Pínleg þögn í Kastljósi.

Stjórnandi Kastljóss varpaði fram spurningu sem ég og flestir íslendingar spyrja þessa dagana.

 " Hvað ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave ? "

Þögnin sem fylgdi eftir spurningu þáttarstjórnandans æpti á mann. Báðir þingmennirnir sem þarna sátu fyrir svörum og höfðu haldið uppi stöðugum talanda þögnuðu eins og skrúfað hefði verið fyrir krana. Þáttarstjórnandi endurtók spurninguna... og enn þögn.

Svo lauk þættinum eins og venjulega.... engin svör fengust frá fulltrúa stjórnarandstöðunnar sem þagnaði eins og settur hefið verið í hana tappi við spurninguna. Ólöf Nordal er annars ekki þekkt fyrir að þegja svona dags daglega.

Ásmundur Einar Daðason var aftur afar gætinn og ljóst að hann ætlaði ekki að gera neinum það til geðs að misstíga sig í þessu Kastljósi.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4466690/2009/08/10/


mbl.is Financial Times fjallar um Icesave-deiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þið Samfylkingarfólk verðið að hætta að sjá allt í flokkspólitískum litum. Fyrr verður ekki hægt að leysa þessa Icesave deilu.

Jón Baldur Lorange, 10.8.2009 kl. 22:30

2 identicon

Er að búast við því að fulltrúi áliðnaðarins á Alþingi hafi eitthvað vitlegt um málið að segja?

Einsi (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 22:31

3 identicon

"The latest Gallup poll showed that support for joining the EU had dropped sharply in the past month, with 48.5 per cent now opposed and only 34.7 per cent in favour."

Finnst þér ekkert merkilegt að lítið sem ekkert hefur verið talað um niðurstöður þessarar könnunar hérna heima? (ekkert af fréttastofu ríkisútvarpsins)

Ásgeir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:08

4 identicon

Finnst engum skrýtið að gallup hafi ekki gert neina könnun um hvort þjóðinni finnist við eiga að borga icesave?

Egill Axfjörð (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það hentar sumum illa að það sé talað mikið um þetta en engu að síður er þetta blákaldur veruleikinn. Reyndar eru til sértrúarsöfnuðir sem vilja ólmir ganga í klúbbinn hvort sem einhver skynsemi er í því eður ei.

Víðir Benediktsson, 10.8.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

það bætir víst þessa lánlausu ríkisstjórn lítið þó Ólöf Norðdal hafi þagað í eina sekúndu eða tvær.

Víðir Benediktsson, 10.8.2009 kl. 23:38

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það þarf ekki að gera á því könnun hvort þjóðin vill borga Icesave... það vill enginn 100% - 0.

En það er önnur saga hvað þjóðin neyðist til vegna alþjóðlegra skuldbindinga sem allar þjóðir krefjast í þessu máli.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 07:31

8 identicon

Það var samt ekki spurningin.. spurningin var hvort þjóðinni finnist við EIGA að borga icesave en ekki hvort hún VILL það.. tvennt mjög ólíkt.

Sigga (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:05

9 identicon

Víðir,

Get verið sammála þér.

Hins vegar breytir það því ekki að trúverðugleiki Ólafar Norðdal á Alþingi er enginn.  Þar gætir hún fyrst og fremst hagsmuna áliðnaðarins. Það er í hans þágu að ríkisstjórnin fari frá og að ekki verði flett ofan af spillingunni.

Hagsmunir skuldsetts almennings og skattborgara eru ekki í fyrsta sæti hjá henni.

Einsi (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818107

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband