Frábært að Rakel og Benedikta ætla að mæta með betri tillögur.

Það er frábært að samtök bloggara ætli nú að mæta með skynsamlegar og uppbyggilegar tillögur í vanda þjóðarinnar. Það sér hver maður að allir þessir þingmenn, ráðherrar, sérfræðingar og lögfræðingar hafa fram að þessu vaðið villu og svíma og nú ætli elíta íslenskra bloggara að mæta með miklu betri, ítarlegri og skynsamlegri tillögur á Austurvöll.

Ég skil ekkert í þessum mönnum, Guðbjarti og félögum að hafa verið að standa í þessu brasi þegar Rakel, Benedikta og miklu fleiri bloggarar hafa beðið með patentlausnirnar á silfurfati.

Ég ætla að fylgjast með af ákafa hvaða tillögur þær stöllur og fleiri ætla að mæta með á Austurvöll á morgun.... ég hlýt að vera með í þeim vegna þess að þetta eru kynnt sem aðgerðir íslenskra bloggara og ég tel mig til þeirra.

Ég vona nú samt að þetta verði eitthvað annað en innantómur hávaði eins og stendur í dagskrá....

"Boðað er til mótmæla á Austurvelli á morgun, fimmtudag, klukkan 12:00 og um allt land, samkvæmt fréttatilkynningu sem Frosti Sigurjónsson hefur sent frá sér. Segir hann að íslenskir bloggarar standi að mótmælunum. "


mbl.is Boða hávaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Boðað er til - HÁVAÐA - mótmæla á Ráðhústorginu á Akureyri kl.12 á hádegi 27. ágúst .............!

Einnig er hvatt til slíkra mótmæla um allt land - á sama tíma kl. 12 .á hádegi............!

Þingmenn hvar í flokki sem þið eruð - takið til varnar þjóðar-hagsmunum segið - NEI - við ríkisábyrgð á Æsseif gjörninginn.

Bloggara-bandið ................

Með kveðju að sunnan......!

Benedikta E, 26.8.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Persónulega þykir mér komið nóg af hávaða.. nú er komið að tillögum um vitrænar lausnir.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.8.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband