóli stjórnvalda, bankaeftirlits og Seðlabanka stálu í þessum löndum.

Nú held ég að við ættum að hætta að rífast innbyrðis og takast á við þennan vanda. Íslendingar eru þjóð sem getur allt ef hún ætlar sér það en ef hér eru endalausar innbyrðis deildur og sundurlyndi mun kreppan framlengjast mánuðum eða jafnvel árum saman börnum okkar og barnabörnum til ómælds tjóns. Það er löngu kominn tími til að viðurkenna staðreyndir og halda áfram. Ef við ætlum að halda áfram að rífast og eyða orku í Icesave málið sem nú er vonandi til lykta leitt þá komumst við ekki spönn úr rassi.

Við munum hjakkast í sama fari sundurlyndis og sjálfsvorkunar og munum súpa af því seyði vantrausts umheimsins ( ekki bara Breta og Hollendinga ) og allar þær þjóðir sem ráða ferðinni í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu ekki treysta okkur til að taka á okkar málum og þar af leiðandi ekki treystandi til að fá hundruð milljarða að láni til að að undirbyggja efnhagslífið og íslensku krónuna sem er hrunin til grunna og er ónýtur gjaldmiðill.

En þetta virðast margir ekki skilja og skæla hástöfum í sjálfsvorkun og afneitun og sjá enga sök í okkar ranni... það eru bara allir vondir við okkur. Þvílíkt skilningsleysi.


mbl.is Icesave losi lánastíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón þú talar um samstöðu og samvinnu.
Skipt var um samninganefnd þegar vinstri velferðastjórin  tók við völdum.

Hversvegna var ekkert samráð eða samstarf haft við stjórnarandstöðuna frá upphafi málsins þ.e áður en hlaupið var út og skósveinar SJS skrifuðu undir þennan samning.

Það var aðeins fyrir öfluga stjórnarandstöðu og skynsemisöflin í vg að hægt var að koma inn með fyrirvara - stjórnin tapaði málinu sem þeir ætluðu að keyra í
gegnum þingið án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn -

Menn hafa spurt sig hvað lá á að skrifa undir þennan samning 5.júni -

Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að hjálpa og aðstoða ríkisstjórnina með hag okkar Íslendinga að leiðarljósi að laga þennan vonda samning -

Nú skulum við vona að Bretar og Hollendingar taki vel í þessa fyrirvara en ég bendi á ákvæði 13.1.1

Óðinn Þórisson, 29.8.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Icesave peningarnir fóru sennilega inn í bresk fyrirtæki og hringrása í bresku hagkerfi og mynda skatta og skyldur þar.Því var eðlilegt að Breska ríkið fái að borga talsvert.Annað væri ekki réttlát.

Hörður Halldórsson, 29.8.2009 kl. 09:34

3 identicon

Jón Ingi,

Ég og örugglega marigr fleiri kann þér þakkir fyrir að koma þessum sjónarmiðum svona skilmerkilega á framfæri.Fyrsti andmælandi þinn hér að ofan er greinilega fastur í kviksyndi sjálfstæðislágkúrunnar. Svona raddir þurfa að þagna til að friður komist á í þessu landi.

Kári (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 818066

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband