Snúast í hringi eins og höfðuðsóttarrollur.

Jæja... þá er komið að því. Sjálfstæðismenn að byrja enn einn hringsnúninginn og geta alls ekki komist að neinni vitrænni niðurstöðu. Kemur kannski ekki á óvart því svona hafa þeir látið vikum og mánuðum saman.

Hvernig á þjóðin að geta náð sér upp úr öldudalnum þegar stór hluti af stjórnmálamönnunum sem kosnir hafa verið til að leiða okkur geta ekki komist að niðurstöðu sakir hugleysis og stefnuleysis.

Nú á greinilega að valta yfir fjárlaganefndarmennina þeirra sem skrifuðu undir álit meirihluta fjárlaganefdar enda gat það varla verið svo gott að sjálfstæðismenn gætu komist að sameiginlegri niðurstöðu.... þetta lið er eins og höfuðsóttarrollur... snúast í hringi og geta ekki komist að niðurstöðu og geta ekki horft og haldið fram veginn sakir pólitísks hugleysis.

Þetta er eimitt stóra ástæðan fyrir að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var óstarfhæf... Sjálfstæðismenn gátu og þorðu ekki að taka ákvarðanir.... og þannig er það greinilega enn.. þeir fóru einfaldlega á taugum og eru þar enn.

"Segja sjálfstæðismenn m.a. að það sé fáheyrt, að ríkisstjórn sjálfstæðs og fullvalda ríkis skuli afsala sinni eigin þjóð jafn mikilsverðum og sjálfsögðum rétti eins og íslenska ríkisstjórnin hefur gert með undirritun sinni undir lánasamningana við Bretland og Holland."

Það vantar ekki að Kristján Þór Júlíusson og Ásbjörn Óttarsson fá það óþvegið frá flokknum sínum... kannski var það viljandi að velja menn þarna sem ekki eru í náðinni þannig að óhætt væri að valta yfir þá þegar hentaði.


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já, þetta er snúinn flokkur þessi Sjálfsstæðisflokkur.

Víðir Benediktsson, 26.8.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Jón

Nú samkvæmt Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi tekur það 6 - 8 ár að taka upp evru - benti á þann möguleika að taka upp dollar - þín skoðun á þessu -

Við erum þó sammála um það að þessi Icesave samnigur sem samninganefnd Steingríms skrifaði undir er alfarið á ábyrgð sf og vg -

Þessi vinstri velferðarsjórnin  þurfti að bakka með hann þar sem ekki var meirihluti fyrir þessum samning á alþingi - getur þú ekki verið sammála mér í því að stjórnarandstaðan hefur staðið sig mjög vel að koma fram fyrirvörum við samninginn -

Getur þú ekki verið sammála mér um að það hafi verið röng ákvröðun hjá stjórnarflokkunum að ætla að keyra málið í gegn um þingið á þess að þingmenn fengju að sjá samninginn

Getur þú ekki verið sammála mér um að það hefði verið betra að stjórnin hefði leitið eftir samvinnu við stjórnarandstöðuna um Icesave áður en skósveinar Steingríms fóru út og skrifuðu undir þennan vonda samning - sem er í raun og veru hreint klúður -

Óðinn Þórisson, 27.8.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband