Óábyrg forkastanleg Framsókn

Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að steypa landi og þjóð í margra mánaða óvissu og stöðva uppbyggingu og áætlanir ríkisstjórnarinnar um endurreisn atvinnulífs og heimila.

Ég er gáttaður á þessari óábyrgu afstöðu og ég átta mig ekki á því hvað þeir eru að fara með þessari fáránlegu tillögu.

Þetta er að vísu flokkurinn sem var með í flestum þeim ákvörðunum sem steyptu landinu í þá ógæfu sem við nú súpum seyðið af. Dómgreindarleysi þeirra þá var algjört en ég hélt að þeir ætluðu að endurreisa flokk og trúverðugleika. Eitthvað er það að klikka og maður spyr sig hvort fomaðurinn hafi hengt flokkinn í yfirlýsingagleði og botnlausu rausi.. ?

 En að flokkurinn sé tilbúinn að setja alla uppbyggingu á ís mánuðum saman og auk þess þurrka út það litla sem eftir er af trúverðugleika okkar erlendis er algjörlega forkastanlegt.

Ég held að Framsóknarmenn ættu að íhuga gaumgæfilega á hvaða braut þeir eru.... þeir hafa nú endanlega málað sig út í horn.


mbl.is Vilja vísa Icesave-máli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Hvers virði er uppbygging frá Steinöld þegar hægt er að hefjast handa á 21. öldinni?

Jón Finnbogason, 20.8.2009 kl. 10:35

2 identicon

Þeir vita að þetta er óvinsælt mál hjá þjóðinni og vilja slá sig til riddara og ná því auknum vinsældum (dæmigerð aðferð lýðskrumara).

Væru þeir sjálfir í stjórn myndu þeir gera svipaðan samning af því að sama hvernig maður lítur á þetta þá verður staðan verri f. Ísland höfnum við Iceslave samning, öll lán sem við eigum að fá myndu stoppa með geigvænlegum afleiðingum fyrir atvinnulífið (ekki geta bankarnir lánað þá mikið út í atvinnulífið, ekki satt?) og meira atvinnuleysi, meira hrun krónunnar.

Það er nú alltaf þannig að stjórnarandstöðu leyfist að rífa kjaft og gagnrýna út í ystu æsar, það er bæði jákvætt og neikvætt, það þarf gagnrýni en svo er líka hætta á að það verði bara gagnrýni gagnrýninnar vegna. Svona ákv. hlutverkaleikur, stjórn vs. stjórnarandstaða. Stjórnarandstöður eru þó mismálefnalegar í gagnrýni sinni og verður að dæma hverja fyrir sig á hverjum tíma. Ef VG væri t.d. í stjórnarandstöðu núna þá leyfðist Steingrími t.d. að gagnrýna allt sundur og saman varðandi icesave af því að hann er ekki í stjórn, sem hann myndi eflaust gera, en fyrst að menn eru í stjórn hellist yfir þá ábyrgðartilfinning að verða að klára málin og semja. Þetta er bara hlutverkaleikur stjórnmálanna og mun alltaf vera svona sama hvort okkur finnst þetta sorglegt eða ekki. 

Ari (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 818123

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband